Kate Upton massaði sig upp í heimsfaraldrinum

Kate Upton getur lyft 92 kílóum 12 sinnum í mjaðmalyftu.
Kate Upton getur lyft 92 kílóum 12 sinnum í mjaðmalyftu. AFP

Fyr­ir­sæt­an og leik­kon­an Kate Upt­on hef­ur nýtt tím­ann vel á meðan heims­far­ald­ur­inn geis­ar. Þjálf­ar­inn henn­ar, Ben Bruno, hef­ur verið dug­leg­ur að deila mynd­um og mynd­bönd­um af Upt­on lyfta í rækt­inni. 

Ný­lega sló Upt­on per­sónu­legt met þegar hún lyfti 92 kíló­um í mjaðma­lyftu tólf sinn­um í röð. „Hún stopp­ar í efstu stöðu í hverri end­ur­tekn­ingu, sem ger­ir þetta mun erfiðara, en skil­ar henni líka meiri ár­angri,“ skrifaði Bruno und­ir mynd­bandið af Upt­on að slá metið. 

Upt­on stopp­ar ekki bara í efstu stöðu í hverri end­ur­tekn­ingu held­ur er hún líka með litla teygju um hnén, sem ger­ir æf­ing­una mun erfiðari. 

„Kate hef­ur skilað gríðarlega góðri vinnu. Hún hef­ur verið mjög dug­leg í heims­far­aldr­in­um og er orðin mjög sterk. Við alla þá sem segja að kon­ur verði fyr­ir­ferðar­mikl­ar við það að lyfta veit ég ekki hvað ég á að segja. Mjaðma­lyft­urn­ar henn­ar eru upp á 10,“ sagði Bruno. 

Mjaðma­lyft­ur eru góð æf­ing til að byggja upp styrk í rass- og lær­vöðvun­um. Bruno gaf fylgj­end­um sín­um nokk­ur ráð til að ná jafn góðum ár­angri og Upt­on hef­ur náð. 

„Stoppaðu í efstu stöðu til að tryggja að þú stjórn­ir hreyf­ing­unni og ekki vera með of þung lóð. Þá muntu líka finna bet­ur fyr­ir rassvöðvun­um. Haltu kviðnum spennt­um eins og þú sért að fara að gera kviðæf­ingu. Með því pass­arðu upp á að þú beyg­ir hrygg­inn ekki of mikið og það hjálp­ar þér að halda rétt­um halla á mjöðmun­um. Þannig set­urðu allt álagið á rassvöðvana og pass­ar upp á að það fari ekki yfir á mjó­b­akið. Það hjálp­ar líka að horfa beint áfram en ekki upp í loft.“

View this post on In­sta­gram

Okkkkk @kateupt­on, new per­sonal record for hip thrusts—205 pounds for 12 reps. She pauses each rep for a second at the top too, which makes it much har­der, but also makes it more ef­fecti­ve. Ser­i­ously impressi­ve work. Kate has been work­ing her ass off dur­ing this quar­ant­ine, and she’s gett­ing really strong. I love it. To the people who still say that lift­ing weig­hts will make women bul­ky, well, I don’t know what to tell you. Her hip thrust form is spot-on, so I just want to highlig­ht a few coaching po­ints if you want to do this ex­ercise on your own. *** - Pause each rep for a second at the top. This ensures that you’re controll­ing the weig­ht and not go­ing too hea­vy, and you’ll also feel it more in your butt. *** - Eng­a­ge your core as if your do­ing a mini crunch. This helps to ensure that you don’t over­arch your back and helps encoura­ge a slig­ht poster­i­or pel­vic tilt, which puts max­imal stress on the glu­tes and also protects the lower back. Along these lines, it helps to look straig­ht ahead rat­her than up at the ceil­ing. *** -Use a full range of moti­on. Between each rep you should come all the way down so you’re almost sitt­ing on the floor. No half-repp­ing. *** - Plac­ing a mini-band around the knees is opti­onal, but for people who have a tendency to go into valg­us (knees ca­ving in), it’s a good rem­ind­er to keep the knees pressed out. And anecdota­lly, a lot of people feel it more in their glu­tes do­ing it this way. Your call, but def­initely try it.

A post shared by Ben Bruno (@ben­bru­notrain­ing) on Jul 23, 2020 at 9:23am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda