Miðaldra konan er tifandi tímasprengja

Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali og miðaldra kona.
Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali og miðaldra kona.

„Þann 12. ág­úst 2020 átti ég 3ja ára af­mæli. Hvernig get­ur 51 árs göm­ul kona átt 3ja ára af­mæli? Jú ég átti 3ja ára heilsu­af­mæli. Þann 12. ág­úst 2020 voru liðin akkúrat 3 ár frá því að ég var á fyr­ir­lestri hjá Dav­id Gogg­ins og heyrði hann segja þessa ein­földu en ótrú­lega áhrifa­ríku setn­ingu: „Ef ég læsi ævi­sögu þína myndi hún hafa áhrif á mig, myndi hún breyta lífi mínu?” Al­veg eins og í teikni­mynd þá kviknaði á ljósa­peru fyr­ir ofan haus­inn á mér og ég vissi að einu áhrif­in sem þessi ævi­saga sem ég var að skrifa myndi hafa á Gogg­ins væri að hann myndi segja: „F... Ásdís, þetta er öm­ur­leg ævi­saga, ekki bjóða mér upp á þetta drasl.“ Það var á þessu augna­bliki sem ég áttaði mig á því að þessi lífstíll sem ég hafði til­einkað mér, vinna of mikið, hreyfa mig ekki, borða allskon­ar rusl­fæði, vera enda­laust þreytt, verkjuð og pirruð var ekki að virka,“ seg­ir Ásdís Ósk Vals­dótt­ir fast­eigna­sali og miðaldra kona í sín­um nýj­asta pistli:

Sú framtíðar­sýn sem beið mín var ekki beis­in. Vera of þung, geta ekki farið út að hjóla með krökk­un­um, geta ekki gengið upp Esj­una og vakna alla morgna með þrútna liði, verki í hnján­um og illa sof­in myndi á end­an­um skila mér inn sem pillu­áskrif­anda í besta falli. Í versta falli stytta æv­ina um ára­tugi.

Ásdís mín, ertu ekki full drama­tísk? Það er til fullt af fólki sem lif­ir til níræðs og hreyf­ir sig lítið og ger­ir allt vit­laust að þínu mati. Já, ég veit það og það er líka til fullt af fólki sem lif­ir ekki til níræðs eða lif­ir lengi með skert lífs­gæði. Mig langaði ekki að kom­ast að því of seint í hvor­um hópn­um ég myndi lenda. Því tók ég meðvitaða ákvörðun 12. ág­úst 2017 að ég myndi taka full­komna ábyrgð á mér og mín­um lífs­gæðum.

3ja ára af­mæli

Um leið og ákvörðunin er tek­in verður þetta allt svo skýrt. Ég ákvað að setja mikla pressu á mig og gerði Face­book life vi­deo á hverj­um morgni. Ég skýrði fyrsta vi­deoið dag­ur 1 af 365 og dag­lega í marga mánuði gerði ég þessi vi­deo. Þau settu ákveðna pressu á mig og hjálpuðu mér að ná mark­miðum mín­um.

Það kom mér á óvart hvað það var lítið mál að gera gíf­ur­lega stór­ar breyt­ing­ar í upp­hafi. Þegar ég hugsa til baka var það lík­lega vegna þess að ég var meira en til­bú­in í fyrsta skipti á æv­inni. Ég hætti að horfa á sjón­varp. Ég vaknaði 5 á morgn­ana. Ég fór að hreyfa mig meira og í fyrsta skipti á æv­inni létt­ist ég hell­ing næst­um því áreynslu­laust. Ég breytti um mataræði og ég skráði allt sem ég borðaði í My Fit­n­ess Pal. Svo komu allskon­ar lægðir. Ég keyrði á vegg and­lega. Ég fór til sál­fræðinga og ég hreinsaði til í bak­pok­an­um mín­um og henti allskon­ar fortíðarrugli sem hélt aft­ur af mér.

Dag­inn eft­ir 3ja ára af­mælið kom fyrsta 3ja ára Face­book minn­ing­in mín sem var fyrsta Face­book Live sem ég gerði á æv­inni. Mér kross­brá. Ég var búin að stein­gleyma því hver ég hafði verið og í hvaða ástandi ég var. Á sama tíma sá ég hversu langt ég er kom­in. Ég sýndi kær­ast­an­um eitt vi­deoið. Hann horfði á það og sagði, þú ert svo reið þarna, það er eng­in gleði í aug­un­um. Ég tengi ekki við þessa mann­eskju leng­ur. Einu sinni ætlaði ég að skrifa bók um þessa veg­ferð en þegar ég byrjaði á henni áttaði ég mig á því að mig langaði ekki til að rifja þetta allt upp. Ég kunni ekki sér­stak­lega vel við þessa mann­eskju sem ég var orðin og mig langaði ekk­ert að end­ur­nýja kynn­in við hana. Þess vegna blogga ég um hver ég er í dag, því þú ert alltaf einni ákvörðun frá því að vera sú mann­eskja sem þú vilt vera.

Þetta stend­ur allt og fell­ur með þér. Þetta er ekki heppni eða góð gen eins og ég fæ reglu­lega að heyra í dag. Þú ert svo hepp­in að vera með svona góða heilsu. Þú ert með svo góð gen og þess vegna get­ur þú gert hitt og þetta. Nei, þetta snýst ein­göngu um að taka upp­lýsta ákvörðun um hvaða mann­eskja þú vilt vera og ákveða á hverju morgni að halda áfram á þess­ari veg­ferð.

Hvers vegna að leggja alla þessa vinnu á sig? Vegna þess að ég veit hvert gjaldið er að slaka á. Ég veit hversu auðvelt það er að fara aft­ur í gamla farið og ég veit hversu brjálæðis­lega mik­il vinna það yrði að koma mér aft­ur á þann stað sem ég er í dag. Ég er ekki með góð brennslu­gen eða ég er svo hepp­in að ég má borða allt sem ég vil. Í hvert skipti sem ég tek meðvitaða ákvörðun um að borða óhollt þá veit ég að dag­inn eft­ir mun ég vakna þrút­in og þyngri en í gær. Mörg­um finnst þetta vera gíf­ur­leg­ur sjálf­sagi og segj­ast aldrei munu geta gert þetta. Samt setja þau alltaf rétt eldsneyti á bíl­inn sinn því þau vita að vél­in skemm­ist ef þau setja bens­ín á dísel bíl­inn sinn. Hvers vegna pöss­um við oft bet­ur upp á vél­ina í bíln­um okk­ar held­ur en okk­ar eig­in vél, okk­ar lík­ama þegar við eig­um bara einn lík­ama en við get­um alltaf keypt nýj­an bíl ef þessi bræðir úr sér?

Kom­inn tími á breyt­ing­ar!

Fyr­ir ári síðan vissi ég að ég þyrfti að fara að gera meiri breyt­ing­ar. Ég var föst. Vigt­in var föst og ég datt alltaf reglu­lega í slæma siði. Hreyf­ing­in gekk alltaf ágæt­lega. Stund­um var ég extra dug­leg og stund­um minna dug­leg en það liðu aldrei marg­ir dag­ar frá því að ég hreyfði mig. Mataræðið var aðeins erfiðara. Ég gat al­veg dottið í sjukk í heila viku og þyngst um 2 kíló. Ég hafði samt ekki mikl­ar áhyggj­ur af því. Ég var nefni­lega skyn­söm. Þegar ég var búin að vera í nýj­um lífstíl í nokkra mánuði þá lét ég mæla öll gild­in mín og þau komu frá­bær­lega út. Ég hafði því ekki mikl­ar áhyggj­ur af smá sjukki hér og þar. Ég vissi að ég var að gera allt rétt og því óþarfi að hafa áhyggj­ur af mataræðinu.

Ég ræddi þetta við vin­kon­ur mín­ar hvað það væri þreyt­andi að vigt­in væri föst þrátt fyr­ir að ég passaði mataræðið og hreyfði mig mjög mikið. Þeim fannst óþarfi að hafa áhyggj­ur af þessu. Ég væri orðin 51 árs. Ég væri í mjög góðu formi miðað við 51 árs gamla konu.

Kannski væri þetta mín rétta kjörþyngd. Eft­ir því sem fólk eld­ist þá er erfiðara að létta sig. Samt sat alltaf þessi nag­andi efi í hausn­um á mér. Er ég að gera allt rétt? Þessi setn­ing. Þú ert fín miðað við... Þetta er svo hættu­leg setn­ing. Hún leyf­ir okk­ur að slaka á og gera minni kröf­ur til okk­ar. Þú ert fín miðað við þá sem eru verri en þú. Ég vildi breyta til en ég fann ekki leiðina. Það sem hafði virkað vel þegar ég byrjaði að hreyfa mig var ekki að virka leng­ur og ég var pínu föst. Samt var ég ekk­ert að sjukka svo mikið og bara stund­um. Ég fór næst í blóðpruf­ur í árs­byrj­un 2020. Þá voru gild­in mín aðeins hækk­andi en ekk­ert til að hafa áhyggj­ur af. Hvað breytt­ist á milli 2017 og 2020. Mín kenn­ing er að ég hafi orðið kæru­laus. Gild­in mín voru svo góð 2017 að mér fannst ég ósigrandi og ég gæti gert allt sem ég vildi að því gefnu að ég hreyfði mig reglu­lega. Núna var komið að skulda­dög­um. Gild­in sem og vigt­in voru á upp­leið. Það var komið að skulda­dög­um og eng­in leið út úr þessu. Vanda­málið var að ég fann hvergi lausn­ina.

Green Fit

Ég var búin að leita í nokkra mánuði að lausn­inni þegar hún datt í fangið á mér. Green­Fit er nýtt fyr­ir­tæki sem þrír meðlim­ir þríþrauta­fé­lags Breiðablik­ur voru að stofna og þau héldu kynn­ingu á fyr­ir­tæk­inu. Ég vissi um leið og ég hlustaði á kynn­ing­una að þetta væri fyr­ir­tækið sem ég var að leita að. Ein­kunn­ar­orðin þeirra eru „Vittu, ekki giska“ og „Heilsa er ekki heppni.“ Þau greina vanda­málið og hjálpa þér við að finna leiðir til að há­marka þína heilsu. Ég ákvað að bóka fyrsta tím­ann. Svo kom Covid og ég setti allt á hold í smá­tíma. Lukka talaði um á þess­ari kynn­ingu að fólk gæti fengið niður­stöðuna „fínt“ út úr öll­um sín­um blóðpruf­um á meðan það færi ekki yfir hættu­mörk. Ég tengdi ekki al­veg við þetta minn­ug þess hversu frá­bær gild­in mín voru 2017 en þetta síaðist samt inn í und­irmeðvit­und­ina.

Ég fór síðast í blóðpruf­ur í ág­úst. Ég fékk fínt nema ko­lesterolið væri aðeins hækk­andi. Það væri gott ef ég gæti gert ein­hverj­ar breyt­ing­ar á mataræðinu og koma svo aft­ur eft­ir 4 mánuði í aðra mæl­ingu og ef ekk­ert lagaðist þá þyrfti ég lík­lega að fara á lyf.

Gamla ég hefði ekki hugsað sig um. Ásdís, þú ert orðin 51 árs. Þetta er ald­ur­inn. Þetta er fylgi­fisk­ur þess að eld­ast. Nýja ég rifjaði upp hluta af fyr­ir­lestr­in­um hjá Lukku hjá Green­Fit (áður Lukka á Happ). Hún sagði að þegar gild­in eru mæld þá færðu alltaf fínt þar til þú ferð yfir strikið. Ég hugsaði. Hvað ef ég er fín á fleiri stöðum en er samt við hættu­mörk? Hvað þá? Er ekki best að grípa í taum­ana áður en ég fer yfir strikið?

Ég pantaði mér því heild­ar­ástands­skoðun hjá Green­Fit. Þú get­ur fengið heild­ar­ástands­skoðun fyr­ir 59.900 kr. Mörg­um finnst það mjög dýrt. Ef þú kaup­ir þér nýj­an bíl þá þarftu að fara með hann einu sinni á ári í ástands­skoðun til að hann falli ekki úr ábyrgð. Ég kíkti á heimasíðu FIB. Þar sést að kostnaður­inn við ástands­skoðun á bíl við ca 30.000 km er svipaður og ástands­skoðun hjá Green­fit.

Ég sendi Lukku blóðpruf­urn­ar mín­ar og hún ákvað að panta nokkr­ar aukapruf­ur sem henni fannst vanta. Nokkr­um dög­um seinna boðaði hún mig á fund til að fara yfir niður­stöðurn­ar. Það var margt mjög gott. Skjald­kirt­ill­inn til fyr­ir­mynd­ar sem og hvítu blóðkorn­in og við skul­um ekki ræða lifr­ina. Hún var upp á 10, enda hafði hún aldrei þurft að vinna úr áfengi eða kaffi þessi elska. Svo var annað sem var ekk­ert rosa­lega gott. Blóðfit­an var ekki hækk­andi, hún var kom­in út úr kort­inu. Efsta gildið í viðmiðinu er 7.75, mitt er 8.0. Það er ansi vont þegar þú ferð út af kort­inu. Svo bætti Lukka við. Ég hef nú samt minni áhyggj­ur af blóðfit­unni. Það er blóðsyk­ur­inn sem er verri. Gildið mitt var 5.7. Það er fínt, það er bara þegar þú ferð yfir 5.7 að þú ferð í bullandi áhættu. Ja há, það er ekki al­veg nógu gott er það? Þess­ar dæmi­gerðu skoðanir sem ég pantaði mér sögðu alltaf, þetta er fínt. Líka í janú­ar þegar gild­in fóru hækk­andi.

Það var eng­inn sem sagði, Ásdís gild­in þín eru óþægi­lega ná­lægt of há. Ger­um plan og lög­um þetta með hreyf­ingu og mataræði. Ég hélt að ég væri í mun betra standi en ég er, enda búin að taka mig rosa­lega mikið á. Þegar þú læt­ur tékka á þér einu sinni og færð frá­bæra niður­stöðu þá verður þú kæru­laus og ekki bæt­ir úr skák þegar þig minn­ir að þú far­ir einu sinni á ári en gleymd­ir að fara bæði 2018 og 2019. Þú ert með þessa rang­hug­mynd að þú sért ör­ugg­lega í frá­bær­um mál­um því þú finn­ur ekki fyr­ir nein­um lík­am­leg­um ein­kenn­um og síðast þegar þú varst mæld varstu langt frá hættu­mörk­um. Þess vegna leyfði ég mér alltaf eitt og annað. Mataræðið mitt er langt frá því að vera full­komið. Það var ansi ná­lægt því að vera full­komið þegar ég byrjaði mína veg­ferð fyr­ir 3 árum. Það mæld­ust líka mikl­ar bólg­ur í lík­am­an­um. Ég ræddi það við sjúkraþjálf­ar­ann minn. Hann sagði: „Það er mjög lík­legt ef þú nærð að minnka bólg­urn­ar að þú þurf­ir ekki jafn­mikið á sjúkraþjálf­un að halda.“

Ég ákvað að kynna mér aðeins af­leiðing­ar syk­ur­sýki og hækk­andi blóðfitu. Þetta er grunn­ur að svo mörg­um „spenn­andi“ lífs­stíl­sjúk­dóm­um. Blóðfit­an er með kran­sæðastíflu og hjarta­áföll svo eitt­hvað sé nefnt og syk­ur­sýk­in blindu og út­lima­missi. Ég rifjaði upp þegar ég lenti í hár­bug­un þegar ég lenti með vinstri hend­ina í gifsi og réði ekki við hárið á mér, hvort að það gengi bet­ur á öðrum fæti og blind á báðum. Mér fannst ekk­ert af þessu heill­andi og setti því planið í hend­urn­ar á Lukku. Planið var að byrja á 3ja vikna still­ing­arkúrsi og meta svo stöðuna eft­ir hann.

Það má víst hvorki drekka áfengi né kaffi í hon­um sem ætti ekki að verða vanda­mál, þar sem ég drekk hvorki kaffi né áfengi. Svo eru fleiri atriði sem eiga eft­ir að valda smá meira veseni, s.s. eng­in syk­ur, svart te, mjólk­ur­vör­ur og sitt lítið af hverju. Ég veit hins veg­ar að þetta er bara 21 dag­ur af því sem ég á eft­ir ólifað. Ef ég geri ekk­ert þá veit ég hvað býður mín en ef ég bregst við núna veit ég að ég á mun betri lífs­gæði framund­an en ef ég geri ekk­ert. Kost­ur­inn við að hafa verið í slæmu ásig­komu­lagi og þekkja mun­inn á gömlu mér og nýju mér er að ég er til­bú­in að leggja ým­is­legt á mig til að halda í nú­ver­andi lífs­gæði og bæta þau ennþá meira.

Ég er ekki leng­ur til­bú­in að giska á hverju ég þarf að breyta. Vera í enda­lausri til­rauna­starfs­semi að taka út mat og bæta inn öðru. Ég ætla að fá vís­ind­in með mér í lið og vita hvernig ég há­marka heils­una. Róm er ekki byggð á ein­um degi og ekki held­ur Ásdís 13.0 sem er mín nýja framtíðar­sýn. Ég er hins veg­ar til­bú­in að leggja ým­is­legt á mig til að há­marka heils­una. Það þarf alltaf að greiða gjaldið, annað hvort núna með meiri vinnu og aga eða seinna með minni lífs­gæðum. Það er ekk­ert plan B, eng­in auðveld leið út.

Þegar þú pant­ar ástands­skoðun hjá Green­fit þá mæla þau líka efna­skipti og álags­próf. Það var ým­is­legt já­kvætt sem kom út úr þessu en líka annað sem mig grunaði, eins og að súr­efn­is­upp­tak­an var ekki nógu góð hjá mér. Ég finn þetta alltaf þegar ég geng á fjöll að ég er verð laf­móð til að byrja með og svo lag­ast þetta, sama þegar ég fer að hlaupa. Það var gott að fá þetta staðfest. Siggi sem fór yfir prófið með mér sagði að tím­arn­ir sem ég er að taka hjá Ultra­form myndu hjálpa heil­mikið til að byggja upp há­marks­styrk og fá fleiri „fast twitch vöðvaþræði“ (veit ekk­ert hvað það þýðir) til að hífa upp grunn­brennsl­una og auka brennslu­getu á æf­ing­um. Svo ætti ég líka að taka Zone 2 æf­ing­ar með til að ýta und­ir grunnþolið (er líka að læra á hvað Zone 2 þýðir :)). Ég hlakka til að taka annað próf hjá þeim eft­ir nokkra mánuði og sjá hvernig gild­in hafa breyst. Ef það hef­ur orðið lít­il breyt­ing þá finn­um við fleiri hluti til að laga og smátt og smátt fínstill­um við Ásdísi 13.0

Eitt sem kom mér þó mjög á óvart í þess­um mæl­ing­um er að ég er að borða alltof fáar kalórí­ur. Mér finnst ég borða mjög mikið en eins og með marga þá er inn­prentað í mig að borða ekki of marg­ar kalórí­ur. Það er heil­mikið sem ég get bætt og ég hlakka svo til að fara þessa veg­ferð. Svo er gott að hafa á bakvið eyrað að ef þú nærð að halda þér í kjörþyngd þá er það gíf­ur­leg­ur sparnaður því hver 5-7 kíló sem þú bæt­ir á þig er ein fata­stærð og það er ansi fljótt að telja í krón­um og aur­um þegar þú ferð upp um 1-2 fata­stærðir.

Ég ákvað að taka for­skot á sæl­una og byrjaði á Pre Cle­an Eating viku fyr­ir hreins­un. Á einni viku fuku 2.7 kg sem seg­ir mér að það hef­ur ým­is­legt mátt laga inn­vort­is. Samt er að ég að borða meira en áður. Hvað breytt­ist? Ég er að borða meira en ég er einnig að sleppa öllu sem er á bann­lista, syk­ur, korn, flest­ir ávext­ir og fleira. Þetta er eina skiptið sem ég er að fara ná­kvæm­lega eft­ir matarplani og í fyrsta skipti sem ég sé svona hressi­leg­an ár­ang­ur. Það virk­ar greini­lega bet­ur að fara eft­ir plani held­ur en að fálma í myrkr­inu. Vita, ekki giska!

Þú ert pottþétt að borða allt rétt

Ansi marg­ir segja við mig. Þú borðar allt rétt. Þetta hlýt­ur þá að vera gena­tískt. Það hafa hins­veg­ar fáir séð mat­seðill­inn minn. Fólk sér bara það sem ég sýni. Ég held að þetta sé bland af genum og mataræði. Hvað ef ég borða meira og minna rétt en sumt sem hent­ar flest­um er vont fyr­ir mig og mína innviði? Sumt sem er hollt, hent­ar mér ekki? Við erum ekki öll eins og það sem hent­ar ein­um hent­ar ekki endi­lega öðrum. Ég þarf að finna mitt full­komna mataræði og hætta að þreyfa í myrkr­inu. Það sem ég er að gera núna með Green­fit er ekk­ert ósvipað því sem ég gerði 2017 þegar ég tók alla óholl­ustu út og það svín­virkaði. Mig lang­ar samt ekki að eiga súkkulaðilaust líf. Eft­ir viku saknaði ég Lindors mol­ans míns (og fékk mér einn áður en Pre Cle­an hjá Green­Fit byrjaði, svo fékk ég mér 2 pizzasneiðar og eina kökusneið). Hins veg­ar voru gild­in mín 2017 frá­bær og ég ætla að finna leiðina þangað aft­ur. Í hvert skipti sem ég geri ein­hverj­ar breyt­ing­ar á mataræðinu, þegar ég reyni eitt­hvað, þá ger­ist voðal­ega lítið. Ég borða kannski 90% hollt. Vanda­málið er að ég veit ekki hvort að þessi 90% séu öll holl fyr­ir mig þó að það væri hollt fyr­ir þig.

Dav­id Gogg­ins

Ég byrja flesta morgna núna á klukku­tíma göngu­ferð og hlusta á hljóðbók á sama tíma. Núna er ég að hlusta á Dav­id Gogg­ins. Hann er sann­kallaður of­urmaður og ég hef eng­an áhuga á að verða eins og hann. Hins veg­ar er hann bein­skeitt­ur og það er hollt að hlusta á ein­hvern sem fer ekki í kring­um hlut­ina.

Hann tal­ar um að þú verður að gera hlut­ina sem eru óþægi­leg­ir til að ná ár­angri og vera hrein­skil­in við sjálf­an þig. Ef þú ert 30 kíló­um of þung, ekki horfa á þig í spegl­in­um og segja við sjálfa þig. Já, ég þyrfti að missa nokk­ur kíló. Segðu við sjálfa þig. Ég er feit og ég þarf að missa 30 kíló. Ég tengdi ansi vel við þetta. Ég vissi al­veg hvað ég var þung og hvað ég þyrfti að missa mörg kíló. Samt laug ég að mér og sagði. „Ég er ekk­ert rosa­lega feit. Ég meina, það eru marg­ar miklu feit­ari en ég.“

Hann seg­ir líka. Þú færð ákveðin tæki­færi. Það er samt eng­in trygg­ing að allt gangi upp. Kannski breyti ég öllu og verð til fyr­ir­mynd­ar og fæ samt hjarta­áfall. Það á eft­ir að koma í ljós en ég er amk að gera mitt besta til að eign­ast meiri lífs­gæði.

Við ber­um 100% ábyrgð á okk­ur, eng­inn ann­ar

Ég ætla ekki að eld­ast með eft­ir­sjá og hugsa, ef ég hefði bara breytt þessu þá væru lífs­gæðin mín meiri í dag. Ég ætla að lifa líf­inu til fulls, og gera mitt til að það sé í lagi.

Að taka sj­ens­inn á heils­unni finnst mér svipað og að spila rúss­neska rúll­ettu. Þú ger­ir eitt og annað og von­ar þú verðir hepp­in í heilsu­lottó­inu. Ekki ósvipað og að keyra bíl og það byrj­ar að blikka ljós í mæla­borðinu. Þú skipt­ir um ol­íus­íu. Ljósið held­ur áfram að blikka. Þú fyll­ir á rúðup­issið og svo bæt­ir þú á ol­í­una. Ekk­ert breyt­ist. Þú ákveður að prófa að fá nýja tímareim og dæla lofti í öll dekk­in. Svo ferðu með bíl­inn í alþrif og læt­ur bóna hann. Ljósið er alltaf blikk­andi í mæla­borðinu. Dag einn þegar þú ert orðin of sein að sækja krakk­ana á leik­skól­ann stopp­ar bíll­inn á stóru gatna­mót­un­um á Kringlu­mýr­ar­braut. Það byrj­ar að rjúka úr vél­inni. Þú hring­ir á Vöku. Bíll­inn er dreg­inn á verk­stæði og þar er kveðinn upp stóri­dóm­ur. Vél­in bræddi úr sér, hún er ónýt og það verður að panta nýja vél. Þú skil­ur ekk­ert í þessu. Þú varst búin að prófa allt, já allt nema láta kíkja á vél­ina.

Hvað ef þín vél hefði bilað á gatna­mót­un­um? Hver sæk­ir þá krakk­ana á leik­skól­ann? Ólíkt bíln­um þar sem það er hægt kaupa nýja vél eða nýj­an bíl ef þessi er al­veg ónýt­ur þá er ekki hægt að kaupa nýj­an lík­ama, ef hjartað fer þá er víst lang­ur biðlisti eft­ir nýju.

Þegar þú færð að gild­in eru fín þá slak­ar þú á, borðar minna rétt, það er jú óþarfi að missa sig í geðveik­inni. Bottom line er ég ber ábyrgð á mér, ég get ekki sett heils­una mína í hend­ur á 3ja aðila. Ég hefði getað skoðað þessi gildi sjálf. Ég hefði getað gogglað meira. Ég sagði hins­veg­ar, mikið er ég hepp­in að hafa ekki eyðilagt neitt með röng­um lífstíl í 20 ár. Ótrú­lega hepp­in og eft­ir 2 ár slakaði ég aðeins á. Fékk mér oft­ar súkkulaði og pizz­ur og jú þyngd­ist aðeins meira en miðað við 51 árs gamla konu var ég í topp­formi. Öll gild­in mín sögðu það og ég sá það þegar ég fór í sund.

Þjón­ustu­skoðun eft­ir 40 ára?

Þegar ég náði ákveðnum aldri fékk ég boð um að fara í brjósta­mynda­töku og leg­hálskrabba­meins­skoðun sem fyr­ir­byggj­andi aðgerðir. Mark­miðið að reyna að grípa inn í áður en vanda­málið verður of stórt. Greina vanda­mál sem gætu mynd­ast seinna meir og fara í fyr­ir­byggj­andi aðgerðir. Þegar ég varð 50 ára fékk ég sent heim eitt­hvað kit til að greina hvort að ég gæti verið með ristil­krabba­mein svo á víst að fara þráðbeint í ristil­spegl­un eft­ir 50 ára. Ég fór reynd­ar rúm­lega 51 árs. Var búin að mikla fyr­ir mér að fara í ristil­spegl­un. Ákvað svo að stökkva út í djúpu laug­ina. Þetta var miklu minna mál en ég hélt. Ég fékk hrós fyr­ir góðan und­ir­bún­ing og ég og ristill­inn vor­um í fínu lagi.

Ég velti því stund­um fyr­ir mér hvers vegna er ekki boðið upp á heild­ar ástands­skoðun fyr­ir alla um fer­tugt. Það er miklu ódýr­ara að vera með virk­ar for­varn­ir held­ur en að grípa inn í þegar allt er komið í óefni.

Fyr­ir nokkr­um árum var ég með viðvar­andi maga­bólg­ur. Vin­kona mín sem tek­ur heils­una mjög al­var­lega ráðlagði mér að skipta um mataræði og mælti mikið með tófú. Mér finnst tófú ekki flokk­ast und­ir mat. Ég vil frek­ar medi­um rare nauta­steik með bernaise. Mér fannst þetta galið plan hjá henni og fannst nú ekki mikið mál að taka nokkr­ar pill­ur 2-3 var á ári til að laga þetta hvim­leiða vanda­mál. Það var búið að ráðleggja mér að fara í maga­spegl­un. Mér fannst þetta arfa­vond hug­mynd. Sann­færði sjálfa mig um að þetta væri mjög vont og óþægi­legt og allskon­ar vesen. Þetta var á tíma­bil­inu þar sem ég fannst gíf­ur­lega ósann­gjarnt að ég þyrfti að taka ábyrgð á sjálfri mér að það væri virki­lega und­ir mér komið að axla 100% ábyrgð á mér og mín­um lífstíl. Mér fannst líka mjög ósann­gjarnt að ég gæti ekki borðað allt sem ég vildi án þess að fitna. Ég meina það má nú ekki horfa á súkkulaði án þess að bæta á sig. Jú það má al­veg horfa á það. Það má kannski mögu­lega ekki borða alltaf súkkulaði og eins mikið af því og þú vilt og jafn­vel aðeins meira en þú get­ur torgað.  Svo þroskaðist ég og áttaði mig á því að ábyrgðin ligg­ur al­farið og ein­göngu hjá mér. Ef ég vil lifa besta mögu­lega líf­inu þá þarf ég að leggja eitt­hvað á mig og hugsa um hreyf­ingu og mataræði. Ég vil  frek­ar borða sjaldn­ar súkkulaði (nei það er lík­lega lygi) en ég er til­bú­in að fórna smá súkkulaði og smá köku og smá hér og smá þar gegn því að eiga betra líf til lengd­ar. Mér finnst það ekki lífs­gæði að þurfa að poppa pill­ur til að geta farið fram úr á morgn­ana. Að þurfa að neita sér um fjall­göngu af því að ég hef ekki heilsu til þess.

Ef þú test­ar ekki þá ertu í lagi

Marg­ir vilja ekki vita ástandið á sér. Það er svo miklu þægi­legra að vita ekki. Ef þú finn­ur ekki fyr­ir nein­um ein­kenn­um er þá ekki óþarfi að rugga bátn­um? Þetta er ekk­ert ósvipað og Covidtest­in. Sum­ir segja, ástæðan fyr­ir því er að við erum með svona mörg smit er af því að við test­um svo marga. Lausn­in er því að hætta að testa. Hætta að finna smit­in og vera þægi­lega óupp­lýst­ur hvað ástandið er vont. Ég fór í Covid test hjá Kára í vor. Ég fékk nei­kvæða niður­stöðu með þess­um varnagla að þó að ég sé ekki með Covid núna þýðir það ekki að ég geti ekki fengið Covid.

“Frá: Sótt­varn­ar­lækni og Íslenskri erfðagrein­ingu: Þú ert ekki með COVID-19 sjúk­dóm­inn. Þessi niðurstaða úti­lok­ar ekki að þú fáir sjúk­dóm­inn síðar. Ef þú veikist seinna með flensu­lík ein­kenni, hita, bein­verki og hósta þarf að meta hvort þörf er á nýrri sýna­töku.”

Hins veg­ar ef gild­in þín eru fín þá færðu eng­an varnagla. Ekk­ert þú verður samt að passa þig því fín gildi í dag eru ekki ávís­un á framtíðar­gildi. Ekk­ert ef þú ert kom­in á þenn­an ald­ur þá ætt­ir þú að koma í tékk einu sinni á ári þannig að við get­um greint vanda­mál­in áður en þau verða óyf­ir­stíg­an­leg. Marg­ir vilja líka meina að genin ráði öllu um þetta og því skipti ekki öllu máli hvað þú ger­ir. Annað hvort ertu með þessi gen eða ekki. Ég hafði þetta viðhorf í 20 ár. Ég gat ekki létt mig því ég var með genin henn­ar föðurömmu minn­ar. Þess vegna þýddi ekk­ert að reyna. Það myndi ekki bera ár­ang­ur. Þetta vissi ég þar sem ég var búin að reyna allt. Prófa allskon­ar án þess að vita hvað ég þyrfti að prófa.  Þegar ég var 12 ára, átti ég 2 lang­ömm­ur, 2 langafa, 2 ömm­ur og 2 afa á lífi. Ég vissi því ná­kvæm­lega hverj­ir voru grann­ir og hverj­ir ekki. Ég hefði getað sagt, ég er með genin henn­ar Ásu lang­ömmu sem var grönn alla ævi. Þess í stað sagði ég við sjálfa mig að ég væri með genin henn­ar föðurömmu minn­ar til að bakka upp mín­ar rang­hug­mynd­ir og hvers vegna það þýddi ekk­ert að reyna. Þetta var jú skrifað í DNAið mitt.

Þú ert svo fana­tísk

Þegar fólk mis­not­ar áfengi og hætt­ir að drekka fær það mikið og al­mennt hrós frá sam­fé­lag­inu. Mikið er hún Sigga dug­leg að geta hætt að drekka. Fólk fagn­ar því að hafa ekki drukkið í ár, tutt­ugu­ár etc og all­ir sam­gleðjast. Sama gild­ir um fólk sem hætt­ir að reykja og nota fíkni­efni. Svo er það skrýtna fólkið. Þetta sem er svo man­ískt. Fólk sem hætt­ir að borða syk­ur, nammi, kök­ur og leyf­ir sér ekki neitt. Það er nú eitt­hvað skrýtið. Það verður jú að leyfa sér smá. Fáðu þér eina kökusneið, þú fitn­ar ekki af henni. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég heyrði það í hvert skipti sem ég hætti að borða syk­ur tíma­bundið. Ég velti því fyr­ir mér hvers vegna er svona mik­inn mun­ur á al­menn­ings­álit­inu eft­ir því hvaða fíkn fólk tek­ur út. Fyr­ir suma er það áfengi fyr­ir aðra er það syk­ur. Hvers vegna er það smart að geta hætt að drekka en fana­tískt að taka út ákveðna mat­vöru?

Ultra­form

Ég kynnt­ist tím­un­um hjá Sig­ur­jóni Erni í Ultra­form í gegn­um Hall­dóru Gyðu vin­konu. Mjög margt já­kvætt sem hef­ur gerst í mínu lífi síðustu ár teng­ist henni. Hún er al­gjör fyr­ir­mynd. Mér fannst ég vera kom­in heim þegar ég prófaði tím­ana hjá Sig­ur­jóni. Þetta eru litl­ir hópa­tím­ar og eft­ir mánuð fann ég gíf­ur­leg­an mun á styrk. Hann er með mæl­ing­ar í upp­hafi og lok mánaðar og það er mjög gam­an að sjá fram­far­irn­ar sem eiga sér stað. Það hent­ar mér vel að vera í litl­um hóp. Þar sem hóp­arn­ir eru litl­ir þá nær hann að halda vel utan um hvern og einn og ég hlakka mikið til að sjá fram­far­irn­ar um ára­mót­in. Við erum búin að setja mér mark­mið um fram­far­ir og það þýðir ekk­ert annað en að standa sig. Ultra­form er lít­il stöð og það er eig­and­inn sem þjálf­ar og er alltaf á staðnum. Fannst einn æf­inga­fé­lag­inn minn segja þetta svo vel þegar hún sagði: Ég hef aldrei verið á svona hreinni stöð. Sig­ur­jón spritt­ar sjálf­ur tæk­in á milli æf­inga og pass­ar svo vel upp á allt. Það eru einnig mjög góðar teygj­ur eft­ir hvern tíma. Ég fór í prufu­tíma og var svo “hepp­in” að þetta var stöðumat. Ég gat ekki gengið dag­inn eft­ir vegna harðsperra. Mér leið eins og eft­ir Jök­ul­arsár­hlaupið sem var ca 5 tíma ut­an­vega­hlaup. Var líka ógöngu­fær þá. Mánuði seinna var aft­ur stöðumat, ég bætti mig heil­mikið en dag­inn eft­ir fann ég eng­ar harðsperr­ur sem seg­ir mér að ég hefði mátt taka mun meira á í þessu stöðumati. Ég hrein­lega þorði því ekki minn­ug ógeðsharðsperr­anna sem ég fékk eft­ir fyrsta tím­ann.

Ég hlakka til að sjá sam­spil Ultra­form og Green­fit á mína heilsu á næstu mánuðum og að sjá gild­in mín lækka.

Það skipt­ir engu hvaða mark­mið þú hef­ur. Eina sem skipt­ir máli er að byrja. Tím­inn líður hvort sem er og það versta sem þú ger­ir er að vakna upp mörg­um árum seinna og hafa aldrei reynt, aldrei byrjað.

Hægt er að fylgj­ast með veg­ferð Ásdís­ar á In­sta­gram

 

View this post on In­sta­gram

Það sem ég er enda­laust ánægð að hafa fundið @ultra­form.is og @sig­ur­jonern­ir í gegn­um @hall­matt vin­konu. Þetta eru tím­arn­ir sem ég er búin að leita að í ára­tugi. Fjöl­breytt­ir, alltaf eitt­hvað nýtt og lít­ill hóp­ur. Hlakka alltaf til að mæta og eft­ir mánuð finn ég mik­inn mun á styrk. Tók­um styrktar­próf í byrj­un og svo aft­ur í gær. Eft­ir fyrra prófið var ég ógöngu­fær í 3 daga út af harðsperr­um. Þorði því ekki að fara all in núna en vaknaði í morg­un með eng­ar harðsperr­ur 💪 Töl­urn­ar. 2 km hlaup - 9.30 / 9.45 2 mín arm­beygj­ur (í teygju) 40/​52 2 mín situp 30/​43 2 mín frosk­ar 0/​23 2 mín hné­beygj­ur 71/​78 2 mín ASB 22.5/​22.4 Þreytt í hlaup­inu og á hjól­inu en mjög ánægð með annað Sig­ur­jón setti upp töl­ur fyr­ir næsta test og ekk­ert annað að gera en að skrifa það niður og hlýða... 2 km hlaup 9.30/​9.45 - 9.20 2 mín arm­beygj­ur (í teygju) 40/​52 -60 2 mín situp 30/​43 - 47 2 mín frosk­ar 0/​23 - 25 2 mín hné­beygj­ur 71/​78 - 85 2 mín ASB 22.5/​22.4 - 25 #miðaldra­kon­an #afþvíé­ggetþað #bara­eitt­lif #ultra­form

A post shared by Ásdís Ósk Vals­dótt­ir (@as­disoskvals) on Aug 25, 2020 at 1:14am PDT

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda