„Mig langar bara ekki í sykur“

Arndís Kjartansdóttir segir lífið öðruvísi eftir að hún ákvað að …
Arndís Kjartansdóttir segir lífið öðruvísi eftir að hún ákvað að hætta að borða sykur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arn­dís Kjart­ans­dótt­ir sér­fræðing­ur á sviði tölvuþjón­ustu er áhuga­söm um heil­brigt mataræði. Stór hluti auka­tíma henn­ar fer í að prófa sig áfram í eld­hús­inu og hef­ur hún sér­stak­lega gam­an af því að prófa nýj­ar syk­ur­laus­ar upp­skrift­ir. Hún er þátt­tak­andi í syk­ur­laus­um sept­em­ber og hef­ur verið án syk­urs og kol­vetna í 20 mánuði. Hún hvet­ur fólk til að láta mat­inn vera lyfið sitt og lyfið vera mat­inn sem það borðar.  

Hvers vegna ákvaðstu að verða syk­ur­laus á sín­um tíma?

„Mig langaði að gera breyt­ing­ar á mataræðinu mínu. Ég var að borða venju­legt ís­lenskt mataræði sem á köfl­um var ekk­ert sér­lega hollt. Ég var að fylgj­ast með Maríu Kristu Hreiðars­dótt­ur á Snapchat og langaði að prófa Keto eins og hún. Ég fór að kynna mér Keto mataræðið. Ég á það til að sökkva mér mjög niður í eitt­hvað sem ég fæ áhuga á. Ég reyndi að fræðast um alla heilsu­fars­legu ávinn­ing­ana af mataræðinu og komst að því að þetta væri eitt­hvað sem mig langaði að prófa því kost­irn­ir voru svo marg­ir. Ég byrjaði á keto 7. janú­ar 2019 og hef ekki tekið eitt hliðarspor síðan.“

Hvað mæl­ir þú með fyr­ir þá sem vilja prófa þessa áskor­un í mánuðinum?

„Að flækja mál­in ekki of mikið. Ég mæli með að taka út all­ar mat­vör­ur sem inni­halda hvít­an syk­ur og all­ar mikið unn­ar mat­vör­ur með löng­um inni­halds­lýs­ing­um. Að hafa elda­mennsk­una ein­falda, með fáum ein­föld­um hrá­efn­um. Syk­ur kall­ar á meiri syk­ur og því er mik­il­vægt að borða eitt­hvað mett­andi eins og prótein og fitu fyrri part dags til að halda niðri syk­ur­púk­an­um.“

Hvaða breyt­ing­ar upp­lifðir þú í kjöl­far þess að hætta að borða syk­ur?

„Ég upp­lifði ótrú­leg­ar breyt­ing­ar á orku og öll hugs­un varð mun skarp­ari og skýr­ari. Ég finn aldrei þreytu, ork­an er jöfn all­an dag­inn og ég virðist hafa minni þörf fyr­ir svefn en áður. Ég sef vel og vakna út­hvíld. Ég hef ekki orðið veik síðan ég breytti mataræðinu. Ég tek eng­ar um­gangspest­ir eða kvef. Blóðþrýst­ing­ur­inn er orðinn eins og hjá ung­lingi og blóðsyk­ur­inn er í góðu jafn­vægi. Ég er nokkr­um kíló­um létt­ari líka sem var aldrei aðal­mark­miðið held­ur aðeins góður fylgi­fisk­ur þess að hætta að borða syk­ur. Aðal­mark­miðið var betri heilsa til framtíðar. Ein skemmti­leg auka­verk­un af Keto mataræðinu hjá mér virðist líka vera sú að starra­fló­in vill ekki leng­ur blóðið mitt. Ég á 2 kis­ur og var vön að vera út­bit­in af starra­fló næst­um árið um kring. Ég hef ekki fengið eitt bit síðan ég breytti mataræðinu.“

Hvernig var lífið áður?

„Lífið fyr­ir lífs­stíls­breyt­ing­una var ágætt. Ég var þó að síga upp á við í þyngd og blóðþrýst­ing­ur­inn var líka far­inn að hækka. Ég var oft þreytt og fannst ég þurfa að sofa 10 tíma um helg­ar og átti auðvelt með það. Eins var ég far­in að leyfa mér að borða sæt­indi dag­lega og átti oft nammi í skúff­unni í vinn­unni.  Mér líkaði ekki vel þessi lífs­stíll sem ég hafði til­einkað mér og vildi breyta því.“

Hvernig er lífið núna?

„Ég finn mest fyr­ir því að vera með meiri orku og síðan er hugs­un­in mjög skörp. Það er kannski erfitt að út­skýra með orðum, en heil­a­starf­sem­in er betri. Heil­inn okk­ar er eins og hybrid bíll, hann get­ur nýtt sér orku úr glúkósa og ket­on­um. Ég er að út­vega hon­um báða orku­gjaf­ana með því að vera á mínu mataræði. Heil­inn býr sjálf­ur til þann glúkósa sem hann þarfn­ast og svo hef­ur hann ketón­ana sem auka orku­gjafa svo það er ekki skrítið að maður upp­lifi alla þessa orku og skýr­leika í hugs­un þegar maður er með 2 orku­gjafa fyr­ir heil­ann. Mataræðið er komið í rútínu hjá mér núna og mér finnst það ekk­ert flókið eða mikið mál. Ég sakna þess ekki að borað syk­ur og á ekk­ert erfitt með að hafa syk­ur­sæt­ar vör­ur fyr­ir fram­an mig og sleppa að borða þær. Mig lang­ar bara ekki leng­ur í syk­ur. Það fylg­ir því mikið frelsi að vera ekki háður sykr­in­um, að geta valið holl­ar mat­vör­ur og vitað að maður er að næra lík­ama og sál á besta mögu­leg­an hátt. Mér finnst ég eig­in­lega hepp­in að til­heyra þess­um hópi fólks sem hef­ur tekið stjórn á eig­in heilsu og það besta er að all­ir eru vel­komn­ir í þenn­an hóp. Það er eng­inn sem stopp­ar þig nema þú sjálf­ur.“

Hvað viltu segja við þá sem treysta sér ekki í svona áskor­un?

„Ég myndi segja þeim að byrja á því að kynna sér skaðsemi syk­urs. Maður þarf nefni­lega að vera til­bú­inn and­lega til að henda sykr­in­um út úr líf­inu. Ég er á því að þegar fólk átt­ar sig á hvað syk­ur er skaðsam­ur heils­unni, sé auðveld­ara að halda sig frá hon­um.

Sept­em­ber er fínn tími til að prófa syk­ur­laust líf. Sum­um hent­ar að demba sér bara út í þetta og henda öll­um sykri út. Aðrir vilja gera þetta hægt og ró­lega og byrja á að taka út sæl­gæti, kex og kök­ur, eða þess­ar aug­ljósu syk­ur­mat­vör­ur. Ég held að það sjái eng­inn eft­ir því að hafa prófað syk­ur­laust líf. Maður veit ekki hvernig það er nema að prófa. Það er hægt að finna stuðnings­hópa á Face­book sem styrkja mann og hjálpa mikið.“

Upp­lifðir þú frá­hvörf­s­ein­kenni frá sykri?

„Já vegna þess að ég demdi mér bara í Keto mataræðið strax í upp­hafi þá borðaði ég aðeins 20 g af kol­vetn­um á dag. Kol­vetni binda vökva í lík­am­an­um og þegar maður sker svona hressi­lega niður kol­vetn­in þá upp­lifði ég vökvaskorts­ein­kenni til að byrja með. Það er hægt að koma í veg fyr­ir slíkt með því að vera dug­leg­ur að drekka, taka inn steinefna­töfl­ur, sölt og fá sér súpu­ten­ing í heitt vatn.“

Hvernig bregst fólk við breyttu mataræði?

Ég verð ekki vör við mik­il viðbrögð frá fólki í kring­um mig. Þótt sum­um finn­ist ef­laust erfitt að vita ekki hvað megi bjóða mér upp á í mat­ar­boðum eða veisl­um. 

Fyr­ir mig er þetta ekk­ert mál. Mér er al­veg sama þótt ég borði ekk­ert af veislu­borðinu. Ég tek bara með mér mína syk­ur­lausu kökusneið eða súkkulaðibita. Það er alltaf hægt að finna syk­ur- og kol­vetnalausa val­kosti í mat og drykk og úr­valið af slík­um vör­um er alltaf að aukast í versl­un­um og á veit­inga­stöðum.“

Arndís segir alltaf hægt að fá sér eitthvað sykurlaust í …
Arn­dís seg­ir alltaf hægt að fá sér eitt­hvað syk­ur­laust í veisl­um. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Eitt­hvað að lok­um?

„Það er al­veg magnað hvað hægt er að gera sjálf­ur til að há­marka lík­urn­ar á góðri heilsu. Ég trúi því að við þurf­um ekki efni, lyf eða aðrar töfra­formúl­ur, held­ur ein­ung­is venju­leg­an holl­an og nær­ing­ar­rík­an mat sem er þannig sam­sett­ur að hann lækn­ar lík­ama þinn og stuðlar að heil­brigðum efna­skipt­um. 

Þú átt þenn­an eina lík­ama og það er í þínu valdi að næra hann rétt og minnka lík­ur á að hann þrói með sér efna­skipta­villu og aðra lífs­stíls­sjúk­dóma. Láttu mat­inn vera lyfið þitt og lyfið þitt vera mat­inn sem þú borðar!“

Lang­ar þig að taka þátt í Syk­ur­laus­um sept­em­ber á Smartlandi? Vertu með okk­ur í Face­book-hópn­um Syk­ur­laus sept­em­ber á Smartlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda