Knattspyrnumaðurinn Bergsveinn Ólafsson, eða Beggi Ólafs, eins og hann er kallaður er mikill sérfræðingur í plöntumataræði. Í dag verður hann í Nettó á Granda með sérstakan boost bar þar sem hann töfrar ljúffenga drykki. Verður barinn opinn milli 16.00 og 17.30.
„Hann mun bjóða upp á græna ofurhræringinn sem er sneisafullur af hollustu af lífrænum ávöxtum og grænmeti frá Anglamark sem er lífrænt merki Nettó flytur sérstaklega inn. Þetta er fyrsta kynningin af nokkrum sem eru framundan. Því boost barinn mun flakka á milli Nettó verslana á næstu dögum og við tengjum þetta verkefni til vekja athygli á minni sóun og betri nýtingu matvæla. Það er tilvalið til dæmis að nýta ávexti sem nálgast síðasta söludag í boost. Hver kannast ekki við að gera bananabrauð úr bönunum sem eru að renna út á tíma. Boost er líka tilvalin leið til að fullnýta hráefnin sem til eru í ísskápnum,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir markaðsstjóri Samkaupa sem rekur Nettó.
Græni ofurhræringurinn
1 bolli frosið spínat Anglamark
1 banani
1 msk hörfræ Anglamark
1 bolli mangó
Vatn og klakar
Ónæmiskerfið
1 stk paprika
1 stk Appelsína
1 bolli frosið Spínat Anglamark
1 rifu af engiferrót
Vatn og klakar
Súkkulaðibomban
1 banani
1 msk chiafræ
Frosin bláber Anglamark
Möndlusmjör
Koko sykurlausa kókosmjólkin og klakar
Próteinmikli
1 Banani
1 msk hampfræ (himnensk hollusta)
1 bolli frosin jarðaber Anglamark
1 msk hnetusmjör
Koko sykurlausa kókosmjólkin og klakar
Nú stendur yfir Sykurlaus september á Smartlandi. Taktu þátt í átakinu á Facebook. Smelltu HÉR.