Miklu léttari á sér núna en síðast

Ásdís Ósk Valsdóttir.
Ásdís Ósk Valsdóttir.

„Hvað er málið með það? Er ekki nóg að taka þessa Land­vætti einu sinni?, jú fyr­ir flesta. Ég á reynd­ar vini sem hafa tekið Land­vætt­ina 4-5 sinn­um en flest­ir gera þetta einu sinni. Ég skráði mig í Land­vætt­ina 2018 og mark­miðið var skýrt. Klára Land­vætt­ina 2019 og finna mér svo kær­asta. Ein­falt og þægi­legt. Eins og mörg frá­bær plön þá gekk þetta plan ekki al­veg upp og viku fyr­ir aðra þraut­ina sem er 60 km fjalla­hjóla­keppni kennd við Bláalónið datt ég á hjóli, lenti í gifsi og gat því ekki tekið þátt í Bláalónsþraut­inni. Ég sleppti svo sund­inu þar sem sundið var mín lang­versta grein og þegar ég losnaði við gifsið þá var kom­in smá vill­isund­sótti í mig og ég hrein­lega treysti mér ekki í sundið. Mér fannst líka að ég gæti al­veg eins tekið sundið og fjalla­hjólið 2020. Skipti kannski ekki öllu máli hvort að ég myndi klára Land­vætt­ina í Bláalónsþraut­inni eða Urriðavatns­sund­inu. Ég sá líka einn stór­an kost við að klára Urriðavatnið sein­ast. Ég myndi fá heilt ár í viðbót til að æfa mig og okk­ar á milli þá veitti mér ekk­ert af því. Sund hef­ur alltaf verið mitt akki­les­ar­hæll og ég var ennþá að leita að sund­gleðinni þegar þarna var komið við sögu,“ seg­ir Ásdís Ósk Vals­dótt­ir fast­eigna­sali og miðaldra kona í sín­um nýj­asta pistli: 

Planið end­ur­skrifað

Ég ákvað því að end­ur­skrifa planið. Þegar ég skráði mig í Land­vætt­ina vissi ég að ég þyrfti að setja  all­an fókus á æf­ing­ar fyr­ir Land­vætt­ina þar sem það eina sem ég kunni þegar ég skráði mig var að hlaupa. Ég hafði hlaupið einu sinni 10 km í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu en annað var óskrifað blað. Ég skráði mig í Fossa­vatns­göng­una sem er 50 km göngu­skíðakeppni án þess að hafa nokk­urn tím­ann stigið á göngu­skíði. Ég skráði mig í Bláalónskeppn­ina sem er 60 km fjalla­hjóla­keppni án þess svo mikið sem hafa séð fjalla­hjól og það voru svona ca 20 ár síðan ég hafði síðast farið út að hjóla. Ég skráði mig í Urriðavatns­sundið sem er 2.5 km vill­isund án þess að kunna skriðsund og geta að há­marki synt ca 1.000 metra bring­u­sund á góðum degi og ég skráði mig í Jök­uls­ár­hlaupið sem er 33 km ut­an­vega­hlaup þegar ég átti ekki einu sinni ut­an­vega­skó hvað þá að hafa hlaupið ein­hvern tím­ann ut­an­vega­hlaup.

Masterplanið var sem sagt að klára Land­vætt­ina og finna mér svo kær­asta. Ég var búin að vera ein­hleyp í nokk­ur ár og búin að nýta tím­ann í að finna sjálfa mig og vinna í sjálfri mér. Þegar ég datt út úr Bláalón­inu sá ég strax að ég myndi ekki klára Land­vætt­ina fyrr en 2020 og mér fannst það full­lang­ur tími til að setja kær­asta­mál­in á ís. Ég ákvað því að finna mér fyrst kær­asta og svo klára Land­vætt­ina. 

Ertu ekki full man­ísk?

Þessi ákvörðun mín að skrá mig í Land­vætt­ina vakti ekki mikla lukku svona yfir heild­ina. Ansi marg­ir fundu sig knúna til að benda mér á allt sem mig skorti til að verða Land­vætt­ur. Sem sagt þekk­ingu á þess­um 4 íþrótta­grein­um og get­una til að stunda þær. Ég ákvað að hunsa all­ar þess­ar ráðlegg­ing­ar þar sem innst inni var ég al­gjör­lega sann­færð að ég gæti þetta. Ég þyrfti bara að leggja meira á mig en marg­ir sem hafa klárað Land­vætt­ina. Ég setti mér líka hóf­leg mark­mið strax í upp­hafi. Ég væri að keppa við sjálfa mig og eng­an ann­an og það væri dá­sam­leg­ur bón­us að vera í topp 90% af þátt­tak­end­um, s.s, í neðstu 10% og klára þraut­irn­ar. Það gekk næst­um því eft­ir. Ég kláraði 2 þraut­ir af 4 og náði mín­um mark­miðum í þeim báðum.

Að vera byrj­andi

Auðvitað er krefj­andi að fara að æfa 4 nýj­ar grein­ar á sama tíma. Ég þurfti að setja mín æf­inga­plön í excel og ég þurfti að vera gíf­ur­lega skipu­lögð. Sem bet­ur fer elska ég bæði excel og að skipu­leggja. Ég var svo hepp­in að Hilda vin­kona ákvað að skella sér í þessa veg­ferð með mér og ég hefði lík­lega ekki klárað þetta án henn­ar. Ut­an­um­haldið í Land­vætt­un­um sjálf­um er síðan al­gjör­lega til fyr­ir­mynd­ar. Ég veit að það var mikið gæfu­spor að fara í Land­vætt­ina. Þau halda utan um alla, al­veg sama á hvaða getu­stigi þeir eru. Reynd­ar eru grunn­kröf­ur sem þú þarft að upp­fylla til að mega taka þátt í Land­vætt­un­um og ég upp­fyllti þær. Þjálf­arat­eymið er frá­bært og með þeim náði ég að brjóta hvern þæg­ind­aramm­ann á fæt­ur öðrum. Ég hefði ekki sigr­ast á loft­hræðslunni nema með þeirra aðstoð. Ég gæti talið enda­laust upp hvað ég er þakk­lát fyr­ir en fyrst og fremst er ég þakk­lát fyr­ir að þetta pró­gramm er til þar sem ég hefði aldrei getað klárað þetta ein og óstudd.

Planið breyt­ist aft­ur

Fyrst að ég kláraði ekki 2019 þá ákvað ég að klára 2020 með því að skrá mig í þraut­irn­ar sjálf. Síðan var þríþrauta­deild­in með æf­inga­ferð til Þýska­lands í júní þannig að ég skráði mig í Ólymp­íska þríþraut og svo voru ein­hvern veg­inn all­ir á leiðinni í hálf­an járn­karl á Norður Ítal­íu í sept­em­ber þannig að ég skráði mig líka í hann.  Ég byrjaði að æfa með þríþrauta­deild Breiðabliks um haustið þannig að sundið, hjólið og hlaupið voru í góðu lagi. Ég þurfti svo að passa að fara reglu­lega á göngu­skíði þannig að til að bæta mig skráði ég mig á göngu­skíðanám­skeið á Ísaf­irði í lok fe­brú­ar.  Fyrsti skell­ur­inn kom í fe­brú­ar. Það var ófært á Ísa­fjörð þannig að ég missti af nám­skeiðinu. Svo kom Covid og þríþraut­in var felld niður og svo járn­karl­inn. Svo var Fossa­vatnið blásið af, svo var Bláalóns­hjólið blásið af, svo var Urriðavatns­sundið blásið af. Ég man ekk­ert hvort að Jök­uls­ár­hlaupið var blásið af en þegar Fossa­vatnið og þríþraut­in í júní voru blás­in var, var ég kom­in í keppn­is­bug­un. Ég ákvað því að nota 2020 til að bæta mig og æfa ein­göngu gleðinn­ar vegna. Það reynd­ist vera ágæt­isákvörðun og hef­ur í raun verið mjög gam­an og eng­inn pressa. Ég ákvað hins veg­ar að 2021 myndi ég klára Land­vætt­inn og þannig loka upp­haf­legu plani og var því ör­ugg­lega fyrst á skrá mig í pró­grammið fyr­ir 2021.

Beinþéttni­mæl­ing

Ég byrjaði að hjóla 2019 og eft­ir nokkr­ar vik­ur á racer ákvað ég að fjár­festa í hjóla­skóm. Í annað eða þriðja skiptið á hjóla­skón­um datt ég og endaði upp á slysó í gifsi. Ári seinni fór ég aft­ur á útiæf­ing­ar á racer, eft­ir nokkr­ar vik­ur fékk ég loks­ins kjarkinn að fara í hjóla­skóna. Í annað eða þriðja skiptið á hjóla­skón­um datt ég og endaði upp á slysó í gifsi. Þegar fólk heyr­ir þetta þá er það alltaf fyrsta ráðlegg­ing að ég þurfi að skella mér í beinþéttni­mæl­ingu. Ég er ekki viss um að vanda­málið sé beinþéttn­in þar sem í bæði skipt­in þegar ég hef endað í gifsi er ég óbrot­in. Í fyrra skiptið gleymd­ist nú bara að láta mig vita að ég væri óbrot­in og mætti láta taka gifsið dag­inn eft­ir að ég datt þannig að ég var óvart í gifsi í 12 daga. Í seinna skiptið var ekki skýrt hvort að þetta væri brot eða ekki þannig að til ör­ygg­is var ég sett í gifs í 10 daga.

Ósam­vinnuþýð þvag­blaðra

Þegar kona er orðin fimm­tug og á því fimm­tuga þvag­blöðru sem að auki hef­ur þurft að deila heim­ili sín­um með þrem­ur börn­um í 9 mánuði þá er þvag­blaðran ekki alltaf sú sam­vinnuþýðasta. Ég man að minn helsti ótti við Fossa­vatnið var ekki að þetta væri 50 km skíðaganga eða að ég yrði svöng eða að ég myndi frjó­sa í hel á heiðinni held­ur að þvag­blaðran færi í óum­beðna yf­ir­vinnu. Hún hef­ur reynd­ar verið nokkuð sam­vinnuþýð þegar ég er að keppa en á öðrum tím­um fer hún í staðinn stund­um á yf­ir­snún­ing. Ég ákvað að gera til­raun með hana í sum­ar hvort að ég gæti tjónkað eitt­hvað við hana. Alltaf þegar ég man eft­ir því geri ég 20 grind­ar­botnsæfing­ar. Hversu oft man ég eft­ir því, svona 10* á dag þannig að ég fór úr því að gera eng­ar grinda­botnsæfing­ar á dag í svona 200. Mun­ur­inn sem ég finn er gíf­ur­leg­ur. Í staðinn fyr­ir að fara út að hlaupa og þurfa að henda mér beint á sal­ernið þá get ég farið inn, fengið mér vatn, hent í þvotta­vél, tekið úr þurrk­ar­an­um, brotið sam­an og skrifað á Stra­va núm­er hvað þessi æf­ing var á ár­inu. Allt í einu er hún sam­vinnuþýð þessi elska og ekk­ert vesen á henni. Það er því eins gott að gleyma þessu ekki að gera grind­ar­botnsæfing­arn­ar.

Kynn­ing­ar­fund­ur Land­vætta

Kynn­ing­ar­fund­ur Land­vætta var hald­inn fyr­ir nokkr­um dög­um. Hann fór fram á Zoom í staðinn fyr­ir þétt­setn­um sal eins og síðast, útafdottlu.

Það var farið yfir æf­inga­pró­gram, æf­inga­ferðir og skipu­lag. Síðast þegar ég sat á þess­um fundi fékk ég tölu­vert af nett­um kvíðaköst­um. Mér fannst æf­inga­álagið gíf­ur­lega mikið og ég kveið mikið fyr­ir því að fara á göngu­skíðum í Land­manna­laug­ar sem og að hlaupa Fimm­vörðuháls­inn og svo var all­kon­ar annað sem var að stressa mig.

Tveim­ur árum seinna er ein­göngu til­hlökk­un í mér. Ég veit hvað ég er að fara út í og ég er í miklu betra formi þannig að ég neyðist víst til að hækka mark­miðin mín. Að vera í topp 90% er kannski ekki ásætt­an­legt leng­ur. Sundið var alltaf minn akk­els­ar­hæll. Það tók mig 2 mánuði að geta synt skriðsund 50 m í einu. Ég hélt grín­laust að ég myndi aldrei ná því. Sam­kvæmt plani þá er gert ráð fyr­ir því að fólk syndi alltaf 500 m einu sinni í viku til að byrja með. Þetta er til að fólk komi sér í sund­gír­inn. Sundið er yf­ir­leitt sú grein sem flest­ir eiga erfiðast með. Svo eykst æf­inga­álagið eft­ir því sem nær dreg­ur keppn­un­um. Mér fannst þetta gíf­ur­lega mikið átak að synda 500 m. einu sinni í viku og miklaði þetta mikið fyr­ir mér. Um helg­ina skellti ég mér á Garpa­sundæf­ingu og synti 1.500 m og þar sem hjólaæf­ing­in féll niður útafdottlu þá skellti ég mér í morg­unsund og synti 2.000 m skriðsund.

Þegar ég var í sundupp­reisn­inni, vildi að ég yrði massagóð í skriðsundi án þess að mæta mjög oft þá ræddi ég þetta við nokkra sem voru miklu betri en ég í sundi, s.s. sundþjálf­ara og þríþrauta­fólk. Það var sam­dóma álit allra að hæfni mín í sundi væri bein­tengd mæt­inu á æf­ing­ar, eins skrýtið og það nú er.

Allt hægt ef vilj­inn er fyr­ir hendi

Þegar ég hugsa til baka þá finnst mér ótrú­legt að ég hafi fundið sund­gleðina og ég að fari sjálf­vilj­ug í sund og syndi 2.000 m skriðsund þegar ég gat ekki synt 50 m á sama tíma fyr­ir tveim­ur árum.

Ég hlakka gíf­ur­lega til að fara aft­ur í Land­vætt­ina og ég hlakka einna mest til að klára Vill­isundið af því að í fyrsta skipti á æv­inni er ég sann­færð um að þetta sund verði skemmti­legt.

Það skipt­ir í raun engu máli hvaða ár­angri þú vilt ná. Þú get­ur það ef þú virki­lega virki­lega vilt það, það tek­ur bara mis­lang­an tíma. Hjá mér tók það 2 ár að læra að elska skriðsund og hlakka til að mæta á æf­ing­ar. Hjá öðrum tek­ur það viku.

Það er allt önn­ur Ásdís sem er að mæta í Land­vætt­ina núna en fyr­ir tveim­ur árum. Þessi sem skráði sig 2018 var í mun verra formi og þyngri. Hvað kem­ur þyngd mál­inu við? Þegar þú tek­ur með þér auka 5 eða 10 kíló í hlaup, hjól eða hvaðeina þá ertu bæði að reyna meira á liðina sem og þú ert ein­fald­lega hæg­ari. Ég er loks­ins búin að finna hvaða mataræði hent­ar mér með aðstoð Green­fit.is og þar fékk ég líka leiðbein­ing­ar um æski­legt æf­inga­álag. Ég ætla að halda áfram að finna leiðir til að besta mig.

Eft­ir að ég áttaði mig á því að ég er ekki í sam­keppni við neinn ann­an en sjálfa mig þá varð lífið miklu auðveld­ara. Það skipt­ir engu máli þó að Jón syndi hraðar eða Gunna hlaupi hraðar. Það sem skipt­ir máli að ég sé heil­brigðari og ánægðri með lífið og ég viti að mín heilsa er und­ir mér kom­in og eng­um öðrum

Hægt er að fylgj­ast með veg­ferð Ásdís­ar á in­sta­gram: as­disoskvals

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda