Hörkugóðar æfingar fyrir rassvöðva

Næstu vikur taka mbl.is og Hreyfing höndum saman og koma með líkamsræktina heim í stofu. Alls verða tíu þættir sýndir á mbl.is þar sem farið er yfir fjölbreyttar æfingar sem hægt er að gera heima. Í þætti dagsins sýnir Anna Eiríksdóttir góðar styrkjandi æfingar sem einblína á rass- og lærvöðva.

Nýr þáttur verður frumsýndur á mánudags-, miðvikudags- og föstudagsmorgnum. Þjálfarar Hreyfingar leiða áhugasama í gegnum fjölbreyttar æfingar sem eru sérstaklega samsettar til að þjálfa helstu vöðvahópa líkamans, bæta vellíðan og auka þol.

Meðal æfinga eru styrktaræfingar, jóga, dans, hugleiðsla, teygjur, þolæfingar og pílates. Í fyrsta þættinum sýnir Anna Eiríksdóttir rass- og lærvöðvaæfingar þar sem unnið er rólega með eigin líkamsþyngd. Einföld en árangursrík æfing sem gott er að gera 2-3x í viku. Hleðsla og Floridana eru einnig styrktaraðilar þáttanna.

Þættina má finna á forsíðu mbl.is og á slóðinni www.mbl.is/heimahreyfing.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál