Nálgast kjörþyngd eftir 25 ár

Ásdís Ósk Valsdóttir.
Ásdís Ósk Valsdóttir.

„... Cause for twenty four ye­ars I have been li­ving next door to Alice Twenty four ye­ars, just wait­ing for a chance ...

Marg­ir kann­ast við þetta texta­brot með Smokie.

Eft­ir að ég byrjaði mína veg­ferð í átt að heil­brigðara lífi hef­ur þetta texta­brot ít­rekað komið upp í huga mér,“ seg­ir Ásdís Ósk Vals­dótt­ir miðaldra kona og fast­eigna­sali í sín­um nýj­asta pistli

Þegar ég byrjaði þá hélt ég að það tæki 12 mánuði að hreinsa til og ég yrði kom­in í kjörþyngd al­heil­brigð eft­ir 12 mánuði. Núna rúm­um 3 árum síðar er ég loks­ins að kom­ast í jafn­vægi. Ég hef sagt það ít­rekað að ef ég vissi að það myndi taka mig 3-5 ár að núllstilla mig og kom­ast í jafn­vægi þá hefði ég aldrei nennt í þess veg­ferð. Þetta hefði verið of mik­il vinna, of mikl­ar fórn­ir. Þegar ég lít til baka þá hafa þessi 3 ár liðið gíf­ur­lega hratt og ég er svo þakk­lát fyr­ir að hafa ekki vitað bet­ur.

Hvaða máli skipt­ir það hvað þetta tek­ur lang­an tíma? Núna veit ég að þetta er ævi­langt verk­efni og ég nýt þess að fínstilla mig. Finna út hvað virk­ar og hvað virk­ar ekki. Fyr­ir mig snýst þetta um að njóta ferðar­inn­ar (lærði það loks­ins). Þegar ég lít til baka þá tók það mig 20 ár að kom­ast á þenn­an stað. Lík­lega er það frek­ar óraun­hæft að ætl­ast til að geta lagað allt á 12 mánuðum.

Það voru 2 stór­ir áfang­ar hjá mér í vik­unni.

Ég sá 68.9 kg á vigt­inni. Í heila viku hef ég verið und­ir 70 kg sem bend­ir til þess að lík­am­inn sé far­inn að samþykkja þessa tölu og sé kom­inn í ákveðið jafn­vægi með hana. Ég hef ekki séð 68.x á vigt­inni síðan 1999.

Ég kom gamla gift­ing­ar­hringn­um mín­um upp. Hann var klippt­ur af mér þegar Vikt­or Logi var smá­barn eða fyr­ir ca 18 árum og hann passaði aldrei aft­ur. Hvers vegna var hann klippt­ur af? Ég hafði sofnað með hann og vaknaði með þrútna fing­ur eins og svo oft áður. Nögl­in var orðin blá og það var hjart­slátt­ur í fingr­in­um. Þetta varð valið um að klippa hring­inn af  fingr­in­um eða fórna fingr­in­um. Ég neitaði að láta stækka hann, ætlaði alltaf að passa aft­ur í hann. Fannst að ef ég myndi láta stækka hann þá væri ég að samþykkja nýj­an veru­leika sem ég var ekki til­bú­in til að gera. Núna get ég ekki notað hring­inn sem ég fékk í jóla­gjöf í fyrra, hann er of stór. Marg­ir spyrja sig núna, hvað ertu að dandal­ast með gift­ing­ar­hring­inn þinn, skild­ir þú ekki fyr­ir mörg­um árum? Jú, ég skildi 2015 og ég er ekki ein­göngu með minn, ég er með báða. Þegar þú skil­ur þá er aug­ljóst að þessi hring­ur verður aldrei aft­ur notaður. Þess­ir hring­ar eiga hins­veg­ar spenn­andi framtíðar­sýn. Þeir verða brædd­ir upp og end­ur­gerðir í skart­grip fyr­ir dótt­ur okk­ar þegar hún eld­ist.

Borða tún­f­ísk og skyr í öll mál og þyngj­ast

1998 fór ég í kerf­is­fræðinám. Þá var elsti son­ur minn 2ja ára. Á meðgöng­unni með hann þyngd­ist ég um 85 kg og það tók ca 2 ár að kom­ast næst­um því í sömu þyngd og ég var fyr­ir meðgöngu. Námið var krefj­andi og stund­um þurfti að læra fram­eft­ir. Ég var ekki al­veg sú skipu­lagðasta með mataræði á þess­um árum og fannst fínt að hlaupa yfir í Kringl­unni og fá mér eitt­hvað snarl. Vinnu­álag, lé­legt mataræði og hreyf­ing­ar­leysi skilaði því að ég þyngd­ist aðeins um vet­ur­inn, ekk­ert hættu­legt svona 3-4 kíló en þarna var ég far­in að nálg­ast 70 kíló­in og ákvað að vinda ofan af þessu um sum­arið. Fékk mér einkaþjálf­ara, var dug­leg að mæta í rækt­ina og borðaði eft­ir hans plani sem í minn­ing­unni var skyr og tún­fisk­ur. Um haustið hafði ég bætt á mig 4-5 kíló­um og ég fór vel yfir 70 kíló. Það var ekki fyrr en í þess­ari viku að ég komst aft­ur und­ir 70 kíló. Í rúm 20 ár reyndi ég allskon­ar til að létta mig en það skilaði aldrei lang­tíma ár­angri. Ég ræddi þetta við einkaþjálf­ar­ann. Jú, vöðvar eru þyngri en fita, þetta kem­ur ör­ugg­lega fljót­lega. Mörg­um árum seinna var ég hjá öðrum einkaþjálf­ara. Það fyrsta sem hann sagði var, „það er óeðli­legt hvað þú ert með fram­stæðan kvið, þú ert ör­ugg­lega með mjólkuróþol. Ég myndi ráðleggja þér að fara í mæl­ingu.“ Það kom á dag­inn að ég var með mjólkuróþol og borða skyr í öll mál var því lík­lega ekki það besta fyr­ir mig. Auðvitað hefði ég átt að vera með gagn­rýna hugs­un þetta sum­ar. Ég hefði átt að spyrja meira. Hvernig get ég þyngst um 5 kíló á einu sumri með því að gera allt rétt? Það þýðir samt ekk­ert að ergja sig á fortíðinni. Að horfa í bak­sýn­is­speg­il­inn er lík­lega ein versta nýt­ing á tím­an­um sem ég veit um. Treystu mér, ég var sér­fræðing­ur í því.

Vigt­in er bara mæli­tæki

Mörg­um finnst ég man­ísk með þessa vigt og þetta sé eng­an veg­inn heil­brigt en þetta er mín leið til að halda mér á tán­um. Ég geri mér full­kom­lega grein fyr­ir því að ham­ingj­an er ekki mæld í kíló­um og ef ég væri ein­göngu að ein­blína á út­litið þá væri ég full­kom­lega sátt í eig­in skinni.

Hins veg­ar er ég kom­in með allskon­ar mark­mið sem mig dreymdi ekki einu sinni um þegar ég lagði af stað í þessa veg­ferð mína. Fyrsta mark­miðið sem ég náði var að klára 10 km hlaup í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu og ég var ekki einu sinni síðust. Þegar ég kom í mark áttaði ég mig á því að ég gæti svo miklu meira en mig grunaði. Þraut­ir eins og að hlaupa maraþon og fara í hálf­an járn­karl (sem ég hélt alltaf að væri fyr­ir hina) var eitt­hvað sem ég var núna sann­færð að ég gæti. Eina sem ég þyrfti að gera væri að æfa mig og bæta mig.

Ég ætla að klára Land­vætt­inn. Þetta eru 4 þraut­ir og að hlaupa 25 km ut­an­vega­hlaup reyn­ir minna á liðina og ég fer hraðar ef ég er létt­ari.

Ég er með mark­mið að hlaupa 5 km und­ir 25 mín­út­um og 10 km und­ir 55 mín­út­um. Töl­fræðin seg­ir að ég bæti mig um 1 mín­útu fyr­ir hver 2 kíló sem hverfa. Ég á best 29.19 í 5 km og 58.49 í 10 km. Merki­legt að ég náði mín­um bestu 5 km fyr­ir stuttu. Eft­ir 2 mánuði með ró­legri nefönd­un og betra mataræði náði ég mínu hraðasta 5 km hlaupi. Ætli það sé ein­hver teng­ing þarna?

Ég ætla að hlaupa Lauga­veg­inn, klára hálf­an járn­karl og hlaupa maraþon. Hvenær, ekki al­veg meitlað í stein. Útafdottlu er pínu erfitt að tíma­setja svona mark­mið. Hins veg­ar veit ég að þegar ég far­in að hlaupa tugi kíló­metra í einu þá skipt­ir hvert kíló máli. Ekki bara vegna þess að ég get hlaupið hraðar held­ur líka vegna þess að það reyn­ir minna á liðina. Ég er búin að hlaupa síðan ég var tæp 90 kíló þannig að ég veit þetta á eig­in skinni.

Þessi mark­mið setja fókus­inn á að kom­ast í mjög gott form og ein af­leiðing af því hjá mér er ein­fald­lega að vigt­in sýn­ir lægri tölu. Í hvert skipti sem vigt­in fer niður um kíló veit ég að það verður auðveld­ara fyr­ir mig að ná mark­miðum mín­um. Reynd­ar er það þannig að ég er alltaf miklu miklu leng­ur að fara niður í næsta tug en næsta kíló. Það er eins og lík­am­inn streit­ist á móti og vilji halda sér á þess­um stað. Þess­um stað sem hann þekk­ir og veit hvernig virk­ar.

70 kíló sál­rænn þrösk­uld­ur

70 kíló hef­ur verið sál­rænn þrösk­uld­ur hjá mér. Múr­inn sem ég var eig­in­lega far­in að selja mér að ég gæti lík­lega aldrei brotið.  Eft­ir að ég byrjaði að þyngj­ast, hef ég aldrei kom­ist aft­ur und­ir 70 kg. Al­veg sama hvað ég gerði þá var 70 kg ákveðinn múr sem ég náði ekki að brjóta. Ég hef verið 70 kg og þyngri síðan 1999. Þyngst varð ég 95 kíló 2017. Allt í einu sé ég að þetta er raun­hæft að brjóta þenn­an múr en það tek­ur tíma og það er allt í lagi. Ég hef næg­an tíma. Lífið er lang­hlaup ekki sprett­hlaup.

Það eru ekk­ert all­ir sam­mála mér og það er allt í lagi. Þetta eru mín mark­mið, mitt líf, mín heilsa og mín veg­ferð. All­ir pistl­ar sem ég skrifa eru út­frá minni reynslu. Mér dytti aldrei í hug að segja að all­ir ættu að fara í X þyngd eða stunda þessa hreyf­ingu eða borða svona. Það er eins og að segja að all­ir ættu að keyra um á rauðum bíl.

„Þínir þrír pistl­ar sem ég hef lesið setja mik­ila áherslu á þyngd, tölu á vigt­inni. Þess­ir þrír pistl­ar sem ég hef lesið kem­ur þú fram með þá hræðilegu framtíðar­sýn að vera þung að ei­lífu og hvað það væri hræðilegt líf.“

Málið er ein­falt. Ég þekki hvernig það er að vera of þung og hversu erfitt það var. Fyr­ir mér er það hræðileg framtíðar­sýn og ég ætla ekki þangað aft­ur. Að vakna þrút­in og koma ekki upp hringj­um. Að vera svo stirð í öll­um liðum að það er erfitt að fara framúr. Að senda börn­in með vin­um sín­um og þeirra for­eldr­um í fjall­göngu af því að þú treyst­ir þér ekki til að fara með þeim. Það brýt­ur pínu niður mömmu­hjartað að geta ekki gert hluti sem for­eldr­ar vina þeirra gera auðveld­lega.

Vigt­in er bara eitt af mörg­um tækj­um sem ég hef til að mæla ár­ang­ur. Ég vigta mig dag­lega, sum­ir viku­lega og aðrir aldrei. Það eru eng­ar regl­ur hvað virk­ar. Trixið er að finna hvað virk­ar fyr­ir þig.

Ástands­mæl­ing hjá Green­fit

Ég vil ekki fara aft­ur í gamla farið.Til að halda mér á mott­unni þarf ég að passa mig, vera pínu man­ísk. Mér finnst það í góðu lagi. Mér líður vel svona. Ég er búin að læra að það eru rosa­lega marg­ir litl­ir hlut­ir sem skila lang­tíma­ár­angri og ég er stöðugt að gera til­raun­ir hvað virk­ar og hvað virk­ar ekki. Þetta árið ákvað ég að keppa ekki í nein­um þraut­um. Mig lang­ar ekki að vera á stór­um manna­mót­um og valdi frek­ar að fínstilla mig. Ég datt í lukkupott­inn þegar Green­fit opnaði í sum­ar. Ég fór í ástands­mæl­ingu hjá þeim og það kom ým­is­legt í ljós sem var ekki nógu gott. Súr­efn­is­upp­tak­an mín er lé­leg (kom mér ekki á óvart). Það háir mér á æf­ing­um þannig að ég er núna að hlaupa á lág­um púls og nota netönd­un til að bæta mig. Oft er ég aðeins út á túni með hvað ég er að gera þannig að ég á aðra skoðun bókaða í lok nóv­em­ber og þá sjá­um við hvort að þessi til­raun mín hafi skilað ein­hverj­um ár­angri eða hvort að ég þurfi að fínstilla mig ennþá meira. Ég hef næg­an tíma, ég hef allt lífið til að fínstilla mig. Ég fór líka í blóðpruf­ur hjá Green­fit og þar kom ým­is­legt miður gott í ljós. Helst má nefna að kó­lesterolið var komið í 8 og fastandi blóðsyk­ur í 5.7. Ég fór því á hreint mataræði og það kom í ljós að það hent­ar mér svo ansi vel. Eft­ir 5 vik­ur fór ég aft­ur í mæl­ingu og þá var bæði kó­lesterol og blóðsyk­ur búið að lækka. Sem auka­bón­us fóru líka 6 kíló á 2 mánuðum og ekki bara það held­ur fór þau af þess­um leiðinda­svæðum sem er svo erfitt að semja við um að segja upp leig­unni. Eina vanda­málið við þetta er að öll föt­in mín urðu óþægi­lega stór en það er allt í lagi. Það eru all­ir að vinna heima og þægi­leg­ar kó­sýbux­ur svín­virka og svo eru all­ir með grímu úti þannig að það veit eng­inn hver er á bakvið þessa grímu leng­ur. Reynd­ar eru all­ir lík­ams­hlut­ar ekki eins sam­vinnuþýðir. Ég var búin að gera óupp­segj­an­leg­an þing­lýst­an leigu­samn­ing og þrívottaðan til ör­ygg­is við ákveðinn lík­ams­hluta að það færi ekki meira af þessu svæði. Það er ekki hægt að stóla á neitt leng­ur. Hann minnk­ar eins og annað og ég segi bara, guðsé­lof fyr­ir Push Up og Victoria Secret.

Þegar kona fast­ar óvart

Þegar ég borða hreint þá líður mér bet­ur. Lík­am­inn er í betra jafn­vægi, ég sef bet­ur og kvöldsn­arlið heyr­ir sög­unni til. Ég byrjaði líka óvart að fasta. Ég hef aldrei haft mikla trú á föst­um og fund­ist þeir sem fasta pínu skrýtn­ir. Hver neit­ar sér sjálf­vilj­ug­ur um mat, skil þetta ekki. Ég er samt kurt­eis og smelli alltaf like hjá þeim. Þegar ég byrjaði að borða hreint þá datt út kvöldsn­arlið mitt. Mig langaði ekki í það. Það gerði það að verk­um að ég vaknaði aldrei sturluð af hungri á morgn­ana. Hef ein­mitt ekki held­ur skilið skrýtna fólkið sem neit­ar sér um morg­un­mat. Það er jú mik­il­væg­asta máltíð dags­ins. Kærast­inn sagði reglu­lega, það þarf að passa að fóðra ljónið á morgn­ana. Það sem gerðist eft­ir að kvöldsn­arlið datt út var að ég vaknaði í miklu meira jafn­vægi og var ekki svöng. Ég gat því farið út að æfa á morgn­ana (sum­ir kalla þetta á nótt­unni, bara af því að ég vakna 04:45 am, ekki pikkvilla, í al­vör­unni fjög­ur­fjöru­tíu­og­fimm), tekið gott hlaup og jafn­vel styrkaræf­ingu og borðað svo milli 8 og 9. Þá er ég búin að fasta í 12-13 tíma og líður stór­kost­lega vel.

Til að fyr­ir­byggja all­an mis­skiln­ing þá á ég ekki í Green­fit né fæ greitt fyr­ir að nefna þau í mín­um blogg­um. Ég er ekki held­ur að selja nein nám­skeið hjá þeim. Hvers vegna tala ég þá svona mikið um þau? Það er al­gjör­lega af sjálf­hverf­um ástæðum. Ég þarf á Green­fit að halda og því bet­ur sem þeim geng­ur því auðveld­ara er mitt líf. Ég ætla að fara reglu­lega í test hjá þeim til að sjá gild­in mín og finna leiðir til að besta mig og mína heilsu. Þarna segja marg­ir, Ásdís þetta er svo dýrt, heild­ar­skoðun kost­ar 60.000 kr. Ég veit og 60.000 er ansi mik­ill pen­ing­ur til að punga út. Hins veg­ar þegar ég hugsa um öll föt­in sem ég hef þurft að kaupa í gegn­um tíðina þegar ég bætti á mig og svo föt­in sem ég keypti þegar ég grennt­ist og svo föt­in sem ég keypti þegar ég bætti aft­ur á mig þá eru það tölu­vert hærri upp­hæðir. Ég þurfti að losa mig við alla skó eft­ir að ég grennt­ist. Hvað mein­ar þú, minnkuðu fæt­urn­ir?. Já, um næst­um því eina stærð. Þetta var samt ekk­ert Ösku­busku­dæmi. Ég lét hvorki taka af mér tá né hæl. Það sem gerðist hins­veg­ar þegar ég fitnaði þá þrútnuðu fæt­urn­ir og smátt og smátt stækkuðu skórn­ir á breidd­ina en ekki lengd­ina. Þegar ég grennt­ist þá minnkaði sam­hliða því þrot­inn á fót­un­um og skórn­ir urðu alltof víðir. Það þarf ekki mörg skópör til að vinna upp þenn­an pen­ing. Hvað þá þegar ég tel öll önn­ur föt sem ég þurfti að láta fara. Ég horfi á Green­fit sem fjár­fest­ingu í minni heilsu og nauðsyn­lega viðbót við mitt líf.

Haus­inn á þér hef­ur ekk­ert stækkað?

Ég komst í stúd­ents­drakt­ina mína um dag­inn og var sjúk­lega ánægð með það. Þetta er 31 árs göm­ul drakt og hún smellpassaði á mig. Ég hef alltaf geymt hana þar sem amma heit­in saumaði hana og hún hef­ur til­finn­inga­legt gildi fyr­ir mig. Reynd­ar komst ég líka í kjól­föt­in sem ég saumaði í MA og hef ekki held­ur tímt að henda. Ég var að ræða þetta við Vikt­or Loga. Ég sagði, ég lánaði stúd­ents­húf­una mína um dag­inn og fékk hana til baka. Ákvað fyrst að ég var að ganga frá henni að prófa stúd­ents­drakt­ina mína og hún smellpassaði. Vikt­or leit á mig og sagði, „er það eitt­hvað merki­legt. Það er ekki eins og haus­inn á þér hafi stækkað?“ Þá kom í ljós að 18 ára dreng­ur veit ekk­ert hvað stúd­ents­drakt er og setti þetta í sam­hengi við húf­una. Hon­um fannst það ógur­lega ómerki­legt að móðir hans passaði ennþá í stúd­ents­húf­una 31 ári síðar.

Hljóðbæk­ur

Önnur ástæða fyr­ir því að ég er svo dug­leg að vísa á Green­fit er að þau eru sér­fræðing­ar. Ég veit hvað virk­ar fyr­ir mig en ég get ekki ráðlegt þér hvað virk­ar fyr­ir þig. Þegar ég fer út að hlaupa eða ganga núna hlusta ég á hljóðbæk­ur. Ég inn­byrði bara hluta af því sem ég heyri. Ég nenni ekk­ert að taka af mér vett­linga á köld­um morgn­un til að spóla til baka en ég næ inn­tak­inu og í hverri hljóðbók tek ég 1-2 hluti sem ég vil prófa fyr­ir mig. Ég var að ræða ákveðna hljóðbók við Lukku og hún sagði. „Þessi bók er svo stút­full af góðu efni að ég hlustaði 2var á hana til að missa ekki af neinu.“ Þess vegna vísa ég á Lukku, hún hlust­ar 2var á bæk­urn­ar sem skipta máli og get­ur því ráðlagt þér miklu bet­ur en ég.

Bæk­ur sem ég hef hlustað á upp á síðkastið og mæli með eru:

The Obesity Code: Dr.Ja­son Fung

Why we get sick: Benjam­in Bik­mann

Give and Take eft­ir Adam M. Grant

Orig­inals: Adam Grant

The 5 Second Rule: Mel Robb­ins

Núna er ég að hlusta á Bre­ath: James Nestor

Ef ég ætti að velja eina bók þá myndi ég byrja á Bre­ath eða The Obesity Code

Ég held að lyk­il­inn að góðri heilsu liggi hjá okk­ur og okk­ar ákvörðunum. Ég er ennþá að finna út úr því hvernig ég virka og hvað hent­ar og hvað hent­ar ekki. Ég sé sjálfa mig í golfi um ní­rætt.Mig lang­ar að vera hressa amm­an sem fer út í fót­bolta með barna­börn­un­um eða dreg þau upp á Esj­una í göngu­ferð. Hjóla í Elliðadal­inn með nesti. Þetta er mín framtíðar­sýn og þangað stefni ég einn dag í einu.

Lífið snýst um ákv­arðanir. Við erum alltaf einni ákvörðun frá al­gjör­lega breyttu lífi. Ég er búin að finna mína veg­ferð og hlakka til að sjá hvar ég verð eft­ir 3 ár.

Hægt er að fylgj­ast með veg­ferð Ásdís­ar á In­sta­gram:

 

View this post on In­sta­gram

... 'Cause for twenty four ye­ars I've been li­ving next door to Alice Twenty four ye­ars, just wait­in' for a chance ... Marg­ir kann­ast við þetta texta­brot með Smokie. Það hef­ur komið upp í huga mér ít­rekað síðustu ár eft­ir að ég byrjaði mína veg­ferð í átt að heil­brigðara lífi. Þegar ég byrjaði þá hélt ég að það tæki 12 mánuði að hreinsa til og ég yrði kom­in í kjörþyngd al­heil­brigð eft­ir 12 mánuði. Núna rúm­um 3 árum síðar er ég loks­ins að kom­ast í jafn­vægi. Ég hef sagt það ít­rekað að ef ég vissi að það myndi taka mig 3-5 ár að núllstilla mig og kom­ast í jafn­vægi þá hefði ég aldrei nennt í þess veg­ferð. Þetta hefði verið of mik­il vinna, of mikl­ar fórn­ir. Þegar ég lít til baka þá hafa þessi 3 ár liðið gíf­ur­lega hratt og ég er svo þakk­lát fyr­ir að hafa ekki vitað bet­ur. Hvaða máli skipt­ir það hvað þetta tek­ur lang­an tíma? Núna veit ég að þetta er ævi­langt verk­efni og ég nýt þess að fínstilla mig. Finna út hvað virk­ar og hvað virk­ar ekki. Fyr­ir mig snýst þetta um að njóta ferðar­inn­ar (lærði það loks­ins). Það voru 2 stór­ir áfang­ar hjá mér í dag. Ég sá 68.9 kg á vigt­inni. Í 5 daga í röð hef ég verið und­ir 70 kg sem bend­ir til þess að lík­am­inn sé far­in að samþykkja þessa vigt og kom­in í ákveðið jafn­vægi með hana. Ég hef ekki séð 68.x á vigt­inni síðan 1999. Ég kom gamla gift­ing­ar­hringn­um mín­um upp. Hann var klippt­ur af mér þegar Vikt­or var unga­barn fyr­ir ca 18 árum og hann passaði aldrei aft­ur. Ég neitaði að láta stækka hann, ætlaði alltaf að passa aft­ur í hann. Fannst að ef ég myndi láta stækka hann þá væri ég að samþykkja nýj­an veru­leika sem ég var ekki til­bú­in til að gera. Núna get ég ekki notað hring­inn sem ég fékk í jóla­gjöf í fyrra, hann er of stór. Lífið snýst um ákv­arðanir. Við erum alltaf einni ákvörðun frá al­gjör­lega breyttu lífi. Ég er búin að finna mína veg­ferð og hlakka til að sjá hvar ég verð eft­ir 3 ár. #miðaldra­kon­an #bara­eitt­lif #afþvíé­ggetþað

A post shared by Ásdís Ósk Vals­dótt­ir (@as­disoskvals) on Nov 9, 2020 at 2:26am PST

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda