Vigtar ekki matinn og telur ekki hitaeiningar

Ásdís Ósk Valsdóttir.
Ásdís Ósk Valsdóttir.

„Ég fæ mjög mikið af fyr­ir­spurn­um um mína veg­ferð. Hvernig ég byrjaði og á hverju á að byrja, er það mataræðið eða er það hreyf­ing­in?

Ef ég hefði svarað þessu fyr­ir 3 árum þá hefði ég sagt: „gerðu smá breyt­ing­ar á mataræðinu og settu for­gang á hreyf­ing­una.“ Ég er síðan búin að læra að það er alls ekki rétt. Mataræðið er lík­lega 90% af ár­angr­in­um og ró­leg­ar æf­ing­ar á lágu álagi skila betri lang­tíma ár­angri og minnka lík­urn­ar á meiðslum. Ég ákvað því að skella í smá pist­il hvað stend­ur upp úr hjá mér. Ég minni á að þetta er allt byggt á minni reynslu og það sem virk­ar fyr­ir mig virk­ar ekki endi­lega fyr­ir þig,“ seg­ir Ásdís Ósk Vals­dótt­ir fast­eigna­sali og miðaldra kona í sín­um nýj­asta pistli: 

Taktu ákvörðun

Fyrsta skrefið er að taka ákvörðun. Taka ákvörðun að nú­ver­andi lífs­gæði séu óá­sætt­an­leg og þú vilt fá meira út úr líf­inu og geta meira. Ég var á ráðstefnu er­lend­is og hlustaði á Dav­id Gogg­ins halda fyr­ir­lest­ur og þessi setn­ing fest­ist í hausn­um á mér. „Ef ég læsi ævi­sögu þína myndi hún hafa áhrif á mig.“ Á þess­ari stundu var ég 95 kg. Ég var orku­laus, upp­gef­in á sál og lík­ama og stút­full af pirr­ingi og reiði. Ég fann að ég vildi ekki vera þessi mann­eskja leng­ur. Ég vildi ekki halda áfram að skrifa þessa ævi­sögu. Ég hugsaði hvar verð ég eft­ir 10 ár ef ég held áfram á þess­ari braut. Ég var að þyngj­ast um svona tæp 2 kg á ári að meðaltali. Ekk­ert hættu­legt ef þú horf­ir á 1 ár en þegar þú marg­fald­ar þetta með 20 árum þá eru allt í einu kom­in 35 auka­kíló. Ef ég héldi áfram á þess­ari braut og myndi þyngj­ast um 2 kg á ári þá væru kom­in viðbót­ar 20 kíló eft­ir 10 ár og ég væri orðin 115 kg. Þarna átti ég erfitt með að finna föt sem pössuðu á mig, fæt­urn­ir voru þrútn­ir og liðirn­ir stíf­ir. Ég sá ekki að 20 kg í viðbót myndu bæta lífið neitt. Mig langaði ekki lengra. Ég fékk nóg.

Hreinsaðu út fortíðardraug­ana

Af öllu sem ég gerði þá myndi ég segja að þetta væri það mik­il­væg­asta. Það er erfitt að horfa fram á veg­inn ef þú ert stút­full af fortíðarþrá­hyggju. Ég var mjög góð í þessu og var stöðugt að rifja upp eitt­hvað sem gerðist jafn­vel fyr­ir ára­tug­um. Þegar ég kom heim af ráðstefn­unni þá breytti ég um mataræði og fékk mér einkaþjálf­ara en þessi reiði og pirr­ing­ur var alltaf und­ir­liggj­andi. Ég jók ork­una og ég létt­ist hell­ing en nokkr­um mánuðum seinna krassaði ég í kvíðak­asti því ég var ekki í neinu jafn­vægi. Það var ekki fyrr en ég fór til sál­fræðings og gerði upp þessa fortíðardrauga að ég komst í betra jafn­vægi. Ég fór í lunch með vin­kon­um í sum­ar og við fór­um að ræða allskon­ar mál. Ein umræðan gerði mig pirraða og ég áttaði mig á því að ég átti ennþá eft­ir að losa út þenn­an fortíðardraug. Ég greip í tækni sem ég lærði sem geng­ur út á það að sjá fyr­ir sér þræði sem eru fast­ir á þér. Síðan fór ég í göngu og á göng­unni klippti ég alla þræðina burt og losaði mig við fortíðardraug­inn. Ef þú ert að glíma við stóra fortíðardrauga eða ný­lega mæli ég alltaf með því að leita sér aðstoðar. Það er mann­skemm­andi að burðast með þetta ein.

Gerðu ráð fyr­ir bak­slög­um

Róm var ekki byggð á ein­um degi og það hafa fáir óend­an­leg­an járn­vilja. Það koma tíma­bil þar sem þú nenn­ir ekki út að hreyfa þig. Það koma tíma­bil þar sem þú vilt bara liggja upp í sófa, hám­horfa Net­flix og snarla. Þegar það ger­ist er gíf­ur­lega mik­il­vægt að muna að þetta er lang­hlaup, ekki sprett­hlaup. Þetta er í al­vör­unni lífs­hlaupið. Hvíld er líka æf­ing og stund­um þarf að taka sér pásu. Einn öm­ur­leg­ur dag­ur skipt­ir engu í heild­ar­mynd­inni. Við get­um aldrei alltaf verið í full­komnu standi. Þó að ég eigi off dag þá skipt­ir það engu máli. Á morg­un geri ég aft­ur mitt besta. Það sem þarf að passa að offdag­arn­ir verði ekki 30 í röð eða 90. Ég þekki það svo vel á eig­in skinni hvað er erfitt að fara aft­ur í gang ef pás­an er löng. Stund­um get­ur verið gott að fara þá í stutta göngu frek­ar en að gera ekki neitt.

Hreyf­ing

Það skipt­ir höfuðmáli að finna hreyf­ingu sem þér finnst skemmti­legt. Ég fór í einkaþjálf­un og það var fínt en mér hef­ur hins veg­ar aldrei fund­ist rosa­lega gam­an í tækja­sal. Mig hef­ur alltaf langað að vera hlaup­ari en ég vissi alltaf innst inni að ég gæti það ekki. Ég vissi það af því að ég hafði byrjað óend­an­lega oft og aldrei haldið það út. 2018 ákvað ég að skrá mig í 10 km hlaup í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu. Keypti mér app sem heit­ir 10 km runner. Þegar ég byrjaði að hlaupa gat ég varla hlaupið á milli ljósastaura. Um sum­arið kláraði ég 5 km í Suzuki hlaup­inu og svo í ág­úst kláraði ég 10 km í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu. Ég man ennþá til­finn­ing­una að koma í mark. Ég hefði al­veg eins getað verið að vinna heims­meist­ara­mót. Eft­ir að hafa selt mér í ára­tugi að ég gæti ekki hlaupið þá gat ég það víst. 2 árum seinna hleyp ég reglu­lega 10 km á morgn­ana og um helg­ar tek ég lengri hlaup. Fyndið hvað viðmiðin breyt­ast á 2 árum.

Mataræði

Ég byrjaði á því að taka út all­an syk­ur, hveiti og þar með kök­ur, kex og þess hátt­ar. Ég létt­ist hell­ing en mér fannst samt alltaf að ég væri að fórna svo miklu. Ég væri smá fórn­ar­lamb að geta ekki hitt og þetta. Smátt og smátt jók ég æf­inga­álagið og fannst þá allt í lagi að tríta mig í sam­ræmi við meiri hreyf­ingu. Kvöldsn­arlið datt aft­ur inn og á 18 mánuðum þyngd­ist ég um rúm 5 kg. Virk­ar kannski ekki mikið en miðað við mína sögu þá vildi ég grípa í taum­ana áður en allt færi í óefni. Okk­ar á milli þá fannst mér mjög ósann­gjarnt að kona sem æfir 7-10 sinn­um í viku gæti ekki borðar allt sem hún vildi þegar hún vildi það. Við erum hins veg­ar öll mis­mun­andi og það sem er vont fyr­ir mig get­ur verið frá­bært fyr­ir þig. Það var ekki fyrr en ég fór í mæl­ing­ar hjá Green­fit í sum­ar að ég fór virki­lega að tengja hvað hent­ar mér.

Green­fit

Í dag myndi ég mæla með því að byrja á ástands­smæl­ingu hjá Green­fit. Þú færð flott­ar (eða ekki eins og í mínu til­felli) niður­stöður og þú get­ur nýtt þér þetta sem leiðbein­ing­ar hvað er best fyr­ir þig. Ég var með of hátt kó­lesterol, of háan blóðsyk­ur, of mikl­ar bólg­ur í lík­am­an­um svo fátt eitt sé nefnt. Samt var ég búin að vera með mjög heil­brigðan lífstíl í tæp 3 ár. Mér hrýs hug­ur við að hugsa til þess hvernig gild­in hefðu verið ef ég hefði ekki verið búin að gera nein­ar breyt­ing­ar. Ég fór á hreint mataræði. Eins og Lukka orðar þetta, ef þetta vex, hleyp­ur eða synd­ir þá er það gott. Allt í einu fór lík­am­inn í miklu betra jafn­vægi. Kvöldsn­arlið datt út, ekki af því að ég neydd­ist til að taka það út held­ur afþví að ég mig langaði ekki í neitt. Ég vigta ekki mat­inn minn, ég tel ekki kalórí­ur og ég hef ekki hug­mynd um hvert hlut­fall próteina, fitu og kol­vetna er í matn­um, ég veit ekki einu sinni hvað Macros er. Mér líður eins og ég sé að svindla. Á tæp­um 3 mánuðum hef ég meiri orku og í betra jafn­vægi og það eina sem ég geri er að hreyfa mig hæg­ar og borða rosa­lega góðan og fal­leg­an mat. Sem auka­bón­us er ég búin að missa 8 kg og kom­inn tími á að end­ur­nýja fata­skáp­inn. Ég fór m.a.s. og keypti mér bux­ur í stærð 26. Það bætti al­veg upp öll skipt­in sem ég fór í búðir og fékk ekki máta af því að þau áttu ekk­ert í minni stærð. Ég veit hins veg­ar ekki hvort að ég hefði verið til­bú­in í að gera þess­ar breyt­ing­ar dag­inn sem ég ákvað að skipta um lífstíl. Stund­um þarf að gera þetta í minni skömmt­um. Ég veit hins veg­ar að mér líður bet­ur og ég er í fyrsta skipti á æv­inni í full­komnu jafn­vægi. Ég hlustaði á frá­bært viðtal við Lukku hjá Rafni Frank­lin í vik­unni. Þau ræddu skil­grein­ing­una á heilsu: „The word health refers to a state of complete emoti­onal and physical well-being. Healt­hcare ex­ists to help people maintain this optimal state of health.“ Í fyrsta skipti á æv­inni finnst mér ég full­kom­lega heil­brigð. Mæli ein­dregið með að hlusta á þetta viðtal, smelltu hér

Hlauptu hæg­ar til að fara hraðar og andaðu með nef­inu

Annað sem kom í ljós hjá Green­fit var hver fitu­brennslu­púls­inn minn er. Ég var að hlaupa allt of hratt. Lík­am­inn brenndi kol­vetn­um en ekki fitu. Þegar ég hugsa til baka þegar ég byrjaði að hlaupa þá létt­ist ég hell­ing. Það hef­ur vænt­an­lega tengst því að ég hljóp mjög hægt, lík­lega á full­komn­um fitu­brennslu­púls.

Mér fannst þetta öf­ug­mæli og erfitt að hægja á mér. Ég vil hlaupa hraðar ekki hæg­ar. Eft­ir nokkr­ar vik­ur á hæg­hlaup­um og með nefönd­un fór ég í 5 km til að kanna hvar ég stóð og náði mínu hraðasta 5 km hlaupi á æv­inni. Lík­lega er þetta óvit­laust.

Ég fæ líka mikið af spurn­ing­um hvað með þessa nefönd­un. Ég er nú ekki besta mann­eskj­an í að út­skýra hana. Kom­ast að því í vik­unni að ég er búin að vera að gera hana rangt all­an tím­ann. Þegar ég byrjaði þá andaði ég inn um nefið og út um munn­inn. Mér fannst það nógu erfitt. Smátt og smátt fór ég að anda meira með nef­inu, sem sagt alltaf inn og út. Það var samt ekki af ásetn­ingi held­ur ein­hvern veg­inn gerðist. Ég var svo að hlusta á bók­ina „the Oxy­gen Advanta­ge“ þegar ég hnýt um þessa setn­ingu. Þú átt að anda inn og út um nefið og borða með munn­in­um. Já ein­mitt, alltaf ekki bara stund­um. Ég sendi póst á Sigga hjá Green­fit og spurði hvort að þetta væri málið. Fékk til baka Hahahaha já, inn OG út um nefið er málið.  Gott að vera kom­in með það á hreint.

Þannig að ég myndi mæla með þess­um 3 bók­um: Bre­ath, The Oxy­gen Advanta­ge og Obesity Code.

Ég fór síðan út að ganga næsta morg­un í 10 stiga frosti, notaði ein­göngu nefönd­un og það var ekk­ert mál. Reyndi svo að nota munn­önd­un og það var hræðilega vont að fá kalda loftið í háls­inn á meðan ég fann ekk­ert fyr­ir því í gegn­um nefið.

Ég kýs að laga mig núna

Þetta er allt ákvörðun. Það er erfitt að byrja að hreyfa sig. Það er erfitt að breyta um mataræði. Ég held hins veg­ar að það sé auðveld­ara að breyta á meðan þú get­ur það í staðinn fyr­ir að bíða þar til allt er komið í óefni og þú verður að gera það. Þá er það kannski of seint. Ég lít á mig sem gíf­ur­lega heppna konu. Ég hef ennþá tæki­færi til að bæta mig og besta mig. Ég verð 52 ára í fe­brú­ar á næsta ári. Ég er í betra formi en þegar ég var 30 ára, miklu betra formi en ég þegar ég var 40 ára og ég veit að það er í mín­um hönd­um að líta til baka eft­ir 10 ár og segja ég er í betra formi núna en þegar ég var 52 ára. Það eru for­rétt­indi að setja heils­una í for­gang. Að horfa fram á veg­inn og vita að ég er að gera mitt til að eiga betri ár framund­an. Ég vil vera amm­an sem fer með barna­börn­in í fjall­göng­ur eða á fjalla­hjól. Amm­an sem er upp­tek­in við að njóta lífs­ins og hlaupa maraþon af því að ég get það. Eft­ir tæp 20 ár verð ég kom­in á átt­ræðis­ald­ur. Það er ekki meitlað í stein að þú þurf­ir að minnka lífs­gæðin bara af því að þú eld­ist. Þetta ligg­ur hjá þér. Hver er þín framtíðar­sýn og hvaða sögu viltu skrifa?

Hægt er að fylgj­ast með veg­ferð Ásdís­ar á In­sta­gram:

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda