Níu kíló farin og lífið er stórkostlegt

Ásdís Ósk Valsdóttir birti þessa mynd af sér á Instagram. …
Ásdís Ósk Valsdóttir birti þessa mynd af sér á Instagram. Þessi í hjólabuxunum er ný en hin í bláu peysunni er síðan fyrir þremur mánuðum.

„24.nóv­em­ber 2020 var komið að þessu. Það var milliupp­gjör hjá Green­fit.

Ég var búin að bíða eft­ir þess­um degi með kvíðabland­inni eft­ir­vænt­ingu. Þetta var ekki ósvipað og stressið fyr­ir loka­prófið. Þú ert búin að læra vel alla önn­ina en stund­um koma samt spurn­ing­ar sem þú varst ekki búin að und­ir­búa. Ég var búin að gera allt rétt og samt var þessi und­ir­liggj­andi efi. Hvað ef. Hvað ef allt sem ég hef gert virk­ar ekki og ég er ennþá með öll innri gildi í tómu tjóni,“ seg­ir Ásdís Ósk Vals­dótt­ir fast­eigna­sali og miðaldra kona í sín­um nýj­asta pistli:

Ég viður­kenni að það var stress­andi því ef ég kæmi mjög illa út þá væri lík­lega næsta mál á dag­skrá að hringja í heim­il­is­lækn­inn og setja mig á lyf og sætta mig við að þetta væri jú ald­ur­inn og genin sem stjórnuðu ferðinni. Al­veg sama hvað ég myndi gera, breyta og bæta það hefði ekk­ert að segja. Nógu marg­ir voru bún­ir að nefna þetta við mig og kannski höfðu þeir rétt fyr­ir sér. Mig grunaði reynd­ar að það væri ein­hver bæt­ing. Ég fann það á sjálfri mér. Mér leið miklu bet­ur, ég hafði betra út­hald og svaf miklu bet­ur en ég var vön. Ég ákvað samt að lífið væri lang­hlaup og ég yrði sátt við hversu litl­ar breyt­ing­ar sem ég sæi.

Ég byrjaði á því að fara í blóðrann­sókn um morg­un­inn. Ég mætti á fastandi maga sem var lítið mál þar sem síðustu 3 mánuði hef ég gert mikl­ar breyt­ing­ar á mataræðinu og ein breyt­ing sem ég hef orðið vör við er að þessi gíf­ur­lega morg­unsvengd sem ég fann alltaf fyr­ir var horf­in.

Svo fór ég í efna­skipta­próf hjá Green­fit og kl. 15:00 átti ég svo tíma í álags­próf­inu.

Niðurstaðan úr efna­skipta­próf­inu:

Í fyrra próf­inu voru efna­skipt­in mín 63% fita og 37% kol­vetni. Í seinna próf­inu voru efna­skipt­in 90% fita og 10% kol­vetni. Þessi skila­boð fylgdu með:

„Ég verð að segja að þetta eru al­veg frá­bær efna­skipti og með því betra sem við sjá­um. Þannig virki­lega vel gert og klárt mál að þetta sem þú hef­ur verið að gera und­an­farið er að skila sér marg­falt. Til ham­ingju með all­an ár­ang­ur­inn.“

Það var ekk­ert minna en stór­kost­legt að lesa þessa kveðju. Í gegn­um tíðina hef­ur ít­rekað verið sagt. Það hæg­ir á efna­skipt­um þegar fólk eld­ist og þetta er hluti af líf­inu. Þarna er ég 3 mánuðum eldri en í fyrra próf­inu og er kom­in með frá­bær efna­skipti. Ætli það sé eitt­hvað fleira sem sé ekki al­veg meitlað í stein?

Niðurstaðan úr álags­próf­inu:

Þegar ég tók fyrra prófið þá kom ég gíf­ur­lega illa út varðandi önd­un. Það kom mér svos­um ekki á óvart þar sem ég mædd­ist mjög hratt þegar ég fór í fjall­göng­ur og það háði mér aðeins. Ég átti von á bæt­ingu þarna þar sem ég fann að síðast þegar ég fór á Úlfars­fellið þá var það miklu létt­ara en áður og þess vegna var ég mjög spennt að sjá súr­efn­ismæl­ing­arn­ar.

Þær fóru fram úr mín­um villt­ustu draum­um.

Fyrra prófið: „your bre­athing is problematic.“

Seinna prófið: „Your bre­athing is optimal.“

Á 3 mánuðum fer ég úr problematic í optimal. Ég hlustaði á bæk­urn­ar Bre­ath eft­ir James Nestor og the Oxy­gen Advanta­ge eft­ir Pat­rick McKworn og í báðum bók­um eru ákveðnar önd­un­aræf­ing­ar. Næsta verk­efni hjá mér er að setja inn önd­un­aræf­ing­ar og bæta önd­un­ina ennþá bet­ur.

Álags­púls­inn minn: Þegar ég hleyp ró­legu nefönd­un­ar­hlaup­in mín þá hleyp ég á svo­kölluðu Zone 2 álagi. Í fyrra próf­inu var Zone 2 með álags­púls 99-147. Nýji æf­inga­púls­inn minn er 159-167. Ég hlakka til að fara að tækla nýj­ar áskor­an­ir þó að það þýði mögu­lega tíma­bundið að ég muni taka styttri hlaup þar sem þau eru erfiðari en það er í góðu lagi. Róm var ekki byggð á ein­um degi.

Ég fór út að hlaupa í morg­un. Ég hljóp 6,82 km á nýja æf­inga­púls­in­um á 48,2 mín­út­um. Ég skoðaði hlaup á gamla æf­inga­púls­in­um. Þá hljóp ég 6.39 km á 58,11 mín­út­um. Auðvitað tók nýji púls­inn meira á en þetta er samt zone 2 púls ekki há­marks­púls og mér leið vel eft­ir hlaupið.

Önd­un­ar­próf­in mín:

Respiratory fit­n­ess fór úr 45% í 69%.

Bre­athing and mobility fór úr 41% í 80%.

Bre­athing and cogniti­on fór úr 41% í 80%.

Fat burn­ing effiency fór úr 69% í 90%.

Það voru 2 gildi sem lækkuðu.

Meta­bolic efficiency fór úr 40% í 20%

Car­dio fit­n­ess fór úr 100% í 87%.

Fékk þessi skila­boð frá Green­fit

„You did it. Virki­lega vel gert!!“

Meta­bolic efficiency fer niður í 20% en þetta er ekki endi­lega slæmt, þetta þýðir bara að lík­am­inn er orðinn spar­neytn­ari á orku þannig þú spar­ar kal­orí­urn­ar meira á efforti. Við sjá­um þetta oft sam­fara betri fitu­brennslu.

Önd­un­in, önd­un­in, því­lík­ar bæt­ing­ar!! Geggjað að sjá þetta.

Car­dio fit­n­ess fer niður í 87% úr 100% en þetta er vegna þess að nú er önd­un­in orðin það góð að hún er ekki eins mik­ill hamlandi factor leng­ur og því sjá­um við núna tæki­færi til að bæta pump­una aðeins líka, sem er akkurat í takt við það sem við rædd­um um í síðasta testi.

Fitu­brennsla upp í 90%. Sæll. Vel gert.

Næstu verk­efni sem bíða eru því að bæta önd­un­ina ennþá meira og læra að hlaupa á meira álagi með nefönd­un og bæta út­haldið. Þetta er gíf­ur­lega spenn­andi veg­ferð og ég hlakka til að sjá smá­bæt­ing­ar hér og þar. 

Blóðrann­sókn­in:

Þetta var niðurstaðan sem ég var spennt­ust fyr­ir og ástæðan fyr­ir því að ég lagði upp í þessa veg­ferð. Við Lukka sett­umst yfir gild­in mín eft­ir álags­prófið. Niðurstaðan var lækk­andi á öll­um stöðum þar sem ég var um og yfir hækku­mörk.

Kó­lester­ól og blóðsyk­ur: Þegar ég fór í fyrra prófið þá var kó­lester­ólið út úr kort­inu í orðsins fylstu merk­ingu. Ég mæld­ist með 8,0 og kortið náði upp í 7,76. Hæst mæld­ist ég í blóðsykri 5,7 sem er yfir mörk­um. Ég var með 88% lík­ur á því að grein­ast með syk­ur­sýki 2 ein­hvern tím­ann á æv­inni og 53% að fá hjarta­sjúk­dóm ef ég héldi áfram á þeirri braut sem ég var. Í næstu mæl­ingu reynd­ist kó­lester­ólið vera komið niður í 6,70 (sem sagt kom­in á kortið) og blóðsyk­ur­inn kom­in niður í 5,40. Það sem er þó áhuga­verðast við þetta allt sam­an er að ef ég held áfram á þess­ari nýju braut þá er ég búin að minnka lík­urn­ar á því að fá syk­ur­sýki 2 úr 88% í 31% og hjarta­sjúk­dóm­um úr 53% í 47%.

Einnig minnkuðu bólg­urn­ar gíf­ur­lega mikið í lík­am­an­um. Þetta stemmdi við það sem sjúkraþjálf­ar­inn sagði við mig. Í heilt ár hef ég farið tvisvar í mánuði í sjúkraþjálf­un þar sem ég finn stund­um fyr­ir óþæg­ind­um í hnján­um. Hann hef­ur alltaf sagt að ef ég nái að minnka bólg­urn­ar í lík­am­an­um þá minnki þörf­in á sjúkraþjálf­un. Þenn­an dag var fyrsti dag­ur­inn sem hann notaði ekki nál­ar.  Hann sagði að ég væri miklu betri, væri mýkri og ekki eins stíf og þyrfti þess ekki.

Kaupa small í 17:

Mjög skemmti­leg auka­verk­un síðustu 3 mánuði er að ég er búin að létt­ast hell­ing áreynslu­laust. Ég lagði ekki upp í þessa veg­ferð til að missa kíló. Gat al­veg hugsað mér það en fókus­inn var á að lækka slæmu gild­in og bæta út­haldið og önd­un­ina. Á 3 mánuðum er ég búin að missa tæp 9 kg. Öll föt­in mín eru of stór og ég er aðeins byrjuð að end­ur­nýja fata­skáp­inn. Kannski er það grunn­hyggið en ég fékk mikið kikk út úr því að kaupa mér peysu í small í 17. Það sem ég sé helst­an mun á er að ég hef alltaf verið með þrút­inn maga, líka þegar ég var yngri og létt­ari. Núna er hann að gefa gíf­ur­lega mikið eft­ir. Ég ræddi þetta við Lukku. Mér líður eins og ég sé að svindla. Hvernig get ég lést svona áreynslu­laust? Ég hleyp hæg­ar, ég anda með nef­inu og borða gíf­ur­lega góðan mat og borða mig alltaf sadda. Ég tel hvorki hita­ein­ing­ar né vigta mat­inn og veit ekk­ert hvert hlut­fall fitu, kol­vetna eða próteina er. Lukka sagði að um leið og bólg­urn­ar minnka get­ur lík­am­inn unnið bet­ur úr fæðunni sem ég borða sem hef­ur þess­ar skemmti­legu auka­verk­an­ir.

Mataræðið:

Mörg­um finnst mataræðið mitt gíf­ur­lega strangt. Ég hef hrein­lega aldrei borðað svona góðan mat. Ég borða 3-4x á dag. Mataræðið sam­an­stend­ur af því sem vex, hleyp­ur og synd­ir. Ég sleppi mjólk­ur­vör­um, korn­vör­um og mjög sæt­um ávöxt­um. Reynd­ar mun ég lík­lega setja inn eitt og annað smátt og smátt s.s. döðlur og mangó. Ég hef alltaf verið nammig­rís og mik­ill nart­ari en ég hef enga löng­un í nart leng­ur. Mig lang­ar að halda áfram á þessu mataræði amk næstu 3 mánuði en þá fer ég í næsta test hjá Green­fit. Það verður spenn­andi að sjá hvernig gild­in halda áfram að breyt­ast og hvernig litl­ar breyt­ing­ar yfir lengri tíma verða að stór­um breyt­ing­um.  Marg­ir eru for­vitn­ir hvað ég borða og því set ég megnið af mín­um máltíðum í story á In­sta­gram og þar er hægt að fá fullt af hug­mynd­um.

Burst­ar þú tenn­urn­ar?

Ég fæ mikið af spurn­ing­um um þenn­an gíf­ur­lega sjálf­saga sem marg­ir eru sann­færðir að ég búi yfir. Það séu fáir sem geti gert þetta þar sem ég er svo öguð og skipu­lögð. Okk­ar á milli er það eng­an veg­inn rétt. Mér finnst þetta ekk­ert mál. Mér finnst ég ekki í átaki. Ég er ein­fal­dega að borða mjög góðan mat sem vill svo heppi­lega til að er mjög holl­ur og fal­leg­ur. Ég hreyfi mig hæg­ar en ég gerði og ég anda með nef­inu. Ég vel að gera þetta því ég er að hugsa um framtíðar mig. Hugsa um Ásdísi þegar hún verður 70 ára og 80 ára. Þetta er ekk­ert ósvipað og að bursta tenn­urn­ar. All­ir sem ég þekki bursta tenn­urn­ar og flest­ir 2var á dag. Sum­ir nota líka tannþráð og jafn­vel munnskol. Hvers vegna eru all­ir með þenn­an járnaga þegar kem­ur að því að bursta tenn­urn­ar. Jú er það ekki vegna þess að það er verið að fyr­ir­byggja tann­skemmd­ir? Hvers vegna hugs­um við þá minna um innviðina? Það skipt­ir kannski ekki öllu máli þó að ein og ein tönn skemm­ist. Hvað ef þetta eina hjarta sem við eig­um skemm­ist. Hvað þá?

Horft til baka:

Þegar ég horfi til baka síðustu 3 ár þá er ég gíf­ur­lega stolt af mér að hafa lagt upp í þessa veg­ferð. Það voru alls ekk­ert all­ir sam­mála mér og ég hef fengið tölu­verða gagn­rýni fyr­ir að vera man­ísk, nokkuð geðveik á köfl­um og öfga­full. Þegar ég var að taka mín fyrstu skref þá var erfitt að standa með sjálfri mér. Það er gíf­ur­lega mikið átak að skipta um lífstíl og þegar þú færð líka gagn­rýni að þú sért að gera allt vit­laust þá er oft erfitt að hunsa þess­ar óum­beðnu ráðlegg­ing­ar.

ÞÚ VAKN­AR OF SNEMMA!

ÞÚ SEF­UR OF LÍTIÐ!

ÞÚ ÆFIR OF MIKIÐ!

ÞÚ LÉTT­IST OF MIKIÐ!

Við alla sem eru að stíga sín fyrstu skref eða eru á sinni veg­ferð þá vil ég segja þetta. Þetta er þitt líf og þínar ákv­arðanir. Þegar upp er staðið þá stend­ur þú og fell­ur með þínum ákvörðunum. Ég vil ekki líta til baka og sjá eft­ir öllu sem ég gerði ekki afþví að ein­hverj­um fannst það asna­legt. Stund­um þarf  hrein­lega að skipta út vin­um. Ég er svo hepp­in að ég er búin að eign­ast gíf­ur­lega mikið af góðum vin­um sem deila sömu sýn og ég. Eitt sem ég hef áttað mig á er að þeir sem eru betri en þú eru alltaf boðnir og bún­ir að aðstoða og hjálpa þér. Þeir segja ekki þú get­ur ekki - þeir segja þú gæt­ir prófað þetta.

Þakk­lætið:

Ég væri ekki á þeim stað sem ég er á í dag ef ég hefði ekki haft góðan stuðning. Hilda vin­kona á svo mikið í þess­um ár­angri. Ég hefði ekki kom­ist í gegn­um Land­vætt­ina án henn­ar. Hún var minn stuðning­ur. Hún er stút­full af fróðleik og aldrei meira en eitt sím­tal í burtu ef mig vant­ar eitt­hvað. Það ættu all­ir að eiga eina Hildu í sínu lífi. Hún ger­ir lífið auðveld­ara. Ég byrjaði meira að segja ekki al­menni­lega á nefönd­un fyrr en hún byrjaði. Hún er minn áhrifa­vald­ur.

Land­vætt­ir, Þríþrauta­deild Breiðabliks, hjól­reiðadeild Breiðablik, Garpa­sund Breiðabliks og Green­fit. Þau hafa öll hjálpað mér svo gíf­ur­lega mikið að kom­ast á þann stað sem ég er á í dag. Þarna er sam­an­komn­ir aðilar sem eru alltaf boðnir og bún­ir að aðstoða og miðla til þeirra sem á þurfa að halda.

Krakk­arn­ir og kærast­inn. Ég er svo hepp­in að Axel Val­ur elsti son­ur minn býr hjá mér. Hann er lista­kokk­ur og þegar ég byrjaði að borða hreint þá sá hann al­farið um að elda. Mér fannst svo drep­leiðin­legt að elda. Ég hefði ekki náð þess­um ár­angri nema afþví að hann sá um þetta al­gjör­lega til að byrja með og ég er núna í æf­inga­búðum hjá hon­um til að verða sjálf­bær áður en hann flyt­ur að heim­an. Besta við þetta allt sam­an er að ég er far­in að hafa mjög gam­an af því að elda.

Það er ekki sjálf­gefið að krakk­arn­ir styði þig 100%. Þau hafa borðað Cle­an með mér í 3 mánuði. Þau sakna aðeins gamla mat­ar­ins þannig að við ætl­um að fara að hafa þetta bland í poka og þá elda ég Cle­an fyr­ir mig.

Kærast­inn á líka hrós skilið. Hann styður mig full­kom­lega og kipp­ir sér ekk­ert upp við það þó að ég vakni kl. 5 á morgn­ana til að fara út að hlaupa.

Smart­land á líka hrós skilið fyr­ir að birta pistl­ana mína. Ég fæ al­mennt góð viðbrögð við þeim og mér þykir gíf­ur­lega vænt um skila­boð sem ég fæ frá öðrum sem eru að byrja sína veg­ferð.

Hvað er framund­an?

Ég ætla að halda mínu striki og bæta mig smátt og smátt. Ég geri mér grein fyr­ir því að ég mun ekki ná sömu bæt­ing­um í næstu mæl­ing­um. Á meðan ég sýni fram­far­ir þá er ég sátt. Þess­ir 3 mánuðir hafa liðið áfram á ógn­ar­hraða.

Hvað með aðvent­una Ásdís, á ekki að tríta sig smá? Ég hugsaði þetta ein­mitt eft­ir prófið. Ég bakaði 5 sort­ir af smá­kök­um og hugsaði að ég ætti skilið að fá mér smá­kökukaffi eft­ir prófið. Hins veg­ar langaði mig ekki í þær. Þetta var meira af vana held­ur en löng­un. Það er jú að detta í aðventu og það verður nú aðeins að tríta sig. Þegar ég sá hversu vel próf­in mín komu út þá datt niður öll löng­un í smá­kök­ur. Eitt­hvað sem ég hef verið að gera í gegn­um tíðina hef­ur ekki haft góð áhrif á lík­amann og ég held að ég þurfi ekki að vera sér­fræðing­ur til að vita að jóla­smá­kök­ur eru sann­ar­lega of­ar­lega á þeim lista. Það sem ég heyri sjálfa mig segja núna. Ef ég náði þess­um ár­angri á 3 mánuðum hvar verð ég þá stödd eft­ir 3 ár?

Í dag er ég gíf­ur­lega feg­in hvað fyrra prófið kom illa út því það neyddi mig til að bregðast við. Ef ég hefði komið sæmi­lega út hefði ég mögu­lega sagt. Þetta er ekk­ert svo slæmt svona miðað við konu á mínu aldri. Þetta er al­veg nógu gott. Sæmi­legt er ekki nógu gott þegar þú get­ur verið frá­bær. Ég hefði svo haldið áfram að fálma í myrkr­inu í staðinn fyr­ir að leita allra leiða til að bæta heils­una og hefði aldrei náð þess­um ár­angri sem ég náði með Green­fit. Það eru for­rétt­indi að geta bætt heils­una og ómet­an­legt að geta fengið fag­lega aðstoð hjá Green­fit. Núna veit ég bet­ur, ég veit að sæmi­legt er eng­an veg­inn ásætt­an­legt. Frá­bært er nýja viðmiðið.

Þetta er ein­falt. Lífið og heils­an er í okk­ar hönd­um. Við ráðum ferðinni, ekki tal­an í kenni­töl­unni okk­ar sem seg­ir hversu göm­ul við erum og ekki held­ur genin okk­ar. Þetta er und­ir okk­ur komið og eng­um öðrum.

Hægt er að fylgj­ast með veg­ferð Ásdís­ar á in­sta­gram: 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda