Hvers vegna gagnrýnir fólk frekar aktívan lífstíl og kjörþyngd?

Ásdís Ósk Valsdóttir.
Ásdís Ósk Valsdóttir.

„Til að vera al­veg hrein­skil­in þá veit ég ekki al­veg hvort orðið heilsu­smán­un sé til í ís­lenskri tungu eða hvort að ég sé að búa til nýyrði. Eins og með margt annað þá fer ég mín­ar leiðir. Ég er búin að vera lengi á leiðinni að skrifa þenn­an pist­il en núna get ég ekki leng­ur setið á mér. Áður en þú hugs­ar, ótta­lega er kon­an pirruð ætli hún sé að byrja á túr þá er svarið alls ekki. Fór í legnám 2016 og því laus við það leiðinda­vesen,“ seg­ir Ásdís Ósk Vals­dótt­ir miðaldra kona og fast­eigna­sali í sín­um nýj­asta pistli:

Al­veg frá því að ég byrjaði að breyta um lífstíl hef ég fengið að heyra það reglu­lega hvað þetta séu mikl­ar öfg­ar hjá mér og þetta sé kannski ekki svaka­lega góð hug­mynd.

Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef fengið vel mein­andi at­huga­semd­ir sem byrja svona:
Ég ætla ekki að vera leiðin­leg/​ur EN
Nú er ég eng­in sér­fræðing­ur EN
Þú mátt ekki fara framúr þér
Þú átt bara einn lík­ama
Er þetta ekki full öfga­fullt hjá þér?
Er ekki betra að sníða sér stakk eft­ir vexti?

Það er gott að hafa á bakvið eyrað að þetta eru allt óum­beðnar at­huga­semd­ir frá vel mein­andi aðilum. Svo eru það at­huga­semd­irn­ar sem ég heyri útund­an mér sem eru ennþá meira krass­andi.

Hvað eru óum­beðnar at­huga­semd­ir?

All­ar at­huga­semd­ir sem koma EKKI í kjöl­farið á spurn­ingu frá mér sem byrj­ar á HVAÐ FINNST ÞÉR?
Nokkr­ar klass­ísk­ar eru:
Þú vakn­ar of snemma!
Þú sef­ur of lítið!
Þú æfir of mikið!
Er ekki komið nóg, þarftu að grenn­ast meira?

Ég heyrði hins veg­ar aldrei neitt af neðan­töldu þegar ég var 95 kg og stundaði enga hreyf­ingu:
Þú sef­ur of lengi!
Þú ferð of seint í rúmið!
Þú þarft að hreyfa þig meira!
Ætlar þú virki­lega að borða þetta allt?
Er ekki nóg komið. Þarftu ekki að fara að gera eitt­hvað í þínum mál­um?

Hvers vegna gagn­rýn­ir fólk frek­ar aktív­an lífstíl og kjörþyngd frek­ar en kyrr­setu og ofþyngd?

Ég hef velt þessu fyr­ir mér al­veg síðan ég breytti um lífstíl. Hvers vegna finnst mörg­um þetta svona mikl­ar öfg­ar hjá mér og hvers vegna þeim finnst þörf á því að hafa vit fyr­ir mér? Leiðbeina mér góðlát­lega ein­göngu af því að ég fer út úr þeirra þæg­inda­hring. Ég á vin sem er fall­hlíf­a­stökkvari. Aldrei myndi það hvarfla að mér að benda hon­um á að fall­hlíf­a­stökk geti verið mjög hættu­legt bara af því að mér finnst það ógn­vekj­andi. Ég lít svo á að þetta sé hans líf og hans að taka ákv­arðanir hvernig hann vill lifa því.

Frosk­ur­inn sem klifraði upp súl­una

Ein upp­á­halds­dæmi­sag­an mín er af frosk­um sem bjuggu sam­an í þorpi. Í miðju þorp­inu var há súla sem marg­ir frosk­ar höfðu reynt að klifra upp en aldrei tek­ist. Í hvert skipti sem ein­hver reyndi það söfnuðust all­ir frosk­arn­ir sam­an (gerðist pottþétt ekki 2020 enda voru þeir fleiri en 10) og hóp­ur­inn fór að viðra sína skoðun. Þú get­ur þetta aldrei, þetta er svaka­lega hátt, þú átt eft­ir að detta, ÞAÐ HEF­UR ENG­INN GETAÐ ÞETTA. All­ir frosk­arn­ir sem reyndu duttu niður og hóp­ur­inn hafði sér fyr­ir sér. Hvers vegna að reyna? Það hef­ur eng­inn getað þetta. Einn dag­inn sáu frosk­arn­ir að lít­ill frosk­ur var byrjaður að klífa súl­una og þeir hófu upp sama söng­inn. Aldrei þessu vant hélt litli frosk­ur­inn áfram að klífa og al­veg sama hvað aðrir sögðu, hann hélt áfram. Hægt og ró­lega mjakaðist hann upp og loks­ins náði hann upp á topp. Þegar hann kom niður hópuðust frosk­arn­ir í kring­um hann og vildu vita hvað leynd­ar­málið var.  Hvers vegna gat hann það sem eng­inn ann­ar gat? Þá kom í ljós að frosk­ur­inn var heyrn­ar­laus og gat því ekki heyrt for­töl­ur annarra.

Eft­ir að ég ákvað að verða frosk­ur­inn og loka eyr­un­um fyr­ir óum­beðnum at­huga­semd­um hef­ur allt gengið miklu bet­ur. Ég þarf ekki leng­ur að velta mér upp úr þessu. Hvað ef þau hafa rétt fyr­ir sér, hvað ef ég get þetta ekki, hvað ef ég er að fara fram úr mér, hvað ef ég borða vit­laust, HVAÐ EF....

Það er átak að byrja á nýj­um lífstíl

Ég ræði stund­um við vini mína hversu þreytt ég er á þess­um óum­beðnu at­huga­semd­um. Að ég þurfi stöðugt að vera að rétt­læta mitt líferni og mín­ar ákv­arðanir fyr­ir öðrum. Þau segja yf­ir­leitt. Það er ein­mitt svo flott hjá þér, þú svar­ar svo vel fyr­ir þig og stend­ur með þér. Já í dag geri ég það og í dag hef­ur þetta miklu minni áhrif á mig en samt í hvert skipti sem ég fæ svona óum­beðna at­huga­semd sest pínkuponsu­lít­ill efa­semd­ar­púki á öxl­ina á mér og hvísl­ar. „Hvað ef þau hafa rétt fyr­ir sér“. „Hvað ef“ segi ég á móti, „ég reyni þá bara aft­ur“ og hristi hann af mér.

Hann var ekki alltaf svona lít­ill. Þegar ég byrjaði mína veg­ferð var hann stór og patt­ara­leg­ur sem sligaði mig og öskraði að þau hefðu rétt fyr­ir sér, að ég gæti þetta pottþétt ekki. Ég var stút­full af efa­semd­um um hvað ég gæti og allt sem ég gerði efaðist ég. Þegar ég skráði mig í Land­vætt­ina þá vissi ég al­veg að ég væri í öm­ur­legu formi en ég ræddi við nokkra. Sum­um fannst þetta gal­in hug­mynd en þeir sem höfðu gert þetta áður studdu mig. Arna Torfa­dótt­ir sagði þetta svo vel, „ef þú vilt þetta get­ur þú það“. Hilda vin­kona sem hef­ur staðið eins og klett­ur með mér all­an tím­ann sagði „þetta er ekki auðvelt og þetta verður hell­ings vinna“. Ég vissi það al­veg. Hún sagði hins veg­ar aldrei, „þú get­ur þetta ekki, þetta er of mikið fyr­ir þig“.

Það er gíf­ur­lega mikið átak að hefja nýj­an lífstíl og þeir sem fara þá leið þurfa á stuðningi að halda, ekki gagn­rýni og niðurrifi.

Hættu að deila á Sam­fé­lags­miðlana ef þú höndl­ar þetta ekki!

Jú, þetta er ágæt­ispunkt­ur. Ég nota mína sam­fé­lags­miðla sem dag­bók. In­sta­grammið mitt er dag­bók­in mín. Mér finnst gam­an að sjá hvað ég var að gera fyr­ir ári og/​eða í síðasta mánuði. Marg­ir hafa sam­band við mig til að láta mig vita að þetta efni sé hvetj­andi fyr­ir þá og mér þykir alltaf gíf­ur­lega vænt um það. Svo eru aðrir sem eru minna hrifn­ir og láta mig líka vita af því. Sam­fé­lags­miðlar eru samt svo þægi­leg­ir að þeir eru val­frjáls­ir. Ef eitt­hvað efni pirr­ar fólk þá er best fyr­ir sál­ar­tetrið að hætta að skoða efnið.

Heilsu­smán­un vs fitu­smán­un

Í dag er viður­kennt að fitu­smán­un er öm­ur­leg og mér finnst það mjög já­kvætt fram­fara­skref. Hvers vegna er heilsu­smán­un þá í lagi? Hvers vegna er í lagi að gagn­rýna fólk fyr­ir að lifa of heil­brigðum lífstíl (hvaða mæli­kv­arði er í gangi og hver ákvað það) á meðan það er bannað að gagn­rýna kyrr­setu­lífstíl?
Hvers vegna má gagn­rýna fólk fyr­ir að vera of grannt á meðan það má ekki gagn­rýna fyr­ir að vera of feitt?

Þú vær­ir betri með aðeins meira utan á þér!

Ég er með allskon­ar vini á Face­book og ein setti inn mynd af sér á Face­book í nýja jóla­kjóln­um. Þetta er kona sem er búin að vinna mikið í sér, taka til í sínu lífi bæði and­lega og lík­am­lega og létta sig um tugi kílóa. Hún var stór­glæsi­leg í kjóln­um. Flest­ar at­huga­semd­ir sem hún fékk voru mjög já­kvæðar og svo voru það þess­ar:

Stór­glæsi­leg kona í grennri kant­in­um.

Ég bara verð að segja eins og er þá finnst mér þú Jóna mín þú vera flott­ari með smá utaná þér

Ef þessi kona hefði verið búin að bæta á sig tug­um kílóa hefði ein­hverj­um dottið í hug að komm­enta. „Fal­leg­ur kjóll en hann myndi fara þér bet­ur ef þú vær­ir ekki svona feit“. Von­andi ekki, það sér hver heil­vita maður og kona að það sé bæði meiðandi og sær­andi.Það gleym­ist oft að marg­ir eru grann­ir að eðlis­fari og geta ekki þyngt sig sama hvað þeir reyna. Svona at­huga­semd­ir eru al­veg jafn­sær­andi hvort sem þú ert grann­ur eða ekki.

Passaðu þig að hverfa ekki!

Eft­ir að ég grennt­ist hef ég ekki tölu á því hversu oft ég heyrt „Passaðu þig á því að hverfa ekki“. Hvert held­ur fólk að ég hverfi? Að ég þekki Harry Potter og hann hafi lánað mér huliðsskikkj­una sína og ég geti því horfið að vild. Hvað þýðir eig­in­lega ekki hverfa? Get ég orðið svo mjó að ég gufi upp einn dag­inn? Get­ur það gerst að ég verði svo létt að ég verði eins og biðukolla og í næstu vind­kviðu muni ég fjúka út í busk­ann.

Ég las einu sinni bók um mann sem fann upp ferðaklefa. Þetta var al­gjör snilld og hefði nýst vel í ár. Þú fórst inn í svona síma­klefa, vald­ir staðsetn­ingu og svo varstu færður þangað á ljós­hraða. Flug­vél­ar urðu óþarfar. Svo dag einn fór fólk að hverfa í orðsins fyllstu merk­ingu út um all­an heim. Það sat kannski við mat­ar­borðið sitt og hvarf. Þegar ferðaklefarn­ir voru rann­sakaðir kom í ljós að við hverja ferð var í raun búið til ljós­rit af mann­eskj­unni og frum­ritið eyðilagðist. Ljós­rit­in þoldu bara ákveðin fjölda af­rita og svo urðu þau ónýt. Kannski er fólk að segja að ég sé ljós­rit?

Ég hef meira að segja fengið að heyra. Þú mátt nú alls ekki missa meira, frek­ar að þú þyrft­ir að bæta aðeins á þig. Það myndi lík­lega ein­falda lífið til muna ef það væri hægt að búa til einn al­heimsstaðal sem við pöss­um öll inn í.

Hvað má þá segja?

Þessi setn­ing, ef þú hef­ur ekk­ert já­kvætt að segja er betra að þegja á alltaf við, ekki bara þegar þér hent­ar. Til að auðvelda þetta eru hér nokkr­ar æf­ing­ar.Ef þér finnst setn­ing­in óviðeig­andi með of þung­ur eða of feit­ur þá er líka óviðeig­andi að nota of létt­ur eða of grann­ur.

Tök­um dæmi. Þú verður að borða meira, þú ert orðin alltof grann­ur er jafnóviðeig­andi og þú verður að borða minna þú ert orðinn alltof feit­ur.


Þú mátt ekki hverfa / Þú mátt ekki springa úr spiki
Ætlar þú ekki að fá þér meira? / Ætlar þú virki­lega að borða allt þetta?
Þú hreyf­ir þig alltof mikið / Þú verður að hreyfa þig meira
Mér finnst þú fal­legri með meira utan á þér / Þú vær­ir fal­legri ef þú vær­ir ekki svona feit
Þessi kjóll færi þér bet­ur ef þú vær­ir ekki svona grönn / þessi kjóll færi þér bet­ur ef þú vær­ir ekki svona feit

Aðgát skal höfð í nær­veru sál­ar gild­ir alltaf óháð lík­amsþyngd. Lík­ams­virðing er fyr­ir alla ekki suma.

Of aktíft fólk, pínu óþolandi ekki satt?

Ég þekki marga sem eru komn­ir yfir sex­tugt og eru í gíf­ur­lega góðu formi. Svo góðu að ég lít á þau sem mín­ar fyr­ir­mynd­ir. Hvernig ég vil verða þegar ég verð sex­tug. Ég ræddi þetta við eina konu og ég sagði henni hvað mér finn­ist hún frá­bær fyr­ir­mynd. Þá sagði hún: „ég er nú eig­in­lega hætt að deila því sem ég geri á Face­book þar sem ég fæ svo mikla gagn­rýni á alla þessa hreyf­ingu“. Hvað er málið með það? Hef­ur ein­hver fengið gagn­rýni fyr­ir að setja inn of marg­ar mynd­ir í nota­leg­heit­um, of mörg mat­ar­boð, aðeins að tríta sig, upp í bú­stað að slaka sér. Hins­veg­ar ef þú set­ur inn of marg­ar hreyfi­mynd­ir þá færðu skamm­ir? Þarf ekki eitt­hvað að skoða þetta?

Hver er mun­ur­inn á því að smána mig fyr­ir að hreyfa mig of mikið eða smána mig fyr­ir að hreyfa mig ekki neitt?
Hvers vegna er það viður­kennt að það sé í lagi að tríta sig smá (mjög loðin þessi skil­grein­ing á smá) en það sé öfga­fullt að borða ekki syk­ur.

Það þarf að njóta. Bollu­dag­ur­inn kem­ur bara einu sinni á ári. Líka af­mælið mitt, af­mæli allra hinna sem ég er boðin í, pásk­arn­ir og páska­egg­in, aðvent­an, jóla­boðin, jóla­mat­ur­inn, konu­dag­ur­inn, bónda­dag­ur­inn, 17. júní og svo ynd­is­lega sum­arið með öll­um sín­um grill­veisl­um og hitt­ingi.

Ef ég hefði hlustað á all­ar úr­töluradd­irn­ar þegar ég var að byrja að hreyfa mig og breyta um mataræði þá væri ég ekki búin að ná þeim ár­angri sem ég hef náð í dag. Lík­lega hefði ég gef­ist upp eina ferðina enn og væri ennþá 95 kg. sófa­kartafla nema mögu­lega væri ég aðeins þyngri.

Hvernig væri að við mynd­um leyfa öll­um að breiða út sína vængi og fljúga eins hátt og þeir vilja, ekki bara þeim sem fljúga inn­an þíns þæg­ind­aramma.

Það hafa all­ir rétt á að vera þeir sjálf­ir

Mig lang­ar að ljúka þess­um pistli með orðum Erlu Gerðar Sveins­dótt­ur lækn­is.

Heilsu­smán­un er frá­bært nýyrði en reynd­ar sorg­legt að það þurfi að vera til. 
Holdafar fólks er ekki eitt­hvað sem öðrum kem­ur við -  i hvaða átt sem er.
Sama gild­ir um lífs­stíl. Það er aldrei hægt að gera svo öll­um líki og ekki þess virði að reyna það.
Kúnst­in er að finna það sem hent­ar okk­ur sjálf­um á hverj­um tíma og standa með sjálf­um sér.
Mik­il­vægt er að geta rætt sitt holdafar og lífs­stíl við fag­fólk í heil­brigðis­kerf­inu og fengið góð ráð sem veitt eru af virðingu fyr­ir vali hvers ein­stak­lings.

Því miður er enn að finna for­dóma og vanþekk­ingu í sam­fé­lag­inu sem einnig finnst sumstaðar inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins en ég er bjart­sýn á að með auk­inni þekk­ingu heyri það sög­unni til.

Sýn­um okk­ur sjálf­um og hvort öðru virðingu. 

Erla Gerður Sveins­dótt­ir, lækn­ir

Hægt er að fylgj­ast með veg­ferð Ásdís­ar á in­sta­gram:

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda