Gefa hvort öðru heimarækt í jólagjöf

Lokun líkamsrækta fékk þau Davíð og Helenu til þess að …
Lokun líkamsrækta fékk þau Davíð og Helenu til þess að fá sér heimarækt. Ljósmynd/Aðsend

Parið Helena H. Jac­ob­sen og Davíð Þór Ágústs­son ætla að gefa hvort öðru heimarækt í jóla­gjöf. Aðstaða til íþróttaiðkun­ar hef­ur lengi verið á óskalist­an­um en þau settu pláss­leysi fyr­ir sig. Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn og eng­inn óskalisti fyr­ir jól­in í ár fékk þau til að láta draum­inn ræt­ast.

„Við vor­um bæði kom­in vel af stað í rækt­inni fyr­ir covid; Helena í cross­fit og Davíð í að lyfta, en svo var öllu lokað. Við vor­um ekk­ert rosa­lega dug­leg að halda okk­ur við í fyrri bylgj­unni og vor­um eig­in­lega að mana okk­ur upp í að byrja að mæta þegar öllu var lokað aft­ur. Svo stóðum við frammi fyr­ir því að vera allt í einu fólkið sem á allt og vantaði ekk­ert sér­stakt fyr­ir jól­in. Þannig að við ákváðum að finna bara leið til þess að fram­kvæma þessa hug­mynd sem við höf­um lengi gælt við,“ segja Helena og Davíð sem þurfa nú ekki að treysta á að kom­ast alltaf í rækt­ina til að hreyfa sig.

Þau segj­ast hafa gengið með hug­mynd­ina um heimarækt lengi en verið að bíða eft­ir að kom­ast í stærra hús­næði eða að börn­in flyttu að heim­an. Lok­an­irn­ar núna ýttu þeim út í að finna leið til þess að gera draum­inn að veru­leika.

„Við erum í íbúð á gamla her­svæðinu hjá Kefla­vík­ur­flug­velli sem eru byggðar á am­er­íska mát­ann. Svefn­her­bergið okk­ar er um 20 fer­metr­ar auk baðher­berg­is. Við höf­um átt erfitt með að fylla rýmið nema með gagns­laus­um hús­gögn­um sem eru eig­in­lega bara upp á punt. Við ákváðum að end­urraða bara í her­berg­inu okk­ar og tókst að búa til nokkra fer­metra fyr­ir tæki og tól.“

Eruð þið kom­in með hug­mynd um hvers kon­ar tæki þarf að eiga í heimarækt­inni?

„Já, við erum búin að fjár­festa í mott­um á gólfið, þrek­hjóli og TRX-teygj­um. Draum­ur­inn er svo að vera með still­an­leg­an bekk, hand­lóð, ketil­bjöll­ur, stöng og lóðaplöt­ur en það er lítið að fá af því eins og er. Við bíðum spennt eft­ir að versl­an­irn­ar fái nýj­ar send­ing­ar von­andi í janú­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda