Gefa hvort öðru heimarækt í jólagjöf

Lokun líkamsrækta fékk þau Davíð og Helenu til þess að …
Lokun líkamsrækta fékk þau Davíð og Helenu til þess að fá sér heimarækt. Ljósmynd/Aðsend

Parið Helena H. Jacobsen og Davíð Þór Ágústsson ætla að gefa hvort öðru heimarækt í jólagjöf. Aðstaða til íþróttaiðkunar hefur lengi verið á óskalistanum en þau settu plássleysi fyrir sig. Kórónuveirufaraldurinn og enginn óskalisti fyrir jólin í ár fékk þau til að láta drauminn rætast.

„Við vorum bæði komin vel af stað í ræktinni fyrir covid; Helena í crossfit og Davíð í að lyfta, en svo var öllu lokað. Við vorum ekkert rosalega dugleg að halda okkur við í fyrri bylgjunni og vorum eiginlega að mana okkur upp í að byrja að mæta þegar öllu var lokað aftur. Svo stóðum við frammi fyrir því að vera allt í einu fólkið sem á allt og vantaði ekkert sérstakt fyrir jólin. Þannig að við ákváðum að finna bara leið til þess að framkvæma þessa hugmynd sem við höfum lengi gælt við,“ segja Helena og Davíð sem þurfa nú ekki að treysta á að komast alltaf í ræktina til að hreyfa sig.

Þau segjast hafa gengið með hugmyndina um heimarækt lengi en verið að bíða eftir að komast í stærra húsnæði eða að börnin flyttu að heiman. Lokanirnar núna ýttu þeim út í að finna leið til þess að gera drauminn að veruleika.

„Við erum í íbúð á gamla hersvæðinu hjá Keflavíkurflugvelli sem eru byggðar á ameríska mátann. Svefnherbergið okkar er um 20 fermetrar auk baðherbergis. Við höfum átt erfitt með að fylla rýmið nema með gagnslausum húsgögnum sem eru eiginlega bara upp á punt. Við ákváðum að endurraða bara í herberginu okkar og tókst að búa til nokkra fermetra fyrir tæki og tól.“

Eruð þið komin með hugmynd um hvers konar tæki þarf að eiga í heimaræktinni?

„Já, við erum búin að fjárfesta í mottum á gólfið, þrekhjóli og TRX-teygjum. Draumurinn er svo að vera með stillanlegan bekk, handlóð, ketilbjöllur, stöng og lóðaplötur en það er lítið að fá af því eins og er. Við bíðum spennt eftir að verslanirnar fái nýjar sendingar vonandi í janúar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda