Borðar 2-3 á dag og sleppir millimáli

Rafn Frank­lín Hrafns­son.
Rafn Frank­lín Hrafns­son. Ljósmynd/Aðsend

„Hvað á ég að borða?“ er spurn­ing sem Rafn Frank­lín Hrafns­son þjálf­ari og heilsuráðgjafi hef­ur fengið oft­ar en hann get­ur talið. Þegar hann sjálf­ur byrjaði að kafa ofan í mataræði og nær­ing­ar­fræði opnaðist heill heim­ur fyr­ir hon­um. Út frá sinni hug­mynda­fræði og þekk­ingu skrifaði hann bók­ina Borðum bet­ur – Fimm skref til langvar­andi lífs­stíls­breyt­inga.

Rafn seg­ir það ekki nema von að fólk sé átta­villt í frum­skógi nær­ing­ar­fræðinn­ar og öll­um þeim kúr­um og mat­ar­nýj­ung­um sem koma upp á yf­ir­borðið reglu­lega.

„Ég hef fylgst með fólki end­ur­taka sömu mis­tök­in í mataræði aft­ur og aft­ur, með vilj­ann að vopni en áhersl­urn­ar á kol­röng­um stað. Bók­in snýst ekki um þetta klass­íska skyndi­lausna-mód­el held­ur ferðalag að lang­tíma­ár­angri þannig að þú get­ur aðlagað þitt mataræði og gert það að heil­brigðu mataræði á ein­fald­an hátt. Í bók­inni er skil­virk­ur fimm skrefa leiðar­vís­ir sem leiðbein­ir les­end­um í gegn­um þetta ferðalag og gef­ur þér tól­in til að taka upp­lýst­ar og sjálf­stæðar ákv­arðanir í mataræði.

Heilsu­heim­ur­inn stýrist af skyndi­lausna­hug­ar­fari sem oft­ar en ekki fær fólk til að leggja heils­una að veði fyr­ir skamm­tíma­ár­ang­ur á vigt­inni. Ég held því fram að með rétt­um áhersl­um og hug­ar­fari get­um við auðveld­lega notið lífs­ins og mat­ar­ins án þess að það komi niður á heils­unni.

Borðar tvær til þrjár máltíðir á dag

Ég er mik­ill mat­gæðing­ur. Ég elska að borða en á sama tíma hef ég yf­ir­leitt ekki svig­rúm til að mat­reiða Michel­in-máltíðir. Ég held hlut­un­um því mjög ein­föld­um. Kjarn­inn í mínu mataræði er kjöt, fiskaf­urðir og egg sem ég skreyti síðan yf­ir­leitt með mínu upp­á­halds­græn­meti og gjarn­an gerjuðu græn­meti líka,“ seg­ir Rafn þegar hann er spurður hvernig hann sjálf­ur borðar.

Rafn seg­ist einnig vinna með lotu­föst­ur. Þá borðar hann annaðhvort morg­un­mat og snemm­bú­inn kvöld­mat eða fast­ar til há­deg­is og borðar kvöld­mat um klukk­an sjö. Með matn­um legg­ur hann áherslu á ein­falt meðlæti, súr­kál og sós­ur gerðar frá grunni. Í bók­inni fer hann meðal ann­ars yfir kosti súr­káls. Hann seg­ir gerj­un­ina á súr­kál­inu gera græn­metið auðmelt­an­legra og auka nær­ing­ar­gildi þess auk þess sem súr­kálið býr yfir mik­il­væg­um góðgerl­um sem skipt­ir miklu máli fyr­ir þarma­flóru lík­am­ans og heilsu.

„Ég borða mjög sjald­an milli­mál. Ég stóla á þess­ar tvær til þrjár máltíðir yfir dag­inn til að halda mér södd­um og sæl­um,“ seg­ir Rafn sem fær­ir rök fyr­ir því í bók sinni að fólk ætti að lág­marka milli­mál. „Við ætt­um frek­ar að láta líða lengri tíma á milli máltíða og vanda okk­ur við að verða södd þegar við borðum. Ég tel að hug­mynd­in um að borða oft á dag sé göm­ul mýta sem er smám sam­an að leys­ast upp.“

Hug­ar­farið oft á röng­um stað

Hvaða mis­tök ger­ir fólk helst?

„Ég held að þetta sé margþætt. Áhersl­urn­ar og hug­ar­farið eru á röng­um stað hjá mörg­um. Það er stokkið í mataræðis­breyt­ing­ar sem ein­hvers kon­ar átak með fitutap að leiðarljósi sem stýrist af „allt eða ekk­ert“-hug­ar­fari sem sjald­an skil­ar langvar­andi ár­angri. Í staðinn ætt­um við að mínu mati fyrst og fremst að leggja áherslu á heil­brigði og velja nær­ing­una út frá því hvað fær­ir okk­ur bætta heilsu. Fitutap fylg­ir þessu oft óhjá­kvæmi­lega. Þegar þessi hug­ar­fars­breyt­ing á sér stað held ég að við get­um náð betri ár­angri í mataræði.“

Rafn Franklín var að gefa út bókina Borðum betur.
Rafn Frank­lín var að gefa út bók­ina Borðum bet­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Rafn er ekki endi­lega talsmaður boða og banna og leyf­ir sér með góðri sam­visku að njóta þeirra kræs­inga sem jól­in og hátíðunum fylgja. Hann ein­fald­lega vand­ar valið og beit­ir ákveðnum „herkænskuaðferðum“ til að gefa lík­am­an­um svig­rúm til að melta vel, vinna úr matn­um og pass­ar að orkuflóðinu sé vel eytt með góðri hreyf­ingu.

„Ég beiti ákveðnum aðferðum til að gefa lík­am­an­um meira svig­rúm til að geta borðað þetta án þess það komi niður á heils­unni. Ég nýti göngu­túra, æf­ing­ar og lotu­föst­ur sem dæmi. Ég nota þetta á herkænsku­leg­an hátt í kring­um jóla­máltíðir eða ein­hvers kon­ar sukk til að lík­am­inn fái alltaf svig­rúm til þess að vinna úr jóla­matn­um og viðhalda heils­unni. Þetta er mín leið til að halda jafn­vægi í mataræði og lífs­stíl.“

Nýt­um það sem landið hef­ur upp á að bjóða

Íslend­ing­ar koma ekki alltaf vel út úr sam­an­b­urði við önn­ur vest­ræn lönd hvað viðkem­ur offitu og lífstíls­sjúk­dóm­um. „Ég held við Íslend­ing­ar mæl­umst hugs­an­lega verr en aðrar Norður­landaþjóðir vegna þess við erum meira að elt­ast við banda­rísku menn­ing­una en önn­ur Norður­lönd. Það ætti ekki að þurfa að segja okk­ur að það sé ekki já­kvætt heilsu­for­dæmi. Að mínu mati eig­um við að nýta okk­ur hversu stutt við erum frá rót­um okk­ar. Við búum við þau ein­stöku for­rétt­indi að geta nálg­ast hreina ís­lenska fæðu úr næsta ná­grenni. Þetta er hágæðamat­ur sem er al­gjör fjár­sjóður að hafa aðgengi að.“

Til að ná góðu heil­brigði seg­ir Rafn að fjór­ir und­ir­stöðuþætt­ir 360 heilsu verði að vera fyr­ir hendi. „Þess­ir þætt­ir eru svefn, nær­ing, hreyf­ing og and­leg heilsa en til að ná raun­veru­leg­um ár­angri þurfa þess­ir þætt­ir að vera í ákveðnu jafn­vægi.“

Nú þegar nýtt ár ber að garði hugsa marg­ir um að setja heils­una í for­gang. Rafn hvet­ur fólk til þess að fara ekki í öfga­full átök. Hann von­ast frek­ar til þess að fólk geri hollt mataræði að sínu. „Ósk mín með þess­ari bók er að hjálpa sem flest­um að ná betri tök­um á eig­in mataræði án þess að vera sí­fellt að hoppa á milli mat­arkúra, pína sig í átök eða fylgja ein­hæf­um matar­plön­um sem skila sjald­an langvar­andi ár­angri. Ein­fald­lega borða bet­ur!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda