Upplifði annað viðhorf eftir þyngdartapið

Rebel Wilson segir að fólk komi öðruvísi fram við hana …
Rebel Wilson segir að fólk komi öðruvísi fram við hana eftir að hún léttist. Skjáskot/Instagram

Leik­kon­an Re­bel Wil­son seg­ir að ekki mikið hafi breyst hjá sér per­sónu­lega eft­ir að hún létt­ist um þó nokk­ur kíló. Það sem hef­ur hins veg­ar breyst er hvernig annað fólk kem­ur fram við hana. 

Wil­son var sjálf mjög sjálfs­ör­ugg áður en hún ákvað að setja heils­una í for­grunn og létt­ast. Núna er hún með sjálfs­ör­yggið í botni. Hún hef­ur samt tekið eft­ir því að fólk kem­ur öðru­vísi fram við hana. „Stund­um, þegar þú ert stærri, þá horf­ir fólk ekki endi­lega á þig tvisvar. Núna þegar ég er í góðu formi býðst fólk til að halda á inn­kaupa­vör­um fyr­ir mig út í bíl og held­ur dyr­um opn­um fyr­ir mig. Er þetta það sem fólk hef­ur upp­lifað all­an þenn­an tíma?“ spurði leik­kon­an í viðtali í þætt­in­um The Morn­ing Crew with Hug­hesy, Ed and Erin á miðviku­dag. 

Wil­son setti heils­una í for­gang í byrj­un árs 2020 og leyfði heims­byggðinni að fylgj­ast með ár­angri sín­um yfir árið. Hún setti markið á að verða 75 kíló og náði hún þeim áfanga og rúm­lega það. 

Það sem henni þótti áhuga­vert við heilsu­árið sitt var að marg­ir höfðu mik­inn áhuga á því. „Það hef­ur verið áhuga­vert að fylgj­ast með því hversu mikla at­hygli þessi lífs­stíls­breyt­ing fékk þegar það er svona mikið í gangi í heim­in­um,“ sagði Wil­son. 

Wil­son hugsaði ekki bara um að létt­ast held­ur vildi hún læra að næra sig rétt og fá alla þá nær­ingu sem hún þarf út úr mataræðinu. Áður fyrr borðaði hún um þrjú þúsund hita­ein­ing­ar á dag og tókst á við frægðina með kleinu­hringja­áti.

Rebel Wilson náði góðum árangri árið 2020.
Re­bel Wil­son náði góðum ár­angri árið 2020. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda