Upplifði annað viðhorf eftir þyngdartapið

Rebel Wilson segir að fólk komi öðruvísi fram við hana …
Rebel Wilson segir að fólk komi öðruvísi fram við hana eftir að hún léttist. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Rebel Wilson segir að ekki mikið hafi breyst hjá sér persónulega eftir að hún léttist um þó nokkur kíló. Það sem hefur hins vegar breyst er hvernig annað fólk kemur fram við hana. 

Wilson var sjálf mjög sjálfsörugg áður en hún ákvað að setja heilsuna í forgrunn og léttast. Núna er hún með sjálfsöryggið í botni. Hún hefur samt tekið eftir því að fólk kemur öðruvísi fram við hana. „Stundum, þegar þú ert stærri, þá horfir fólk ekki endilega á þig tvisvar. Núna þegar ég er í góðu formi býðst fólk til að halda á innkaupavörum fyrir mig út í bíl og heldur dyrum opnum fyrir mig. Er þetta það sem fólk hefur upplifað allan þennan tíma?“ spurði leikkonan í viðtali í þættinum The Morning Crew with Hughesy, Ed and Erin á miðvikudag. 

Wilson setti heilsuna í forgang í byrjun árs 2020 og leyfði heimsbyggðinni að fylgjast með árangri sínum yfir árið. Hún setti markið á að verða 75 kíló og náði hún þeim áfanga og rúmlega það. 

Það sem henni þótti áhugavert við heilsuárið sitt var að margir höfðu mikinn áhuga á því. „Það hefur verið áhugavert að fylgjast með því hversu mikla athygli þessi lífsstílsbreyting fékk þegar það er svona mikið í gangi í heiminum,“ sagði Wilson. 

Wilson hugsaði ekki bara um að léttast heldur vildi hún læra að næra sig rétt og fá alla þá næringu sem hún þarf út úr mataræðinu. Áður fyrr borðaði hún um þrjú þúsund hitaeiningar á dag og tókst á við frægðina með kleinuhringjaáti.

Rebel Wilson náði góðum árangri árið 2020.
Rebel Wilson náði góðum árangri árið 2020. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda