Sunneva tók kröftuga heimaæfingu

Sunneva Eir Einarsdóttir mælir með að fólk setji sér markmið …
Sunneva Eir Einarsdóttir mælir með að fólk setji sér markmið og haldi áfram að hreyfa sig. Skjáskot/Instagram

Áhrifa­vald­ur­inn og einkaþjálf­ar­inn Sunn­eva Eir Ein­ars­dótt­ir hvet­ur fylgj­end­ur sína til að setja sér mark­mið næstu vik­urn­ar á meðan það er lokað í lík­ams­rækt­ar­stöðvum. Í morg­un tók hún góða heimaæf­ingu sem all­ir geta gert heima hjá sér eða ut­an­dyra. 

Sunn­eva hef­ur verið gríðarlega dug­leg að hreyfa sig í öll­um bylgj­um far­ald­urs­ins og sett inn hug­mynd­ir að æf­ing­um á In­sta­gram-síðu sína sem hef­ur nýst fylgj­end­um henn­ar vel síðastliðið árið. 

Í morg­un tók hún kraft­mikla æf­ingu ut­an­dyra sem all­ir geta fram­kvæmt án þess að eiga nokk­urn búnað. Þó er líka hægt að út­færa æf­ing­una með teygju eða létt­um lóðum. 

Í upp­hit­un mæl­ir hún með fjór­um um­ferðum af: 

  • 20 sprelli­karl­ar
  • 20 mjaðmabeygj­ur (e. Good morn­ings)
  • 20 upp­set­ur 
  • 20 vind­myll­ur
  • 20 aft­urstig

Aðal­hluti æf­ing­ar­inn­ar eru svo 5 um­ferðir, 50 end­ur­tekn­ing­ar í fyrstu, 40 í ann­arri, 30 í þeirri þriðju, 20 í fjórðu og 10 í fimmtu. 

  • Hné­beygj­ur
  • 90-90 magaæf­ing­ar
  • Asna­spörk á vinstri 
  • Asna­spörk á hægri 
  • Snerta tærn­ar á upp­hækk­un

Til að klára æf­ing­una mæl­ir hún með 6 mín­út­um af stöðugri hreyf­ingu til dæm­is hlaup, sprelli­karla, há­ar­hné­lyft­ur eða sipp. 

Heimaæfing dagsins hjá Sunnevu Einarsdóttur.
Heimaæf­ing dags­ins hjá Sunn­evu Ein­ars­dótt­ur. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda