Sunneva tók kröftuga heimaæfingu

Sunneva Eir Einarsdóttir mælir með að fólk setji sér markmið …
Sunneva Eir Einarsdóttir mælir með að fólk setji sér markmið og haldi áfram að hreyfa sig. Skjáskot/Instagram

Áhrifa­vald­ur­inn og einkaþjálf­ar­inn Sunn­eva Eir Ein­ars­dótt­ir hvet­ur fylgj­end­ur sína til að setja sér mark­mið næstu vik­urn­ar á meðan það er lokað í lík­ams­rækt­ar­stöðvum. Í morg­un tók hún góða heimaæf­ingu sem all­ir geta gert heima hjá sér eða ut­an­dyra. 

Sunn­eva hef­ur verið gríðarlega dug­leg að hreyfa sig í öll­um bylgj­um far­ald­urs­ins og sett inn hug­mynd­ir að æf­ing­um á In­sta­gram-síðu sína sem hef­ur nýst fylgj­end­um henn­ar vel síðastliðið árið. 

Í morg­un tók hún kraft­mikla æf­ingu ut­an­dyra sem all­ir geta fram­kvæmt án þess að eiga nokk­urn búnað. Þó er líka hægt að út­færa æf­ing­una með teygju eða létt­um lóðum. 

Í upp­hit­un mæl­ir hún með fjór­um um­ferðum af: 

  • 20 sprelli­karl­ar
  • 20 mjaðmabeygj­ur (e. Good morn­ings)
  • 20 upp­set­ur 
  • 20 vind­myll­ur
  • 20 aft­urstig

Aðal­hluti æf­ing­ar­inn­ar eru svo 5 um­ferðir, 50 end­ur­tekn­ing­ar í fyrstu, 40 í ann­arri, 30 í þeirri þriðju, 20 í fjórðu og 10 í fimmtu. 

  • Hné­beygj­ur
  • 90-90 magaæf­ing­ar
  • Asna­spörk á vinstri 
  • Asna­spörk á hægri 
  • Snerta tærn­ar á upp­hækk­un

Til að klára æf­ing­una mæl­ir hún með 6 mín­út­um af stöðugri hreyf­ingu til dæm­is hlaup, sprelli­karla, há­ar­hné­lyft­ur eða sipp. 

Heimaæfing dagsins hjá Sunnevu Einarsdóttur.
Heimaæf­ing dags­ins hjá Sunn­evu Ein­ars­dótt­ur. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda