Þetta eru vítamínin sem bæta geðheilsuna

Kayla Maurais/Unsplash

„2020 var streituvaldandi en 2021 virðist ekki síður ætla að taka á Íslandi og í víðri veröld. Þegar er vitað að veiran hefur leitt til aukinnar sóknar í geðheilbrigðisþjónustu í öllum aldurshópum. Að sama skapi hafa fleiri sóst eftir vítamínum og bætiefnum sem styðja við geðheilsuna. Skýrsla Coherent Market Insights gerir ráð fyrir 8,5% vaxtarhraða á heila- og geðheilbrigðismarkaði á næstu 6 árum,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir eigandi Systrasamlagsins í nýjum pistli: 

Vítamín og bætiefni eins og magnesíum (slakandi), B-vítamínblöndur (fyrir taugakerfið), L-theanín (slakandi/svefn), kamilla (róandi) og saffran (fyrir serótóníon) njóta mikilla vinsælda.

Enn fremur aukast vinsældir jurta sem geta slegið á streituviðbrögð líkamans. Sérstaklega burnirótar og ashwagandha sem geta minnkað kvíða og dregið úr kortisóli en líka slegið á vægt þunglyndi.

En þó að þessi vítamín, bætiefni og jurtir geti gagnast er alltaf mikilvægt að leita góðra ráða hjá sérfróðum. Sérstaklega ef fólk er þegar í lyfjum við þunglyndi, kvíða eða öðrum geðsjúkdómum.

Fegurðin

Það er vitað að streita hefur einna mest áhrif á ytri fegurð okkar. Fátt ef ekkert hefur meiri áhrif á öldrun um aldur fram en streita. Það hefur leitt til þess að ásókn í jurtir í mat hafa sjaldan verið meiri. Margir leggja sig eftir kollageni en þó er ekkert áhrifaríka en vel unnið C-vítamín sem má segja að sé byggingarefni vefja líkamans og undirstaða þess að við myndum kollagen. Áhugi á því sem styður við innri sem ytri fegurð fer með himinskautum.

Helstu fegurðarbætandi efnin, eða þau sem auka fegurðina innan frá og út, eru C-vítamín (hið raunverulega kollagen), omega 3, hyularonic-sýra, keramíð (sem er m.a. að finna í hrísgrónaklíði), andoxunarrík græn te (L-theanín / matcha) og góðar grænmetisblöndur. Fyrir utan stöku vel unnin andlitskrem, og umfram allt frábært C-vítamín og omega 3, er sérlega mikilvægt að borða frábærlega hollan mat til draga úr fínum línum og hrukkum. Gæðasvefn og hreyfing skipta líka sköpum.

Ónæmisheilsan

COVID-19 hefur og er enn þá að kenna okkur að forgangsraða heilsu okkur. Rannsóknir sýna 50% aukningu hjá neytendum sem leita eftir ónæmisstyrkjandi fæðubótarefnum. Það eru efni eins og sink, B-vítamínin, C og D-vítamín, ylliber, túrmerik og engifer. Það má heldur ekki gleyma chaga og reishi sveppum sem lengi hafa verðið notaðir til að styrkja ónæmiskerfið í óhefðbundnum lækningum, sem eru kannski ekki svo óhefðbundin lengur.

D-vítamín drottningin

Líklega heldur þó D-vítamínið að vera alfa og omega alls. D-vítamín heldur áfram að leiða hleðsluna sem toppnæringarefnið fyrir heilsuna. Það gegnir lykilhlutverki í ónæmi, andlegri líðan, bein- og húðheilsu og vernd gegn langvinnum sjúkdómum. D-vítamín var mikið í fréttum 2020 þar sem ýmsar rannsóknir tengdu lágt D-vítamíngildi með aukinni hættu á fylgikvillum COVID-19. Hins vegar er þörf á frekari rannsóknum.

Gert er ráð ráð fyrir D-vítamín markaðurinn muni aukast um 7,2% til ársins 2025.

Heimildir:

https://www.mordorintelligence.com/industry-reports/vitamin-d-supplements-market

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál