Henti baðvigtinni og sér ekki eftir því

Jessica Simpson henti baðvigtinni og hætti að pæla í þyngd …
Jessica Simpson henti baðvigtinni og hætti að pæla í þyngd sinni. PHIL McCARTEN

Söng­kon­an Jessica Simp­son hef­ur ekki hug­mynd um hvað hún er þung um þess­ar mund­ir. Simp­son henti baðvigt­inni á heim­ili sínu fyrr á þessu ári. 

„Ég hef ekki hug­mynd um hvað ég er þung. Mig langaði bara að líða vel og geta rennt upp bux­un­um mín­um. Ef ég get það ekki, þá á ég aðra stærð. Ég á all­ar stærðir,“ sagði Simp­son í viðtali við Hoda Kotb á dög­un­um. 

Simp­son seg­ir að hún hafi reynt sitt allra besta til að láta stærðina sína stjórna því hvernig hún skil­grein­ir sjálfa sig. Simp­son fór í heilsu­átak eft­ir að hún eignaðist dótt­ur sína Bir­dy árið 2019 og létt­ist um 45 kíló það ár. 

Simpson fór í heilsuátak eftir að hún eignaðist dóttur sína …
Simp­son fór í heilsu­átak eft­ir að hún eignaðist dótt­ur sína Bir­dy árið 2019. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda