Taldi sér trú um að hún væri í ofþyngd

Nathalie Emmanuel í Game of Thrones.
Nathalie Emmanuel í Game of Thrones.

Game of Thrones-leik­kon­an Nathalie Emm­anu­el hugs­ar vel um lík­amann, æfir vel og borðar holl­an mat. Heil­brigði snýst þó meira um and­lega líðan en æf­ing­ar og kal­orí­ur. Í viðtali við Women's Health viður­kenn­ir Emm­anu­el að hafa talað sjálfa sig niður og borið sig sam­an við annað fólk. 

Það tók hana mörg ár að eiga í heil­brigðu sam­bandi við lík­ama sinn. Hún seg­ir að göm­ul minn­ing, mynd af henni sem birt­ist á Face­book, hafi breytt öllu. Hún horfði á mynd­ina og hugsaði með sér að hún hefði litið vel út. Hún mundi samt eft­ir því að á sama tíma hugsaði hún með sér að hún væri allt of þung og að hún þyrfti að gera ým­is­legt sem væri óheil­brigt. 

„Hvað er það sem þú vilt?“ er spurn­ing sem Emm­anu­el spyr sig en hún þarf stöðugt að minna sig á rétt­an hugs­un­ar­hátt. „Ég þurfti að breyta sam­bandi mínu við æf­ing­ar og hvað ég vil fá út úr þeim,“ sagði hún. Leik­kon­an hef­ur alltaf hreyft sig mikið, æft dans og er menntaður jóga­kenn­ari. Í stað þess að æfa til þess að líta út á ákveðinn hátt æfir hún til að ná ákveðnum ár­angri. Hún er til dæm­is núna með þau mark­mið að geta gert upphíf­ing­ar, bæta þolið, byggja upp styrk í öxl­um og æfa ákveðna jóga­stöðu. 

Nathalie Emmanuel úr Game of Thrones hélt hún væri í …
Nathalie Emm­anu­el úr Game of Thrones hélt hún væri í ofþyngd.

Emm­anu­el æfir með þjálf­ara í Lund­ún­um fjór­um sinn­um í viku. Hann læt­ur hana taka spretti upp brekku, brennslu- og styrktaræf­ing­ar með eig­in þyngd. Jóga hef­ur alltaf verið stór hluti af lífi henn­ar. Hún byrjaði að stunda jóga þegar hún var 18 ára og and­leg heilsa henn­ar hafði versnað mikið. 

Leik­kon­an er grænkeri. Hún byrjaði á því að taka út mjólk­ur­vör­ur vegna mígren­is og smám sam­an þróaðist mataræðið þannig að hún tók aðrar dýra­af­urðir út úr því. Hún fann mik­inn mun þegar hún breytti mataræðinu. Hún fór til dæm­is að sofa bet­ur og vaknaði án vekj­ara­klukku. 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda