Svona heldur Pippa sér í formi

Pippa Matthews hleypur mikið.
Pippa Matthews hleypur mikið. AFP

Pippa Matt­hews, litla syst­ir Katrín­ar her­togaynju, er mik­ill hlaupagarp­ur. Hún seg­ir það góða við hlaup að það þarf eng­ar græj­ur nema góða hlaupa­skó og þá er hægt að hlaupa af stað. Hún hef­ur stundað hlaup síðan hún var krakki. 

Pippa ólst upp í enskri sveit og því voru úti­vera og íþrótt­ir stór hluti af upp­eldi henn­ar. Hún man vel eft­ir því að hafa tekið þátt í hlaupi átta ára göm­ul. „Ég elska ein­fald­leik­ann – bara góðir hlaupa­skór,“ seg­ir Pippa í viðtali á vef íþrótta­merk­is­ins Hoka en hún verið í sam­starfi við merkið í nokk­ur ár. „Þá ertu til­bú­inn til þess að njóta hvar sem er í ver­öld­inni. Ekk­ert sér­stakt sett eða tæki, ekk­ert fjaðrafok eða fín­erí.“

Þegar Pippa komst á full­orðins­ár­in og hið hefðbundna skipu­lag sem fylgdi skóla­deg­in­um hvarf fannst henni gott að búa sér til ramma með hlaup­um. Hún hef­ur einnig náð að flýja hindr­an­ir og krefj­andi verk­efni með því að fara út að hlaupa. 

Pippa Matthews og einmaður hennar,James Matthews.
Pippa Matt­hews og einmaður henn­ar,James Matt­hews. AFP

Pippa grein­ir frá hlaup­un­um sem hún hef­ur farið í og hef­ur hún ekki látið neitt skemmt­iskokk duga. Hún hef­ur meðal ann­ars tekið þátt í löng­um og erfiðum hlaup­um í Skotlandi, Ken­íu og Kína. Í kjöl­far hlaup­anna byrjaði hún að hjóla mikið og hef­ur tekið þátt í löng­um hjóla- og göngu­skíðakeppn­um.

Pippa á nú tvö börn með eig­in­manni sín­um, James Matt­hews. Hún seg­ir keppn­is­hlaup hafa þurft að sitja á hak­an­um á meðan en nýt­ir þó þann tíma sem hún hef­ur til þess að hreyfa sig. „Ég hleyp meira á eft­ir börn­um og smá­börn­um en í mark, sem mér finnst allt í lagi, í bili. Á báðum meðgöng­un­um hef ég reynt að halda mér í formi og sterkri fyr­ir lík­amann en líka fyr­ir and­lega heilsu. Með því að hreyfa mig með syni mín­um sem er tveggja og hálfs árs í garðinum eða á leik­vell­in­um, hjóla með hann aft­an á hjól­inu og hlaupa með hann í kerr­unni þegar hann var smá­barn gat ég sam­einað það að stunda lík­ams­rækt úti og vera móðir,“ seg­ir Pippa, sem seg­ist þannig hafa nýtt tím­ann vel, náð að halda þyngd­inni í skefj­um og njóta þess að vera úti í leiðinni og ferska lofts­ins. 

Pippa ætl­ar að hlaupa meira og lengra í framtíðinni og von­ast til þess að hlaupa með börn­un­um sín­um þegar fram líða stund­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda