Svona heldur Pippa sér í formi

Pippa Matthews hleypur mikið.
Pippa Matthews hleypur mikið. AFP

Pippa Matthews, litla systir Katrínar hertogaynju, er mikill hlaupagarpur. Hún segir það góða við hlaup að það þarf engar græjur nema góða hlaupaskó og þá er hægt að hlaupa af stað. Hún hefur stundað hlaup síðan hún var krakki. 

Pippa ólst upp í enskri sveit og því voru útivera og íþróttir stór hluti af uppeldi hennar. Hún man vel eftir því að hafa tekið þátt í hlaupi átta ára gömul. „Ég elska einfaldleikann – bara góðir hlaupaskór,“ segir Pippa í viðtali á vef íþróttamerkisins Hoka en hún verið í samstarfi við merkið í nokkur ár. „Þá ertu tilbúinn til þess að njóta hvar sem er í veröldinni. Ekkert sérstakt sett eða tæki, ekkert fjaðrafok eða fínerí.“

Þegar Pippa komst á fullorðinsárin og hið hefðbundna skipulag sem fylgdi skóladeginum hvarf fannst henni gott að búa sér til ramma með hlaupum. Hún hefur einnig náð að flýja hindranir og krefjandi verkefni með því að fara út að hlaupa. 

Pippa Matthews og einmaður hennar,James Matthews.
Pippa Matthews og einmaður hennar,James Matthews. AFP

Pippa greinir frá hlaupunum sem hún hefur farið í og hefur hún ekki látið neitt skemmtiskokk duga. Hún hefur meðal annars tekið þátt í löngum og erfiðum hlaupum í Skotlandi, Keníu og Kína. Í kjölfar hlaupanna byrjaði hún að hjóla mikið og hefur tekið þátt í löngum hjóla- og gönguskíðakeppnum.

Pippa á nú tvö börn með eiginmanni sínum, James Matthews. Hún segir keppnishlaup hafa þurft að sitja á hakanum á meðan en nýtir þó þann tíma sem hún hefur til þess að hreyfa sig. „Ég hleyp meira á eftir börnum og smábörnum en í mark, sem mér finnst allt í lagi, í bili. Á báðum meðgöngunum hef ég reynt að halda mér í formi og sterkri fyrir líkamann en líka fyrir andlega heilsu. Með því að hreyfa mig með syni mínum sem er tveggja og hálfs árs í garðinum eða á leikvellinum, hjóla með hann aftan á hjólinu og hlaupa með hann í kerrunni þegar hann var smábarn gat ég sameinað það að stunda líkamsrækt úti og vera móðir,“ segir Pippa, sem segist þannig hafa nýtt tímann vel, náð að halda þyngdinni í skefjum og njóta þess að vera úti í leiðinni og ferska loftsins. 

Pippa ætlar að hlaupa meira og lengra í framtíðinni og vonast til þess að hlaupa með börnunum sínum þegar fram líða stundir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda