Margrét Elín sigraði í uppskriftarkeppninni

Margrét Elín sigraði í heilsuuppskriftarkeppni Smartlands og Nettó.
Margrét Elín sigraði í heilsuuppskriftarkeppni Smartlands og Nettó. mbl.is/Unnur Karen

Smart­land Mörtu Maríu og Nettó stóðu fyr­ir heilsu­upp­skrift­ar­sam­keppni í til­efni af Heilsu­dög­um sem haldn­ir voru á dög­un­um. Fjöld­inn all­ur af upp­skrift­um barst í keppn­ina og voru þær hver ann­arri girni­legri. Það er aug­ljóst að fólkið í land­inu dýrk­ar góðan heil­sum­at. 

Mar­grét Elín sigraði í keppn­inni og fékk 50.000 króna inn­eign í Sam­kaup/​Nettó í verðlaun. Upp­skrift­in sem Mar­grét Elín sendi inn kall­ar hún Rokk­andi rækj­ur! 

Rokk­andi rækj­ur fyr­ir einn

Um það bil 150 g fros­in blóm­káls­grjón
Um það bil 120-150 g ris­arækj­ur
50 g eda­mame-baun­ir
2 kúfaðar tsk. af rauðu pestói
Klípa af smjöri
Hvít­laukssalt

Aðferð

Byrja á að affrysta rækj­urn­ar.

Setja blóm­káls­grjón­in á heita pönnu með smá af bragðlausri olíu og steikja í 2-3 mín­út­ur. Bæta eda­mame-baun­un­um út í ásamt rækj­un­um, pestó­inu og klípu af smjöri. Hræra allt vel sam­an krydda með hvít­laukssalti og steikja þar til rækj­ur verða bleik­ar.

Voila komið!

Það er einnig mjög ljúf­fengt að setja smá slettu af rjóma út í und­ir lok­in, þá kem­ur nett­ur risotto-fíl­ing­ur af rétt­in­um. Eða kreista smá sítr­ónu yfir. Hvor­ugt nauðsyn­legt en gef­ur skemmti­legt twist.

Anna Margrét bjó til heilsusamlega skál sem er mjög ljúffeng.
Anna Mar­grét bjó til heilsu­sam­lega skál sem er mjög ljúf­feng. mbl.is/​Unn­ur Kar­en

Í öðru sæti varð Anna Mar­grét Björns­son og fékk hún 30.000 króna inn­eign í Sam­kaup/​Nettó. Hún sendi inn upp­skrift af kór­esku Bipimbap sem er fal­leg­ur rétt­ur í skál.   

Inni­hald

Egg

gul­ræt­ur skorn­ar í strimla

svepp­ir skorn­ir í strimla

bok choi eða brok­kol­ini

brún hrís­grjón eða núðlur

Aðferð

Steikið græn­metið í smá sojasósu og ses­a­mol­íu. Raðið græn­met­inu og núðlum í sitt á hvað í hring í skál­ina. 

Steikið egg og setjið i miðjuna (einnig má bæta við nautastriml­um, tofu eða kjúk­lingi). Berið fram með gochuj­ang-sósu eða sir­archa-sósu og smá niðursneidd­um vor­lauk.  

Bananapönnukökur Arndísar urðu í þriðja sæti.
Ban­anapönnu­kök­ur Arn­dís­ar urðu í þriðja sæti.

Í þriðja sæti hafnaði Arn­dís sem sendi inn upp­skrift af girni­leg­um ban­anapönnu­kök­um!

Upp­skrift

2 dl haframjöl 

1 dl haframjólk/​möndl­umjólk

2 mjög vel þroskaðir ban­an­ar 

2-3 egg

1/​2-1 msk. kó­kosol­ía

3/​4 -1 tsk. sjáv­ar­salt

1-2 tsk kanill (dreg­ur fram sæt­una í ban­ön­un­um) 

1/​2 tsk. vanillu­drop­ar

Aðferð

Kó­kosolí­an brædd á pönnu. Á meðan hún bráðnar er öll­um hrá­efn­um nema kó­kosol­í­unni og salt­inu (ef notað) skellt í bland­ara og blandað vel sam­an. Ef saltið er notað er heitri kó­kosol­í­unni helt ofan á saltið til að bræða það í bland­ar­an­um og öllu síðan blandað sam­an. Steikt á meðal­hita í lummu­stærð á góðri pönnu líkt og venju­leg­ar pönnu­kök­ur. 

Gott að bera fram með hun­angi og til dæm­is döðlus­írópi, blá­berj­um, jarðarberj­um og/​eða ým­is­kon­ar hnetukurli. 

Anna Margrét Björnsson varð í öðru sæti og Margrét Elín …
Anna Mar­grét Björns­son varð í öðru sæti og Mar­grét Elín í því fyrsta. mbl.is/​Unn­ur Kar­en
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda