Greindist með heilaæxli á aðfangadag

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Veit­ingamaður­inn Óskar Finns­son greind­ist með krabba­mein í heila á loka­stigi á aðfanga­dag árið 2019. Æxlið greind­ist eft­ir að hann hafði fundið fyr­ir gríðarlega mikl­um höfuðverk dag­inn og kvöldið áður. 

    Óskar var gest­ur þeirra Helga Jean Claessen og Hjálm­ars Arn­ar Jó­hans­son­ar í hlaðvarp­inu Hæ Hæ - Ævin­týri Helga og Hjálm­ars. Í þætt­in­um ræða þeir bar­átt­una við krabba­meinið og hvernig var að ganga í gegn­um efna­hags­hrunið. 

    „Það skipt­ir engu máli hvað kem­ur fyr­ir þig í líf­inu,“ seg­ir Óskar. Það skipt­ir máli hvernig þú tek­ur á því. Það er það eina sem skipt­ir máli.

    Óskar lýs­ir síðan hvernig það var að fá grein­ingu um krabba­mein í heila á loka­stigi. „Ég fékk haus­verk á Þor­láks­messu 2019. Var að drep­ast í höfðinu og sagði dótt­ur mína: Ég er ör­ugg­lega að fá flensu,“ seg­ir Óskar.

    Verk­irn­ir ágerðust þar til um kvöldið að kona hans hringdi á sjúkra­bíl. Óskar endaði á gjör­gæslu um nótt­ina. Klukk­an átta morg­un­inn eft­ir komu svo tíðind­in. „Á aðfanga­dags­morg­un koma tíðind­in að ég sé með stórt heila­æxli hægra meg­in.“

    Óskar brást ró­leg­ur við frétt­un­um og var sann­færður að æxlið væri góðkynja - og yrði hreinsað út. Hann beið svo grein­ing­ar þar til 17. janú­ar.

    „Ég fór upp á spít­ala salí-ró­leg­ur. Við setj­umst inni á hjá lækn­in­um og hann seg­ir: „Ég hef bara ekki góðar frétt­ir. Ég hef í raun mjög slæm­ar frétt­ir fyr­ir þig. Þú ert með mjög sjald­gæft krabba­mein og það er komið á fjórða og loka­stig. Þannig ég get í raun ekki flutt þér verri frétt­ir en ég er að flytja þér núna.“

    Óskar seg­ir að hann hafi all­an tím­ann á meðan lækn­ir­inn talaði farið með æðru­leys­is­bæn­ina í huga sér. Við frétt­irn­ar hafi kona hans brotnað niður og farið að há­gráta. Hún hafi spurt hvort þetta þýddi að Óskar ætti 10 ár ólifuð - eða fimm? Lækn­ir­inn hafi þó gert þeim grein fyr­ir að það væri mun al­var­legri sjúk­dóm um að ræða. Óvíst væri hvort Óskar myndi sjá jól­in aft­ur.

    „Það um­turn­ast lífið og maður lít­ur allt öðru­vísi á hlut­ina. Lífið verður bara allt allt annað. Og að vita ekki hvort þú verðir á jól­un­um. Það er rosa­lega skrýt­in til­finn­ing sem læðist að þér þá.“

    Óskar seg­ir að hann hafi fengið æv­in­týra­leg­an styrk inni hjá lækn­in­um. Hann sagði við hann:

    „Ég hef ekki jafn mikl­ar áhyggj­ur af þessu eins og þú. Ég held ég eigi eft­ir að taka dá­lítið vel á þessu.“

    Þegar hann spurði hvað væri hægt að gera í stöðunni sagði lækn­ir­inn að hans teg­und af krabba­meini lyfði á hvít­um sykri og var hon­um ráðlagt að taka hann út. Þá var hon­um einnig tjáð að hann mætti ekki keyra. 

    „Þú ætl­ar að taka af mér syk­ur­inn og taka af mér bíl­prófið. Er það eitt­hvað meira? Þá sagði hann loks nei.“

    Erfiðast að segja börn­un­um

    Erfiðasta raun­in var þó enn eft­ir seg­ir Óskar. Það var að segja börn­um sín­um frá stöðunni.„Það held ég að sé það erfiðasta sem ég hef gert á lífs­leiðinni. Að segja börn­un­um að það sé farið að stytt­ast veru­lega í ann­an end­ann. Það var rosa­lega erfitt. Það var rosa­lega vont og erfitt,“ seg­ir Óskar.

    Óskar hef­ur æðru­leys­is­bæn­ina enn að leiðarljósi.

    „Maður finn­ur það er ekki það sem kem­ur fyr­ir mann. Vitið þið það. Það er að átta sig á því hvað maður á marga vini. Hvað marg­ir stigu fram. Rétta manni hjálp­ar­hönd. Létta und­ir með manni. Það var ótrú­legt að upp­lifa það - hvað marg­ir komu og stóðu þétt við mann. Og voru til­bún­ir að gera ótrú­leg­ustu hluti fyr­ir mann. Það er eitt­hvað sem maður gleym­ir ekki. Það hef­ur veitt mér æv­in­týra­leg­an styrk að finna hvað vina­hóp­ur­inn er þétt­ur - hvort sem það eru ætt­ingj­ar, AA fólkið og Frí­múr­arn­ir. All­ir til­bún­ir að gera meira en þeir gátu gert. Síðan er liðið núna gott eitt og hálft ár - að verða tvö ár. Þannig ég er kom­inn langt fram úr meðaltal­inu og er rosa­lega þakk­lát­ur fyr­ir það,“ seg­ir Óskar.

    Viðtalið við Óskar má hlusta á í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is sem og á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um. 

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda