Þetta er hamingjusamasta fólkið

Sara Torsti er ráðgjafi hjá Lausninni. Hún er með diplóma …
Sara Torsti er ráðgjafi hjá Lausninni. Hún er með diplóma í jákvæðri sálfræði og MSc í sálfræði.

„Auk­in vellíðan og innri ró er ef­laust eitt­hvað sem marg­ir leit­ast eft­ir. Í einni af fyrstu rann­sókn­um á ham­ingju fólks var sett fram sú til­gáta að það fólk sem væri ham­ingju­sam­ast væri það fólk sem aldrei hefði gengið í gegn­um neina erfiðleika en sú til­gáta kol­féll. Það var í raun fólkið sem hafði gengið í gegn­um erfiðleika sem var hvað ham­ingju­sam­ast. En það var ekki það að lenda í erfiðleik­um sem gerði fólk ham­ingju­sam­ara held­ur skipti það höfuð máli hvernig fólk tókst á við erfiðleik­ana, sem sagt að tak­ast á við erfiðleika og mót­læti með upp­byggi­leg­um hætti,“ seg­ir Sara Tosti ráðgjafi og markþjálfi hjá Lausn­inni í nýj­um pistli: 

Ein leið til að finna fyr­ir auk­inni vellíðan og vera meira á staðnum lík­am­lega og and­lega, í nú­inu, er að nota aðferðir úr já­kvæðri sál­fræði. Já­kvæð sál­fræði er vís­inda­grein þar sem skoðað er hvað ein­kenn­ir vel starf­hæf­an ein­stak­ling sem nær á far­sæl­an hátt að þrosk­ast og aðlag­ast ólík­um aðstæðum í líf­inu. Í já­kvæðri sál­fræði er einnig lögð áhersla á að auka vellíðan, þraut­seigju, já­kvæðar upp­lif­an­ir, hvernig byggja megi upp styrk­leika, hvað ein­kenni já­kvæð sam­bönd og hvað ger­ir lífið þess virði að lifa því. All­ir þess­ir þætt­ir eru tald­ir stuðla að lík­am­legri heilsu, vellíðan, virkni hópa, vöxt fólks og stofn­anna.

Í já­kvæðri sál­fræði eru sett­ar fram og prófaðar aðferðir sem stuðla að auk­inni vellíðan og ham­ingju. Gagn­leg nálg­un til að auka vellíðan er með þess­um aðferðum en það eru aðferðir sem miða að því að auka já­kvæðar til­finn­ing­ar, hegðun og hugs­an­ir. Rann­sókn­ir á aðferðum já­kvæðrar sál­fræði, eins og þakk­læti, já­kvæðu hug­ar­fari, bjart­sýni og hreyf­ingu, hafa sýnt að þær auka vellíðan hjá fólki. Aðferðir já­kvæðrar sál­fræði eru marg­ar en þær aðferðir sem fjallað verður sér­stak­lega um hér eru 3 góðir hlut­ir, þakk­læti og nú­vit­und.

3 góðir hlut­ir

Já­kvæða aðferðin 3 góðir hlut­ir teng­ist því að rækta bjart­sýni og já­kvæðni þar sem mark­mið inn­grips­ins er að leita að því góða sem hef­ur átt sér stað yfir dag­inn. Þjálfa sig í að  leggja meiri áherslu á góða og já­kvæða at­b­urði sem hafa átt sér stað. Mik­il­væg­ur hluti æf­ing­ar­inn­ar er að skoða einnig hvað olli þess­um hlut­um og hver þinn þátt­ur var í þeim. Æfing­in er fram­kvæmd þannig að í lok hvers dags er rennt yfir dag­inn í hug­an­um. Rifjaðir eru upp þrír góðir hlut­ir sem áttu sér stað yfir dag­inn og þeir skrifaðir niður. Að lok­um á að skrifa hvað olli þess­um já­kvæðu hlut­um og hver þinn þátt­ur var í þeim.

Rann­sókn­ir hafa sýnt að áhrif þess að fram­kvæma æf­ing­una á hverj­um degi í viku séu auk­in ham­ingja og minni þung­lyndis­ein­kenni. Einnig hafa rann­sókn­ir sýnt að áhrif æf­ing­ar­inn­ar eru mæl­an­leg eft­ir aðeins eina viku og áhrif­in enn mæl­an­leg sex mánuðum eft­ir að æf­ing­ar­viku lýk­ur. Áhrif­in geta þó varðað enn leng­ur ef haldið er áfram að gera æf­ing­una.

Þakk­læti

Þakk­læti er til­finn­ing og eig­in­leiki. Þakk­læti lýs­ir sér sem hlýju, sælu og að líða eins og maður sé lán­sam­ur. Þakk­læti er að bera kennsl á eitt­hvað sem er já­kvætt og að taka því ekki sem sjálf­sögðum hlut. Það eru til nokkr­ar leiðir til að iðka þakk­læti og það er mis­jafnt hvað hent­ar hverj­um og ein­um. Sum­um finnst gott að skrifa þrjá hluti sem þeir eru þakk­lát­ir fyr­ir á hverj­um degi en öðrum bara einu sinni í viku. Ef það líður meira en vika á milli þá fara áhrif þess að iðka þakk­læti að minnka.

Einnig er hægt að skrifa þakk­læt­is­bréf. Aðferðin virk­ar þannig að það sé hugsað til þeirra sem hafa haft já­kvæð áhrif á líf okk­ar, velja eina mann­eskju og skrifa henni þakk­læt­is­bréf. Í bréf­inu á að lýsa því hvað það var sem þessi mann­eskja gerði fyr­ir þig og hvaða áhrif það hafði á líf þitt. Þakka mann­eskj­unni fyr­ir það sem hún hef­ur gert fyr­ir þig og að lok­um af­henta viðkom­andi bréfið eða lesa fyr­ir hana. Þetta já­kvæða inn­grip eyk­ur ham­ingju fólks og áhrif­in geta varað í allt að einn mánuð.

Nú­vit­und

Með nú­vit­und veit­um við því sem er að ger­ast fulla at­hygli á meðan það er að ger­ast og tök­um á móti því með opn­um huga, mildi og for­vitni. Við þjálf­um at­hygl­ina og auk­um meðvit­und okk­ar um það sem er að ger­ast innra með okk­ur og í um­hverf­inu. Við ger­um það með því að vera and­lega og lík­am­lega til staðar. Við þjálf­um okk­ur í nú­vit­und með því að veita hugs­un­um okk­ar, til­finn­ing­um og skynj­un lík­am­ans fulla at­hygli ásamt því að taka eft­ir því hvernig við bregðumst við. Við virkj­um skyn­fær­in og veit­um upp­lif­un okk­ar í gegn­um þau fulla at­hygli. Ávinn­ing­ur­inn er skýr­ari sýn á okk­ur sjálf, fólkið í kring­um okk­ur og lífið sjálft.

Nú­vit­undaræf­ing­arn­ar geta verið form­leg­ar og óform­leg­ar. Form­leg­ar nú­vit­undaræf­ing­ar eru þegar við setj­umst niður með það mark­mið að hug­leiða og vera í nú­vit­und, annað hvort sjálf eða þegar ein­hver ann­ar leiðir okk­ur í gegn­um ferlið. Óform­leg­ar nú­vit­undaræf­ing­ar eru þá frek­ar að vera í nú­vit­und, vera meðvitað með hug­ann að því sem við erum að gera, sjá eða heyra. Það er hægt að gera í göngu­túr­um, þegar við burst­um tenn­urn­ar, í sturt­unni, í vinn­unni, þegar við erum með fjöl­skyld­unni okk­ar. Vera hér og nú, í augna­blik­inu, akkúrat núna.

Iðkun nú­vit­und­ar hef­ur fjölþætt áhrif á vel­gengni og vellíðan. Til að mynda get­ur iðkun nú­vit­und­ar dregið úr kvíða og þung­lyndi, upp­lif­un af verkj­um og ein­kenn­um ákveðinna sjúk­dóma. Iðkun nú­vit­und­ar bæt­ir til­finn­inga­stjórn, vellíðan, eyk­ur sjálfs­ör­yggi, sjálfs­vit­und, innri frið, eyk­ur lík­ur á að fólk upp­lifi að það hafi val um hvernig það bregst við aðstæðum, leiðir til betri tengsla – við okk­ur sjálf og aðra, hjálp­ar okk­ur að eiga í inni­halds­rík­ari sam­skipt­um, við finn­um aukna sam­kennd, bæði í eig­in garð og annarra.

Það er ein­stak­lings­bundið hvaða æf­ing­ar henta hverj­um og ein­um. Einnig get­ur það verið mis­jafnt fyr­ir ein­stak­ling hvaða æf­ing hent­ar hverju sinni. En með mark­vissri notk­un æf­ing­anna finn­ur fólk fyr­ir auk­inni vellíðan og innri ró. Þegar verið er að prófa æf­ing­arn­ar er best að prófa æf­ing­una á hverj­um degi í viku og prófa ein­göngu eina æf­ingu í einu.

Ég hvet þig til að prófa!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda