Æfðu frítt með Önnu Eiríks í fimm daga

Anna Eiríks hefur starfað sem þjálfari í 25 ár og …
Anna Eiríks hefur starfað sem þjálfari í 25 ár og veit hver besta leiðin er til að komast í toppform.

Anna Ei­ríks deild­ar­stjóri í Hreyf­ingu og eig­andi anna­eiriks.is hef­ur hjálpað fólki í 25 ár að kom­ast í sitt besta form. Hún hef­ur ástríðu fyr­ir starf­inu og vill fá sem flesta til þess að standa upp úr sóf­an­um og koma hreyf­ingu inn í dag­lega rútínu. Síðustu ár hef­ur hún boðið upp á heimaþjálf­un í gegn­um vef sinn og nú ætl­ar hún að bjóða les­end­um Smart­lands í fría fimm daga heimaþjálf­un. Les­end­ur þekkja Önnu Ei­ríks vel enda hef­ur hún verið hluti af vefn­um síðan hann fór í loftið fyr­ir rúm­lega ára­tug. Inni á Smartlandi eru fjöl­mörg æf­inga­mynd­bönd fyr­ir þá sem kom­ast ekki út úr húsi en þrá að lifa betra lífi. 

„Mark­miðið mitt er að hjálpa kon­um að koma hreyf­ingu og holl­ara mataræði inn í sín­ar dag­legu venj­ur án allra öfga og án allra boða og banna. Mér finnst ekk­ert betra en að hjálpa kon­um að styrkj­ast og efl­ast og sjá hvað það ger­ir mikið fyr­ir þær, ekki bara lík­am­lega held­ur and­lega að hugsa vel um sig og verða besta út­gáf­an af sjálfri sér,“ seg­ir Anna í sam­tali við Smart­land. 

Það sem er innifalið er eft­ir­far­andi: 

✔️Þrjú æf­inga­mynd­bönd þar sem Anna leiðir þig í gegn­um frá upp­hafi til enda. Þú get­ur hlaðið mynd­band­inu niður og notað það að vild. 
✔️Mat­seðill sem hjálp­ar þér á beinu braut­ina eft­ir hátíðarn­ar.
✔️Hvetj­andi og fræðandi póst­ar frá Önnu Ei­ríks í fimm daga. 
✔️Aðgang­ur að lokuðum Face­book-hóp sem veit­ir þér stuðning og aðhald.

Nám­skeiðið hefst á morg­un 5. janú­ar! Þú get­ur skráð þig HÉR! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda