Benedikt fitaði sig um 10 kíló fyrir Verbúðina

Benedikt Erlingsson tíu kílóum þéttari en venjulega í hlutverki sínu …
Benedikt Erlingsson tíu kílóum þéttari en venjulega í hlutverki sínu í Verbúðinni sem sýnd er á RÚV á sunnudagskvöldum.

Leik­ar­inn Bene­dikt Erl­ings­son fitaði sig um tíu kíló fyr­ir hlut­verk sitt í Ver­búðinni. Bene­dikt seg­ir að hann sé eng­in eft­ir­herma og því hafi hann þurfti að fara aðrar leiðir til þess að leika Stein­grím Her­manns­son heit­inn í þátt­un­um.

Þegar hann er spurður hvernig hann hafi fitað sig seg­ist hann hafa borðað meira og hreyft sig minna.

„Ég borðaði allt sem mér finnst best eins og rjómaís með rjóma. Súkkulaði og gott brauð frá Brauði og co. Svo borðaði ég mikið af kök­um og drakk bjór og vín í öll mál. Þetta var hrika­legt tíma­bil og ekki fyr­ir hvern sem er,“ seg­ir Bene­dikt.

Eft­ir að tök­um lauk þurfti Bene­dikt að kom­ast aft­ur í fyrra horf og losa sig við tíu kíló. Hann seg­ir að það hafi ekki verið mjög flókið. Hann hætti að borða rjómaís og rjóma, hætti að borða baka­rísmat frá Brauði og co og fór að hreyfa sig meira. Hann labbaði og labbaði og setti tapp­ann í flösk­una.

„Það er nátt­úr­lega miklu auðveld­ara fyr­ir mig að létt­ast en marga aðra því ég er svo ofboðslega massaður. Ég er í topp 24% af mössuðustu mönn­um minn­ar kyn­slóðar sam­kvæmt rann­sókn­um Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar.“

Leikstjórinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Benedikt Erlingsson.
Leik­stjór­inn og kvik­mynda­gerðarmaður­inn Bene­dikt Erl­ings­son. mbl.is/​Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda