„Ég hef unnið harðari stríð en þetta“

Guðrún Ólöf Gunn­ars­dótt­ir lít­ur framtíðina björt­um aug­um þrátt fyr­ir erfið veik­indi að und­an­förnu. Hún er með það mark­mið að ganga á hæla­skóm aft­ur og að geta gengið án stuðnings en hún missti hægri fót­inn vegna æxl­is í fyrra. 

Guðrún tek­ur á móti blaðamanni með bros á vör í fal­lega hús­inu sínu á Seltjarn­ar­nesi. Heim­ilið ber þess merki að Guðrún er mik­ill fag­ur­keri, þó hún staðhæfi að verk­efn­in á liðnu ári hafi breytt því hvernig hún for­gangsraðar í líf­inu.

„Ég hef alltaf elskað fal­leg­an fatnað og vandaðan hús­búnað en ég hugsa lítið út í það núna, held­ur eru það litlu augna­blik­in í líf­inu sem skipta hvað mestu máli og að vera með fjöl­skyld­unni,“ seg­ir hún og út­skýr­ir hvernig al­var­leg veik­indi geta breytt af­stöðu manns til lífs­ins.

„Ég vil ekki vera sú sem vor­kenn­ir sjálfri sér. Ég reyni því í hvert skipti sem ég fer að hugsa eitt­hvað nei­kvætt, að gera hluti sem fær mér frið og aðeins nær mark­miðum mín­um. Það þarf ekki að vera flókið. Stund­um tek ég nokkr­ar arm­beyj­ur og stund­um fer ég bara að prjóna. Eymd og volæði fá ekki að búa í höfðinu á mér. Lífið er alls kon­ar og við lend­um öll í ein­hverju. Það var ekk­ert sem ég gat gert við þess­um veik­ind­um mín­um og það eru all­ir boðnir og bún­ir að veita mér stuðning. Svo eru til alls kon­ar sjúk­dóm­ar, og sum­ir ekki eins heppn­ir og ég með stuðning. Ég reyni að hafa það hug­fast í bata­ferl­inu.“

„Er þetta ekki maður­inn henn­ar Guðrún­ar bara?“

Það er erfitt að setja sig í spor Guðrún­ar sem lýs­ir sér sem orku­mikl­um ein­stak­lingi sem hef­ur alltaf haft eitt­hvað fyr­ir stafni.

„Nú þarf ég að taka á mín­um stóra til að geta ryk­sugað heima hjá mér. Ég er í dá­sam­legri vinnu og á ynd­is­lega fjöl­skyldu og það er það sem ég reyni að ein­beita mér að.“

Guðrún er kera­miker að mennt og starfar nú á fjár­mála­sviði Icelanda­ir-hót­el­anna tvo og hálf­an dag vik­unn­ar. Hún og unnusti henn­ar, Kristján Car­nell Brooks, eiga sam­an­lagt sex börn. Kristján á tvo drengi sem búa aðra hvora viku á heim­il­inu, önn­ur dótt­ir Guðrún­ar er með þeim alla daga og svo deila yngri tvö börn­in heim­ili með henni og föður sín­um.

„Svo á ég dá­sam­leg­an elsta son sem er flutt­ur að heim­an og kom­inn með konu og barn. Ég á orðið þrjú barna­börn sem ég elska öll jafn­mikið.“

Sam­bönd og góð sam­skipti er eitt­hvað sem Guðrún set­ur ofar öllu öðru í dag og fær­ist fal­legt bros yfir allt and­litið þegar talið berst að ástar­sam­band­inu henn­ar.

„Ég var í hjóna­bandi í tæp tutt­ugu ár hér áður og á ein­stak­lega gott sam­band við fyrr­ver­andi mann minn og barns­föður. Ég hafði verið á lausu um tíma og var alls ekki á hött­un­um á eft­ir manni þegar ör­lög­in gripu í taum­ana og við Kristján fór­um á fyrsta stefnu­mótið okk­ar, þá meira sem vin­ir en fólk í leit að sam­bandi,“ seg­ir hún og rifjar upp ör­laga­ríkt kvöld á fimmtu­degi með vin­kon­um sín­um úr gamla sauma­klúbbn­um.

„Ég á al­veg hreint dá­sam­leg­ar vin­kon­ur. Nokkr­ar af okk­ur höfðum gengið í gegn­um skilnað og ein hafði verið aðeins leng­ur á lausu en við hinar. Stelp­urn­ar voru eitt­hvað að tala um væn­lega karl­menn fyr­ir hana, á meðan ég var í hróka­sam­ræðum við vin­konu mína. Ég var að hlusta með öðru eyr­anu, þegar talið berst skyndi­lega að Kristjáni, manni í vinnu einn­ar okk­ar. Hann var þá ný­kom­inn úr sam­bandi. Hún sýn­ir stelp­un­um mynd af hon­um og ein­hver spyr: Er þetta ekki maður­inn henn­ar Guðrún­ar bara?“

Hún seg­ist hafa litið á mynd­ina af hon­um og strax kann­ast við svip­inn á hon­um.

Sendi unn­ust­an­um vina­beiðni um miðja nótt

Það var svo sem ekk­ert fleira sem gerðist næstu daga nema hvað að Kristján fær vina­beiðni senda úr tölv­unni henn­ar Guðrún­ar um miðja nótt helg­ina á eft­ir.

„Þetta at­vikaðist þannig að ein af sauma­klúbbs-vin­kon­um mín­um var í heim­sókn hjá mér og þar sem ég er alltaf með tölv­una mína og Face­book opna á borðinu, þá ákveður hún að taka mál­in í sín­ar hend­ur á minni síðu. Í fyrstu fannst mér þetta mjög sniðugt þangað til það heyrðist hvorki fugl né fisk­ur frá hon­um, þarna dag­inn eft­ir. Þá fóru að renna á mig tvær grím­ur.

Seinna um kvöldið samþykk­ir hann vina­beiðni mína og svo fæ ég af­skap­lega fal­legt og hlý­legt bréf frá hon­um í kjöl­farið. Ég man að ég horfði á bréfið og hugsaði með mér hvað þetta væri vandaður og fal­leg­ur maður. Ég held að klukk­an hafi verið langt geng­in þrjú aðfaranótt mánu­dags­ins þegar við hætt­um að tala sam­an á Messenger.

Við náðum strax vel sam­an en spjallið var meira á vin­anót­um en í daðri. Við héld­um svo sam­bandi út vik­una eða þar til hann býður mér að hitta sig í mat á föstu­dags­kvöldið.

Við vild­um ekki setja neinn stimp­il á þenn­an hitt­ing og alls ekki að kalla sam­ver­una okk­ar stefnu­mót. Við vor­um meira svona tveir vin­ir að spjalla um lífið og til­ver­una.“

Guðrún út­skýr­ir hvernig ást­in hafi vaxið upp úr þess­um dýr­mæta vin­skap í byrj­un.

Nýtti tím­ann til að koma sér í gott form

Rekja má upp­haf veik­inda Guðrún­ar til þess tíma sem hún og Kristján höfðu ný­lokið við að gera upp nýja drauma­húsið sitt.

„Í raun má rekja upp­hafið til árs­ins 2019 þegar ég fór í aðgerð á liðþófa á vinstri fæti. Það var svo í apríl árið 2020 sem ég fór í sams kon­ar aðgerð á hægri fæti. Í eft­ir­lits­skoðun í sept­em­ber það sama ár virt­ist allt eins og það átti að vera á báðum fót­um.“

Það var lán í óláni að Guðrún var frá vinnu vegna kór­ónu­veirunn­ar og gat þá nýtt all­an sinn tíma í að koma sér í form aft­ur til að geta gengið eðli­lega og gott bet­ur en það.

„Ég ákvað að vera með barna­barnið mitt nokkra daga vik­unn­ar og að fara með það út í vagn og út að ganga eins mikið og ég gat.

Seinna fór ég út að skokka og fann ekki fyr­ir neinu held­ur leið mér bara mjög vel.“

Það var svo um jól­in sem Guðrún fór að finna fyr­ir mikl­um verk í hægri fæt­in­um.

„Mér leið eins og ég væri með teygju spennta yfir lærið og síðan var ég með verk sem leiddi niður sköfl­ung­inn, alla leið í rist­ina.

Ég hafði ekki hug­mynd um hvað þetta gæti verið annað en ör­vef­ur vegna aðgerðar­inn­ar á hnénu.“

Guðrún fann fyr­ir þrýst­ingi í fæt­in­um við slök­un á kvöld­in svo var hún einnig far­in að hrasa og mis­stíga sig.

„Ég hélt ég væri bara orðin svona klaufsk þar til einn dag­inn að ég var úti að ganga á Lauga­veg­in­um með barna­barnið mitt, þá dett ég með vagn­inn og hryn beint á and­litið. Sem bet­ur fer var barnið vel bundið og varið í vagn­in­um, og varð ekki meint af þessu. Ég vissi strax að eitt­hvað var ekki eins og það átti að vera í fæt­in­um.“

Með brjósk­mynd­andi æxli á stærð við egg und­ir hné­skel­inni

Guðrún fór til lækn­is í júní árið 2021 og var strax send í mynda­töku þar sem í ljós kom að hún var kom­in með chondras­arcoma, brjósk­mynd­andi æxli á stærð við egg und­ir hné­skel­inni á hægri fæti.

„Það var svo þann 24. júlí klukk­an 12:00 sem ég fæ þær gleðifregn­ir frá Icelanda­ir-hót­el­un­um að nú væri kom­inn tími fyr­ir mig að mæta aft­ur í vinn­una.“

Þetta reynd­ist ör­laga­rík­ur dag­ur því seinna fékk hún sím­tal frá lækn­in­um sín­um.

„Hann hringdi í mig um miðjan dag­inn þar sem hann biður mig um að velja aðgerðardag, inn­an sjö daga, eða ekki seinna en 1. júlí. Hann átti erfitt með að koma sér beint að efn­inu og vildi hitta mig í eig­in per­sónu. Ég bað hann að segja mér strax hvað væri í gangi og hann taldi ein­hverj­ar lík­ur á að til að bjarga lífi mínu þyrfti að fjar­lægja af mér fót­inn. Ég spurði hversu mikl­ar lík­urn­ar væru og hann taldi þær 100%.“

Á þess­um tíma var krabba­meinið búið að dreifa sér bæði í bein og vöðva, fyr­ir ofan hné og neðan.

Upp­lifði tím­ann eft­ir aðgerðina sem al­gjört hel­víti Það var áfall fyr­ir Guðrúnu að heyra hvað væri að ger­ast í fæt­in­um.

„Ég er þakk­lát fyr­ir að hafa ekki fengið neinn tíma til að hugsa, því ég hefði ekki viljað vita út í hvað ég var að fara.“

Eft­ir aðgerðina sem gekk vel átti Guðrún að vera eina viku á spít­al­an­um. Sá tími teygði sig yfir í tvær vik­ur og var það vegna verkja sem erfitt reynd­ist að eiga við.

„Ég upp­lifði þetta tíma­bil sem al­gjört hel­víti. Ég hef í raun­inni aldrei upp­lifað neitt í lík­ingu við þetta. Verkjalyf­in virkuðu ekki og mér leið al­veg eins og ég gæti bara verið á parata­bs. Mig var farið að dagd­reyma um eitt­hvað sterkt í æð, í raun allt nema þetta.“

Hún seg­ir það að fæða barn barna­leik miðað við að láta taka af sér fót­inn.

„Fót­ur­inn var tek­inn 10 cm fyr­ir ofan hné og eru aðal­verk­irn­ir ekki verk­ir í bein­inu sem sagað er af, held­ur svo­kallaðir drauga­verk­ir sem ná niður fót­inn sem ekki er leng­ur til staðar.

Ég var far­in að sjá sýn­ir þar sem mér fannst maður standa við rúmið mitt með stór­an hníf að stinga mig í rist­ina. Þetta var al­veg hreint stórfurðulegt, en er vel þekkt og rann­sakað inn­an vís­ind­anna.“

Guðrún seg­ir miklu máli skipta hvort fólk nær að halda fæt­in­um fyr­ir ofan hné eða neðan.

„Ég vildi að ég hefði getað haldið hnénu, því þá væri auðveld­ara fyr­ir mig að fara út að hlaupa aft­ur.

Hluti af bat­an­um er að aðlag­ast breytt­um aðstæðum, sætta sig við það sem orðið er og að tala við fólk sem hef­ur farið í gegn­um það sama en þessi veik­indi eru ekki það erfiðasta sem ég hef farið í gegn­um. Held­ur það að fylgj­ast með nán­um ætt­ingja veikj­ast og það var lítið sem ekk­ert sem ég gat gert. Ég hef því unnið harðari stríð en þetta.“

Þegar töfr­ar koma inn í sam­skipt­in

Guðrún er á því að hún hafi fengið bar­áttugleði og aukið þol á lífs­leiðinni með því að upp­lifa eitt og annað.

„Ég er búin að læra það að ég vil stjórna mínu lífi sjálf og gera það með ákveðinni reisn. Ég vil vera fyr­ir­mynd fyr­ir mig og börn­in mín, það á við þegar vel geng­ur og líka illa.

Ég drekk lítið sem ekk­ert áfengi, reyni að hreyfa mig, að borða hollt og hugsa heil­brigðar hugs­an­ir.

Svo má ekki gleyma því sem mestu máli skipt­ir sem er að deila líf­inu með þeim sem maður elsk­ar mest.“

Hvernig stóð mak­inn þinn með þér í þessu öllu?

„Það er erfitt að setja það í orðum en hann færði sig nær mér í veik­ind­un­um. Við töl­um alltaf mjög op­in­skátt um hlut­ina og ef eitt­hvað bját­ar á hjá okk­ur, þá ræðum við það.

Ég er að eðlis­fari mjög já­kvæð og hress per­sóna en svo get ég auðvitað orðið pirruð eins og aðrir þegar ég finn til. En ég kynnt­ist nýrri hlið á mak­an­um mín­um sem ég hafði ekki upp­lifað áður. Ég varð eig­in­lega bara meira ást­fang­in af Kristjáni. Þetta gerðist á spít­al­an­um, þegar ég þurfti mest á hon­um að halda.

Hann bjó sem dæmi til excel-skjal fyr­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ana, á tús­stöflu, til að halda utan um lyf­in og hvenær ég ætti að fá þau. Ég var al­veg hætt að muna hvað var hvað því ég var orðin rænu­laus af verkj­um. Kristján var með mér með verkjat­eym­inu að finna út úr mál­un­um, ég veit ekki hvernig ég get lýst þessu öðru­vísi en að segja að hann steig bara fast inn í ferlið mér sem er eitt af því fal­leg­asta sem ég hef upp­lifað. Ást er sýnd með verknaði og er ekki enda­laus­ar játn­ing­ar, knús og kel og svo ekk­ert meira. Ást er þegar maður upp­lif­ir sig elskaðan þegar maður er hvað viðkæm­ast­ur. Það býr til dýpra sam­band fólks á milli og auðvitað vakna alls kon­ar til­finn­ing­ar innra með manni því tengt. Ég get ekki stjórnað því hvernig annað fólk bregst við því að ég veikist, ég get ein­ung­is tekið ábyrgð á mér, svo þegar fólk kem­ur manni á óvart og ger­ir meira en maður gæti hugsað sér að það geri fyr­ir mann, þá koma ein­hverj­ir töfr­ar inn í sam­skipt­in.“

Læt­ur dag­inn verða góðan

Guðrún stefn­ir að því að lifa góð þrjá­tíu ár í viðbót.

„Ég viður­kenni al­veg að ég elska enn þá fal­leg föt og að hafa fínt í kring­um mig en ég er ekki eins upp­tek­in af því og oft áður. Ég er meira fyr­ir nánd og góð tengsl. Við parið eyðum kvöld­un­um sam­an þar sem við borðum góðan mat og spil­um. Svo verj­um við meiri tíma með börn­un­um.“

Áttu ráð fyr­ir þá sem eru að ná sér eft­ir veik­indi?

,,Já bara þegar þér líður eins og þú sért fangi eig­in hugs­ana eða ef þér líður illa, þá skaltu bara leyfa þér að fara að gera eitt­hvað já­kvætt. Besta leiðin út úr nei­kvæðri til­finn­ingu er að gera eitt­hvað já­kvætt! Það er mín upp­lif­un. Bara ein arm­beygja á gólf­inu trufl­ar hugs­un­ina og hugs­an­ir koma og fara. Ég veit að það er stund­um erfiðara að gera þetta en að segja og ég á líka mína erfiðu daga. En hug­ur­inn er eins og vöðvi, eft­ir því sem maður ger­ir hlut­ina oft­ar þeim mun sterk­ari verður hann. Ég bara ríf mig stund­um upp og segi: Ég er far­in í bíltúr og fer þá að rúnta um skemmti­lega staði. Ég geng í Smáralind til að halda mér í formi. Í raun hef ég aldrei hreyft mig eins mikið og nú. Það eru ekki til hindr­an­ir sem stoppa okk­ur í þessu lífi. Ég vakna á morgn­ana og hugsa: þetta verður góður dag­ur. Ég bara læt dag­inn verða góðan. Að sjálf­sögðu eru þeir mis­góðir en ég er alla veg­anna að halda með því góða.“

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

,,Ég hef settt mér það mark­mið að ég ætla að halda áfram að spila golf. Svo ætla ég að geta gengið á hæla­skóm og án þess að nota staf. Ég er búin að fá fyr­ir­tækið Össur með mér í lið. Ætli við lif­um ekki draum­inn þegar við leyf­um okk­ur að hugsa stórt?“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda