Svona þrífur Guðrún til að ná árangri

Guðrún Sörtveit.
Guðrún Sörtveit. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Guðrún Sörtveit förðunar- og lífstílsbloggari á Trendnet og talskona Sonett segir vörurnar henta einstaklega vel lífstíl sínum sem móðir og verandi að vanda sig gagnvart umhverfinu. Hún talar um hreingerningar í Heilsublaði Nettó: 

Ertu með einhverja sérstaka hreingerningar rútínu?

„Ég reyni alltaf að taka þrif á föstudögum en stundum þegar það er mikið að gera þá tek ég heimilið bara í skömmtum. Byrja kannski að þrífa baðherbergið á fimmtudegi. Þurrka svo af, ryksuga og skúra á föstudegi eða öfugt. Til að byrja að þrífa er mikilvægt að setja á góða tónlist eða podcast. Ég byrja oftast á baðherberginu. Byrja á að setja salernishreinsi í klósettið og meðan tek ég vaskinn og skrúbba sturtuna með alhreinsi og baðherbergishreinsi . Ég nota svo sótthreinsisprey-ið óspart inná baði en það er ótrúlega gott ráð að spreyja sótthreinsi spreyinu reglulega í þvottavélina til að koma í veg fyrir myglu og sveppi. Næst fer ég í eldhúsið, geng frá og þurrka af með alhliða- og glerspreyinu, bæði í eldhúsinu og inn í stofu.Tek herbergin síðan oftast síðast en þar nota ég alhliða- og glerspreyið.“

Hvaða heimilisstörfum sinnir þú daglega og hvaða vörur notar þú í þau störf?

„Ég reyni að ryksuga létt yfir gólfið og þurrka af með alhliða spreyinu frá Sonett daglega. Svo set ég yfirleitt í eina þvottavél á dag til þess að passa að þvotturinn safnist ekki upp. Ég nota alltaf þvottalöginn fyrir viðkvæma húð fyrir dóttir mína, þvottalöginn með lavender á þvottinn okkar og svo þvottalöginn fyrir liti á íþróttaföt og stundum tuskur. Bletta svo föt dóttur minni með gallsápunni sem er geggjuð. Það er síðan ekki hægt að komast hjá því og er bara partur að daglegu rútínunni að setja í uppþvottavél og nota ég þar Sonett uppþvottatöflurnar.“

Leiðinlegasta húsverkið?

„Skúra góflið er það leiðinlegasta og að ganga frá þvottinum.“

Hvað er það við Sonett vörulínuna sem heillaði þig?

„Það sem fyrst fremst heillaði mig við Sonett er hvað vörurnar eru umhverfisvænar. Þær brotna 100% niður í náttúrunni og eru hráefnin unnin úr jurtum og steinefnum. Það skiptir mig ótrúlega miklu máli og er ég alltaf að reyna vanda mig í þeim málum. Mér líður bara svo vel að nota þessar vörur, því þær innihalda ekkert eitur. Og fyrir utan hvað þær eru góðar þá lykta þær líka svo vel.“

Uppáhalds Sonett varan þín?

„Langar að segja allar. En ef ég ætti að velja þá yrði það að vera blettahreinsirinn góði sem ég nota nánast daglega og nær nánast öllum blettum úr. Síðan eru spreyin í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég nota alhliða- og glerspreyið nánast daglega!“

Besta hreingerningarráð sem þú hefur fengið?

„Mér finnst mjög gott ráð að skipta niður þrifum heimilisins á nokkra daga, eins og ég deildi að ofan. Ég var alltaf með svo mikla pressu á að taka bara einn dag að gera allt og var síðan svekkt að ná ekki að klára. Það er allt í góðu að skipta bara á tvo daga.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda