Svelti sig fyrir Magic Mike 3

Channing Tatum segist hafa þurft að svelta sig fyrir hlutverkið …
Channing Tatum segist hafa þurft að svelta sig fyrir hlutverkið í Magic Mike 3. AFP

Leik­ar­inn Chann­ing Tatum var næst­um því hætt­ur við að taka þátt í þriðju Magic Mike kvik­mynd­inni. Ástæðan var sú að hann þurfti að minnka gríðarlega það magn sem hann borðaði af mat til þess að grenna sig fyr­ir tök­urn­ar. 

Tatum er þekkt­ur fyr­ir stælt­an lík­ama sinn og hef­ur sýnt mikið af hon­um í hinum tveim­ur Magic Mike mynd­un­um sem eiga það sam­eig­in­legt með þriðju kvik­mynd­inni að fjalla um fata­fell­ur. 

Í viðtali við Kelly Cl­ark­son á dög­un­um sagðist hann hafa verið óviss með að láta lík­ama sinn fara enn og aft­ur í gegn­um það ferli að grenna sig. 

„Þú þarft að svelta þig. Ég held það sé ekk­ert holt fyr­ir þig að vera svona grann­ur,“ sagði Tatum og viður­kenndi að hon­um hafi þótt erfiðara að grenna sig þegar hann var 39 ára held­ur en þegar hann var yngri. 

„Það er erfitt að líta svona út, jafn­vel þó þú far­ir reglu­lega í rækt­ina, að vera í svona formi. það er ekki nátt­úru­legt.“

Þá sagðist leik­ar­inn í raun varla skilja að fólk sem ynni níu til fimm vinnu næði að halda sér í formi. „Þetta er vinn­an mín, og ég næ því varla,“ sagði Tatum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda