Orkuleysi eftir Covid

Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali og miðaldra kona.
Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali og miðaldra kona.

„Ég fékk „loks­ins“ Covid í lok janú­ar. Greind­ist já­kvæð þann 28. janú­ar. Veik­ind­in urðu ekk­ert mál. Ég fékk hósta í einn dag eða svo og var slæm í háls­in­um en eng­in önn­ur ein­kenni. Ég var ekk­ert smá feg­in að sleppa svona vel frá þessu. Háls­sær­ind­in voru svipuð og ég fæ þegar ég borða mik­inn syk­ur og vakna með háls­bólgu dag­inn eft­ir enda fór ég ör­ugg­lega í 10 nei­kvæð Covid test vegna ein­kenna sem mátti reka til mataræðis. Ég hefði í raun ekki farið nema afþví að kærast­inn greind­ist með Covid og ég fékk eins hósta og hann. Ann­ars hefði ég verið al­gjör­lega ómeðvituð um þessi veik­indi,“ seg­ir Ásdís Ósk Vals­dótt­ir fast­eigna­sali og miðaldra kona í nýj­um pistli á Smartlandi: 

Á 3ja degi var ég svo hress að ég ákvað að fara út að hlaupa. Þetta er stutt­ur hring­ur og þægi­leg­ur. Ég fór 3.84 km á ró­leg­um hraða og leið mjög vel all­an tím­ann. Svo kom ég heim og varð eitt­hvað skrýt­in. Það var mjög mik­il þreyta í lær­un­um. Það voru ekki streng­ir held­ur meira svona vöðvarverk­ir eða hrein­lega eins og þau væru stút­full af mjólk­ur­sýru eft­ir mikið álag. Hmm. Mikið álag, búin að vera heima í 3 daga og þetta var fyrsta al­vöru hreyf­ing­in.  Það tók mig sól­ar­hring að ná mér góðri.

Þeir sem þekkja mig vel vita að ég elska að eiga af­mæli og það eru ákveðnar hefðir sem má ekki brjóta. Ein er að af­mæl­is­barnið er alltaf vakið með söng, köku með kerti og pakka. Þegar af­mæl­is­barnið er í ein­angr­un er það víst ekki hægt. Það er ekki held­ur hægt að fara út að borða með kæró eða vin­kon­um. Þetta er svo­kallað fyrsta­heimslúxusvanda­mál. Að sögn annarra fjöl­skyldumeðlima greind­ist ekki vott­ur af já­kvæðni í frúnni þenn­an dag.

Ein­angr­un­ar­fresls­is­hlaup

Ég var laus úr ein­angr­un dag­inn eft­ir (talandi um lé­lega tíma­setn­ingu, hefði bet­ur farið í test deg­in­um áður og fagnaði því með 5.41 km ró­legu hlaupi. Sá ekki ástæðu til að hvíla mig leng­ur enda al­gjör­lega ein­kenna­laus all­an tím­ann og leið mjög vel yfir utan fýlukastið á af­mæl­is­deg­in­um. Hlaupið gekk ágæt­lega en púsl­inn rauk alltaf upp við minnsta álag. Ég skoðaði púls­inn þegar ég kom heim. Meðal­púls­inn var 157 slög og há­marks­púls­inn var 178 slög eða eins og í góðum spret­tæf­ing­um. Ég bar sam­an hlaup fyr­ir og eft­ir Covid og það var gíf­ur­leg­ur mun­ur á púls. Þann 26. janú­ar tók ég spret­tæf­ing­ar. Þá var meðal­púls­inn 137 slög og há­marks­púls­inn 172 slög. 27. janú­ar (dag­inn áður en ég grein­ist) þá tók ég 9.17 km hlaup og þá var meðal­púls­inn 139 slög og há­marks­púls­inn 154 slög.

Mjólk­ur­sýra, út­halds­leysi og púls á yf­ir­snún­ing

Ég tók nokkr­ar létt­ar hlaupaæf­ing­ar en það var alltaf sama staðan. Ég var ótrú­lega lengi að jafna mig eft­ir hlaup­in. Lík­am­inn var ein­fald­lega stút­full­ur af mjólk­ur­sýru og hlaup­in urðu alltaf að hlabbi. Ég hljóp smá, púls­inn fór yfir maxið og ég gekk ró­lega til að ná hon­um niður. Stund­um gat ég hlaupið milli 2ja ljósastaura áður en púls­inn rauk upp.

Sama gilti á hjólaæf­ing­um. Hjóla­deild­in skoðaði þetta þar sem ansi marg­ir voru að grein­ast með Covid á sama tíma og mjólk­ur­sýrumynd­un var al­gengt ein­kenni eft­ir Covid. Besta leiðin til að ná sér væru ró­leg­ar zo­ne1-zo­ne2 æf­ing­ar í nokkr­ar vik­ur á eft­ir. Stóra spurn­ing­in er hvað þýðir nokkr­ar vik­ur. Eft­ir fjór­ar vik­ur var ég á sama stað og eft­ir Covid þannig að ég átti eig­in­lega bara 2 kosti. Hætta að pæla í þessu og eyðileggja á mér skrokk­inn eða fara aft­ur til baka þegar ég var að byrja og hrein­lega byrja upp á nýtt. Ég ákvað að velja seinni kost­inn.

Að velja og hafna

Það er ansi erfitt að fara aft­ur til baka. Það er erfitt að sætta sig við að formið sem þú varst kom­in í er farið og hunsa þessa litlu rödd í hausn­um sem seg­ir. „Hvað ef Ásdís, hvað ef formið kem­ur aldrei aft­ur til baka? Hvað ef þú verður aldrei góð aft­ur? Hvað ef þú ert bara ekk­ert betri en þetta? Hvers vegna er þú miklu leng­ur að jafna þig en marg­ir aðrir?.“

Kærast­inn varð veik­ari en ég en hann varð líka miklu spræk­ari strax aft­ur. Ég hélt áfram að vera slæm í háls­in­um (það er svæði sem ég er viðkvæm fyr­ir og sér­stak­lega fer syk­ur beint í hann) og ég ákvað að sleppa göngu­skíðunum. Til­hugs­un­in um að fara upp í Bláfjöll í skítak­ulda, orku­laus, þreytt og kalt var eng­an veg­inn að heilla. Ég þakkaði fyr­ir að vinna heima og ég gat náð að leggja mig eft­ir há­degi. Ég breytt­ist í Spán­verja og tók siesta seinni part­inn.  Ég ákvað að minnka æf­inga­álagið og tók út einkaþjálf­un og setti inn heimat­eygj­ur og jóga í staðinn. Það reynd­ist vera mjög skyn­sam­leg ákvörðun. Bak­meiðsli tóku sig upp aft­ur. Ég hafði fengið hnykk á bakið í haust og var orðin mjög góð eft­ir nudd og sjúkraþjálf­un þegar það fór í sama farið aft­ur. Ég ræddi þetta við sjúkraþjálf­ar­ann sem sagði að veir­an leitaði í veiku svæðin.

Lífið breyt­ir alltaf þínum plön­um

Ég set alltaf upp fullt af spenn­andi mark­miðum og plön­um fyr­ir hvert ár. Síðustu ár hafa þau flest verið tengd hreyf­ingu og keppn­um. 2022 átti að verða BRJÓTUMGLERÞAKIÐMITT. Ég skráði mig í Meist­araæf­ing­ar hjá Ein­ari Ólafs göngu­skíðasnill­ingi og skráði mig í Fjarðagöng­una, Stranda­göng­una og Fossa­vatns­göng­una.

Ég hélt áfram í hlaupa­hópn­um hjá Green­fit og skráði mig í Kaup­manna­m­araþonið og svo skráði ég mig í hálf­an járn­karl á Ítal­íu af því að ég átti inn­eign­ar­miða í hann og svo af því að ég vissi að ég gæti hann. 2022 var árið sem ég myndi hlaupa mitt fyrsta maraþon og klára minn fyrsta hálfa járn­karl. Mér fannst þetta ansi töff af 53 ára gam­alli konu sem er bara búin að æfa íþrótt­ir í nokk­ur ár. Þetta voru líka fyrstu keppn­irn­ar sem ég skráði mig í án þess að „æla“ af stressi. Fyrstu keppn­irn­ar sem ég vissi að ég gæti. Fyrstu keppn­irn­ar sem ég yrði í raun og veru virki­lega vel æfð fyr­ir og til­bú­in að tak­ast á við þær.

Hlaupaæf­ing­ar fyr­ir ára­mót gengu glimr­andi vel og ég tók bæði löng ró­leg hlaup, styttri hlaup og spret­tæf­ing­ar. 31. des s.l. náði ég mínu besta 10 km hlaupi 56:51 mín­úta, mark­miðið hafði reynd­ar verið 54.59 mín­úta en Gaml­árs­hlaupið hafði verið blásið af þannig að þetta var bara ég að keppa við sjálfa mig og að er alltaf aðeins erfiðara og ég ákvað að njóta þess að hafa bætt mig svona mikið.

Í janú­ar varð aðeins minna um æf­ing­ar. Ég hætti að mæta á hópæf­ing­ar út af Covid. Var á leiðinni til Teneri­fe, fyrsta ut­an­lands­ferðin í 2 ár þannig að ég setti mig í búbblu til að smit­ast ekki rétt áður en ég fær út. Naut þess svo að vera úti í sól og tók nokk­ur ró­leg hlaup. Kom svo heim og fékk Covid rúmri viku eft­ir heim­komu en hafði verið í sótt­kví nokkra daga áður.

Alltaf á byrj­endareit

Þegar ég lít til baka þá sé ég hvað þessi 2 ár hafa í raun og veru verið erfið. Ég var alltaf að byrja upp á nýtt. Þegar ég var kom­in í form þá breytt­ust Covid regl­urn­ar. Sund­laug­arn­ar lokuðu, hjólaæf­ing­ar féllu niður og ég var alltaf að byrja upp á nýtt. Breyt­inga­skeiðið kom líka af full­um krafti og ég var þreytt og orku­laus fyrri part­inn í fyrra.  

Það er ótrú­lega erfitt að byrja enda­laust upp á nýtt og síðustu 2 ár hef­ur mér ég fund­ist vera á byrj­endareit aft­ur og aft­ur og aft­ur. Mér fannst létt­ir að grein­ast með Covid og ég fann að þetta hafði verið stress­fa­ktor sem var und­ir­liggj­andi. Hvenær grein­ist ég? hversu veik verð ég?  hvað verð ég lengi frá vinnu?  Ég hafði alltaf sloppið með skrekk­inn. Hafði ekki einu sinni lent í sótt­kví einu sinni. Þegar þú vinn­ur hjá sjálfri þér er dýrt spaug að lenda ít­rekað í sótt­kví. Það er eng­inn sem borg­ar þér veik­inda­dag­ana nema þú sjálf.

Er hægt að hjóla í rign­ingu?

Ég var búin að panta mér hjóla­ferð til Spán­ar. Hilda vin­kona sem kom með mér í fyrri Land­vætt­inn ákvað að skella sér með og ég hefði lík­lega af­bókað ferðina ef hún hefði ekki verið bókuð líka. Það voru 2 ástæður fyr­ir því. Ég var skít­hrædd um að ég myndi ekki ná að hjóla neitt að viti og svo var öm­ur­leg veður­spá. Það var spáð rign­ingu í 5 daga af 7. Það var bara sól dag­inn sem við lent­um og dag­inn sem við flug­um heim. Sem bet­ur fer fór ég í ferðina. Bæði var veðrið mun betra en spá­in hafði sýnt (enda ekki tengd við veður­klúbb­inn á Dal­vík) og einnig gekk hjólið mun bet­ur en ég reiknaði með en meira um það í næsta bloggi.

Veðrið var reynd­ar ekk­ert sér­stakt á Teneri­fe í janú­ar held­ur. Það var svo hvasst að sund­laug­in lokaði og bók­in sem ég reyndi að lesa á sól­bekkn­um fauk í burtu. Auðvitað lá ég á sól­bekk þó að það væri hvasst, það glitti í sól­ina á milli skýja­bakk­ana. Ég fór alltaf út að hlaupa í stutt­bux­um og hlýra­bol svo ég myndi ekki kafna og mætti ótrú­lega mörg­um í síðum svört­um dún­káp­um með húfu. Ég er því að velta fyr­ir mér að bjóða mig fram á þurrka­svæði. Það virðist fylgja mér rign­ing og vind­ur og pottþétt ein­hver svæði í heim­in­um sem hefðu gott af smá úr­komu.

Sex vik­ur að verða skít­sæmi­leg

Sex vik­um eft­ir að ég greind­ist með Covid gat ég loks­ins hlaupið með næst­um eðli­leg­an púls. Ég tók létta spret­tæf­ingu og púls­inn var lægri í sprett­un­um en í ljósastaura­hlabb­inu þegar ég var að reyna að hlaupa. Það er slít­andi að missa niður orku. Það er lýj­andi að byrja upp á nýtt. Haus­inn fer al­veg í kleinu. Þú ert að reyna að sann­færa þig um að þetta verði allt í lagi og það taki allt sinn tíma. Það gekk vel fyrstu 2-3 vik­urn­ar en á viku 4 var gleðin og sann­fær­ing­in al­veg fok­in út í veður og vind. Ég af­bókaði maraþonið þar sem ég var ekki búin að ná að hlaupa neitt af viti í 2 mánuði. Það er líka skrýt­in til­finn­ing að vera í góðu lagi. Ég missti aldrei bragð- eða lykt­ar­skyn. Ég fékk ekki hita, bein­verki eða nein al­menni­leg ein­kenni. Ég var al­veg ótrú­lega hress meðan ég var veik. Það var bara æf­inga­ork­an og mjólk­ur­sýr­an eft­ir æf­ing­ar sem var í al­gjöru rugli. Ég sá ein­hverja rann­sókn sem sagði að heil­inn minnkaði eða eitt­hvað eft­ir Covid en mig minn­ir að það hafi verið eitt­hvað tengt bragð- og lykt­ar­skyn­inu þannig að ég ákvað að taka það ekki til mín. Mér finnst reynd­ar að það ætti að vera bannað að birta svona frétt­ir. Það er nógu stress­andi að glíma við orku­leysið að þurfa ekki líka að hafa áhyggj­ur af því að þú sért að missa vitið í orðsins fyllstu merk­ingu. Heil­inn sé bara að gufa upp. Það er samt ótrú­lega gott að vita af því að ef ég man ekki eitt­hvað eða klúðra ein­hverju að það sé allt Covid að kenna. 

Að tapa á Zwift

Ég setti mér mark­mið að hreyfa mig 5.000 kíló­metra á þessu ári. Til að ég gæti mætt í vinnu þá ákvað ég að telja inni­hjólið með. Besta leiðin til að gera það er að tengja hjólið við swift. Það er líka miklu skemmti­legra að hjóla þannig. Fyrsta æf­ing­in gekk ekk­ert alltof vel. Ég valdi fyrstu braut­ina sem kom upp. Hún hét Inns­bruck minn­ir mig. Ég náði 7.7 km á tæp­um klukku­tíma. Þetta er svo­kölluð brekku­braut. „Frá­bær“ til að ná upp kíló­metra­fjölda. Ég heyrði í Jóni Inga í hjóla­deild­inni. Hann mælti með Temp­us Fugit fyr­ir kíló­metra­söfn­un. Þetta væri frá­bær braut til að ná upp góðum hraða og marg­ir að hjóla þannig að það væri hægt að drafta vel í henni (sorry ég skil ekki ennþá hvernig ég á að drafta á zwift til að ná upp hraða). Fyrstu æf­ing­arn­ar gengu ekk­ert rosa­lega vel á þess­ari braut. Heild­ar­hall­inn er í kring­um 30 m. Það er nú bara eins og 13.8 Shaquille O‘Neal upp­staflaðir, ekk­ert voðal­ega mikið. Fyrstu vik­urn­ar fóru all­ir framúr mér. Ég náði aldrei að hlýða Zwift sem sagði reglu­lega „Close the Gap“ já viltu þá ekki bara biðja aðra að hjóla hæg­ar ef ég á að ná þeim. Þegar ég fór upp þess­ar „rosa­legu brekk­ur“ þá var ég að hjóla und­ir 10 km á klst og meðal­hraðinn var langt und­ir 20. Ég setti mér því mark­mið að ná að hjóla 20 km á klukku­tíma á mánuði. Ég mallaði þarna í kring­um 20 km á klst. Svo skrapp ég til Spán­ar og svo kom ork­an og 29. mars náði ég fyrstu al­menni­legu hjólaæf­ing­unni minni. Ég 34 km á 1.12 klukku­tíma og meðal­hraðinn 28.2 km.

Þakk­læti stend­ur eft­ir

Ég er þrátt fyr­ir allt bullandi þakk­lát. Ég fór vel út úr Covid. Þetta var bara smá hnökri í æf­ing­um og ég var hvort sem er ekk­ert á eitt­hvað Heims­meist­ara­mót. Það kem­ur annað maraþon að ári. Núna er ég í raun að njóta þess að vera kom­in á nýj­an byrj­un­ar­reit. Ég bjó til nýtt æf­ingapl­an og er bara að hjóla, hlaupa og synda. Svo setti ég inn Yoga- og styrkt­art­eygj­ur og finn ótrú­leg­an mun á mér hvað ég er að styrkj­ast og verða liðugri.  Ég hlakka til að sjá hvert þetta ár leiðir mig og hvaða spenn­andi verk­efni detta í fangið á mér. Ég hef þá trú að ef ein­ar dyr lokast þá gal­opn­ast þær næstu. Eft­ir 2 ára biðtíma er kom­inn tími á að stökkva út úr þæg­ind­aramm­an­um og ég ætla að end­ur­hanna mig eina ferðina enn. Hvernig það end­ar kem­ur í ljós á næstu mánuði. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda