Lenu langar í rafbíl en Margréti dreymir um bensínþambandi jeppa

Lena Magnúsdóttir og Margrét Stefánsdóttir stýra hlaðvarpinu Ekkert rusl.
Lena Magnúsdóttir og Margrét Stefánsdóttir stýra hlaðvarpinu Ekkert rusl.

Lena Magnús­dótt­ir og Mar­grét Stef­áns­dótt­ir halda úti hlaðvarpsþætt­in­um Ekk­ert rusl. Í nýj­asta þætt­in­um ræða þær um raf­bíla­væðing­una. Run­ólf­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda og Jón Trausti Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Öskju segja frá þeirri þróun sem er ansi hröð í fram­leiðslu raf­bíla.

Lena ætl­ar að kaupa sér raf­bíl og Mar­grét er enn að hugsa málið því upp­á­halds­bíll­inn henn­ar er bens­ínþam­bandi jeppi sem hana hef­ur dreymt um að eign­ast. Skottið á hon­um gæti ör­ugg­lega geymt tromm­urn­ar henn­ar þegar hún fer að túra.

Sér­fræðing­arn­ir eru sann­færðir um að Íslend­ing­ar þurfi ekki að virkja meira þó öll þjóðin myndi kaupa sér raf­bíl. Raf­hleðslur má nýta bet­ur og það að hlaða bíl­ana á næt­urn­ar er lang­besta ráðið. 

Run­ólf­ur seg­ir að það sé al­veg sama hvernig við reikn­um þetta. Viðamikl­ar rann­sókn­ir hafa verið gerðar á kol­efn­is­spori raf­bíla að það er alltaf um­hverf­i­s­vænna að vera á raf­bíl.  All­ir spyrja „hvað um raf­hlöðuna, hvað verður um hana?

Þá er mik­il þróun í notk­un á end­urunnu plasti í fram­leiðslu bíla en framtíðar­sýn­in er sú að bíl­ar verði Vegna í framtíðinni. Til að mynda er byrjað að nota end­urunn­in fiskinet í mæla­borð að sögn Jóns Trausta. Þá má taka fram að all­ar verk­smiðjur Mercedes Bens eru keyrðar á 100% end­ur­nýt­an­legri orku frá 2022. Jón Trausti og Run­ólf­ur spá því að stór­stíg­ar fram­far­ir séu í fram­leiðslu raf­bíla og eft­ir 2-3 ár verði raf­magns­bíl­ar um­tals­vert ódýr­ari en þeir eru í dag.

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

Jón Trausti Ólafsson og Runólfur Ólafsson.
Jón Trausti Ólafs­son og Run­ólf­ur Ólafs­son.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda