Læknar líkamann með mataræði

Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali og miðaldra kona.
Ásdís Ósk Valsdóttir fasteignasali og miðaldra kona.

„Ég fór í mæl­ingu hjá Green­fit um dag­inn. Svosem ekk­ert merki­legt, ég fer í mæl­ingu hjá þeim á um það bil 6 mánaða fresti og þér að segja þá er lík­lega eng­inn viðskipta­vin­ur hjá Green­fit sem hef­ur farið í jafn­marg­ar blóðpruf­ur og ég. Þarna sé ég að ein­hverj­um svelg­ist á kaff­inu. Æi þetta er svo dæmi­gerð Ásdís, þú ert svo man­ísk og ferð svo yfir strikið. Það þarf eng­inn að fara í mæl­ing­ar hjá Green­fit á 6 mánaða fresti, ENG­INN SEGI ÉG, eitt­hvað kost­ar það nú,“ seg­ir Ásdís Ósk Vals­dótt­ir fast­eigna­sali og miðaldra kona í sín­um nýj­asta pistli á Smartlandi: 

Ég er búin að vera á mínu lífstíls­breyt­ing­ar­ferli í tæp 5 ár. Ég á 5 ára af­mæli í ág­úst. Það sem ég er búin að læra er að ég á einn lík­ama og það er eng­inn varalík­ami. Þetta er lífið ekki tölvu­leik­ur þar sem ég get gert re­set all ef heils­an bil­ar. Það er ekk­ert RE­SET ALL í líf­inu því miður. Þegar ég var í mín­um jójó lífstíl þá átti ég 3-4 stærðir af föt­um inn í skáp. Föt­in sem ég passaði í. Aðein­sOf­StóruÖrygg­is­föt­in mín til að nota þegar ég kem úr frí­um og eft­ir jól og páska. Í frí­um fannst mér til­valið að tríta mig all­an tím­ann því ég er jú í fríi og þá á að tríta sig. Þriggja vikna frí á Spáni var skóla­bók­ar­dæmi um svona smá trít. Föt­in sem voru í það þrengsta á mig sem ég var al­veg að fara að passa í og svo föt­in sem ég ætla pottþétt að kom­ast í þegar allt geng­ur upp og lífið verður dá­sam­legt.

Það kost­ar slatta að eiga fjór­ar stærðir af föt­um og það kost­ar líka hell­ing að fara úr einni fata­stærð í aðra, hvort sem það þarf að kaupa stærri eða minni föt. Síðustu 2 ár hef ég verið í jafn­vægi. Ég er í sömu fata­stærð og get leyft mér að kaupa mér ná­kvæm­lega það sem mig lang­ar í, ekki það sem ég passa í held­ur það sem mig lang­ar í og ég þarf miklu minna af föt­um þar sem það er bara ein stærð af föt­um í skápn­um mín­um.

Það er gíf­ur­legt frelsi sem fylg­ir því að vita að þú pass­ar í föt­in þín þó að þú skrepp­ir til Spán­ar í 3 vik­ur (reynd­ar fer ég ekki í svona löng frí til Spán­ar leng­ur. Nenni ekki leng­ur að liggja á sól­ar­bekk og tana í 3 vik­ur).

Ei­lífðarábyrgð á bíln­um

Þegar ég var 17 ára þá keypti ég mér bíl, glæ­nýr úr kass­an­um. Gaur­inn í umboðinu sagði: „Þetta er frá­bær bíll. Það þarf ekk­ert að hugsa um hann. Þú þarft aldrei að fara með hann í skoðun. Þú þarft aldrei að láta laga neitt og þú get­ur sett hvaða eldsneyti sem er á hann, bens­ín, dísil, met­an eða jafn­vel flug­véla­bens­ín, skipt­ir engu. Þessi bíll þolir allt. Ei­lífðarábyrg á hon­um og hann mun aldrei bila“. Hljóm­ar þetta of gott til að vera satt. Það er hár­rétt enda er þetta lyga­saga frá upp­hafi til enda. Hins veg­ar kom ég fram við minn lík­ama í 48 ár eins og hann væri ódrep­andi og myndi aldrei bila. Spáði voðal­ega lítið í því hvaða nær­ingu ég setti ofan í hann og hvaða áreiti væri í gangi. Fannst samt allt ótrú­lega ósann­gjarnt ef lík­ami minn brást við nær­ingu og hreyf­inga­leysi á ann­an hátt en ég vildi.

Verðskulda ég minni þjón­ustu en bíll­inn minn?

Ég er á fjög­urra ára göml­um bíl. Ég er ekki mik­il áhuga­mann­eskja um bíla. Ég prófaði einu sinni að keyra Porsche jepp­ling. Ég fann ekki mik­inn mun á mín­um bíl og fína Porsche jepp­ling­in­um. Mögu­lega vant­ar bíla­genið í mig. Þetta er þriðji bíll­inn síðan 2004. Mér finnst að bíl­ar þurfi að virka og keyra milli A-B áfalla­laust. Hann þurfti að fara í þjón­ustu­skoðun í vet­ur og það var kom­inn tími á eitt­hvað bremsu­dæmi þannig að það var lagað. Reikn­ing­ur­inn með þjón­ustu­skoðun var í kring­um 160.000. Stuttu seinna þurfti ég ný vetr­ar­dekk. Þar fauk ann­ar 160.000 kall, svo þarf að smyrja hann reglu­lega og sitt lítið að hverju sem fell­ur til.

Samt dett­ur eng­um í hug að spara sér þenn­an pen­ing og keyra um á ósm­urðum bíl með ónýt­um vetr­ar­dekkj­um og biluðum brems­um. Það gæti orðið vesen í vet­ur á leiðinni upp í Bláfjöll þegar það er gler­hált á leiðinni, dekk­in slit­in og brems­urn­ar virka ekki.

Ég þarf ekki að eiga bíl. Ég get tekið strætó, ég get tekið leigu­bíl en ég get ekki keypt ann­an lík­ama. Ef ég fer ekki með bíl­inn í þjón­ustu­skoðanir þá fell­ur hann úr ábyrgð. Það er eng­in krafa um að ég fari í neina þjón­ustu­skoðun. Samt hafa þess­ar sjö þjón­ustu­skoðanir hjá Green­fit kostað minna en ég hef þurft að eyða í bíl­inn á einu ári. Kostnaður sem ann­ars veg­ar er flokkaður und­ir nauðsyn en hins veg­ar lúx­us og jafn­vel eyðslu­semi. Hvers vegna ætli það sé?

Full­komið jafn­vægi

Ég keyrði á vegg í fyrra, varð al­veg orku­laus og brjálæðis­lega úrill. Eft­ir nokkra mánuði af því að reyna að finna út úr þessu skellti ég mér til lækn­is sem var fljót­ur að greina vanda­málið.

Frú­in var kom­in á bullandi breyt­ing­ar­skeið. Hann vildi ekki setja mig á horm­óna þar sem kó­lester­ólið var svo hátt þannig að ég „neydd­ist“ til að grípa til þeirra verk­færa sem Green­fit hafði kennt mér. Þegar ég byrjaði hjá Green­fit voru mín innri gildi í al­gjöru tjóni og ég tók 4ja mánaða Cle­an mataræði og svindlaði EKK­ERT. Ég var í full­komnu jafn­vægi bæði and­lega og lík­am­lega. Ég svaf eins og eng­ill og kó­lester­ólið lækkaði úr 8.2 í 6.7 á 4 mánuðum. Þetta var því auðleyst. Ég þarf ein­fald­lega að lifa svona út lífið. Þann 13.maí 2021 ákvað ég að hætta að borða syk­ur út lífið.

Úps „I did it again“, söng Brit­ney fyr­ir langa löngu. Já, sko þann 13.maí 2021 hætti ég ekk­ert að borða syk­ur. Ég tók þessa ákvörðun en ég stóð ekki við hana. Ég og syk­ur erum í svona „love-hate relati­ons­hip“. Ég elska að hata hann. Þetta geng­ur samt alltaf bet­ur og bet­ur og ég tek lengri og lengri tíma­bil þar sem ég er án syk­urs. Ég hef kom­ist að því að ég er best þegar ég sleppi sykri, hveiti, mjólk­ur­vör­ur og geri. OMG Ásdís hvað borðar þú eig­in­lega þá, allt hitt. Ég borða t.d. ávexti, ABBBABBBABB seg­ir þá góða fólkið. Ásdís þú veist að það syk­ur í ávöxt­um. Ég drekk ekki gos en ég drekk Kristal, ABBBABBBABB seg­ir þá góða fólkið, sóda­vatn er líka gos. Það er allt í lagi. Góða fólkið má hafa alla þá skoðun sem það vill. Þetta snýst ekki um að fara eft­ir öll­um þeim regl­um og boðum og bönn­um sem til eru. Þetta snýst um að finna mitt jafn­vægi og ávext­ir í hófi eru aldrei að fara að valda mér sama tjóni og Pizza, kók og Snickers með smá snakki.

Svo ég geri orð Bon Jovi að mín­um... It’s my life

It's my life
It's now or never
I ain't gonna live for­ever
I just want to live while I'm ali­ve

PacM­an mæt­ir á svæðið

Fyr­ir nokkr­um mánuðum fékk ég ráðlegg­ingu að til að ná ákveðnum ár­angri þá þyrfti ég að bæta kol­vetn­um við mataræðið. Ég ákvað að setja inn hrís­grjón og pasta. Á þriðja degi breytt­ist ég í PacM­an og ryk­sugaði eld­húsið. Fyrst fékk ég mér eina kleinu og svo aðra. Fann múffu með syk­ur­kremi sem ég gúffaði í mig með ís­kaldri mjólk og svo ein hrískaka með súkkulaði og svo smá súkkulaði og svo döðlukaka og svo ís og niðursoðnir ávext­ir í eft­ir­rétt og ekk­ert sal­at í kvöld­mat. Dag­inn eft­ir þegar ég vaknaði með heilaþoku dauðans, þrútna liði, háls­bólgu og orku­leysi mundi ég hvers vegna ég forðast ákveðin kol­vetni (s.s. hrís­grjón og pasta). Þetta var ekki ráðlegg­ing frá Green­fit að bæta við kol­vetn­um og eft­ir þessa til­raun ákvað ég að það væri ein­fald­ara að fylgja bara ein­um herra í mataræðinu.

Covid reco­very

Ég fékk “loks­ins” Covid í lok janú­ar. Eins og með mæl­ing­ar hjá Green­fit var ég mjög dug­leg að láta kanna með Covid. Þríeykið talaði alltaf um að fara í test ef þú finn­ir fyr­ir ein­kenn­um og ég fann alltaf fyr­ir ein­kenn­um eft­ir syk­ur- og/​eða hveiti­át. Ég fann ekk­ert fyr­ir Covid en lang­tíma­áhrif­in urðu ansi hressi­leg. Núna er ég búin að vera í fjög­urra mánaða Covid Reco­very. Ég er með gíf­ur­lega háan æf­inga­púls og hef nokkr­um sinn­um fallið í þá gryfju að halda að ég sé orðin góð og farið á fullt bara til að þurfa að leggja mig eft­ir æf­ingu og sleppa æf­ingu dag­inn eft­ir. Þegar ég sá að vin­kona mín var með sama álags­púls eft­ir þriggja tíma 21 km Puff­in­Run og ég eft­ir 5 km á jafn­sléttu sá ég að það þýddi ekk­ert að þrjósk­ast við þetta held­ur fór 3 ár aft­ur í tím­ann og byrjaði upp á nýtt. Ég ræddi þetta við Má hjá Green­fit. Hann sagði mér að þau hefðu verið að koma af ráðstefnu um lang­tíma áhrif Covid og það væri komið í ljós að kon­ur sem hefðu verið í mjög góðu formi fyr­ir Covid væru í meira mæli að glíma við lang­tíma áhrif en aðrir. Auðvitað var ég svo hepp­in að draga stutta stráið þarna. Ég ræddi við hann um járn­karl­inn sem ég er skráð í í sept­em­ber. Við fór­um yfir síðasta álags­próf. Það voru marg­ir mjög já­kvæðir þætt­ir þarna.

Best í fitu­brennslu

Ég er rosa­lega góð að brenna fitu. Hlut­fall minna efna­skipta í hvíld er 81% fita og 19% kol­vetni. Og ég er vel yfir meðaltali í efna­skipta­hraða sam­an­borið við aðra á sam­bæri­leg­um aldri, hæð og þyngd og ég. Það stend­ur meira að segja að heilsa efna­skipta minna er mjög góð. Við skoðuðum síðasta hlaupa­prófið sem ég tók hjá þeim. Það var lík­lega ró­leg­asta prófið sem ég hef tekið þar sem ég þorði ekki að keyra mig út af ótta við að ég myndi þá vera orku­laus dag­inn eft­ir. Það er skrýt­inn staður að vera á og stund­um erfitt fyr­ir haus­inn að minna sig stöðugt á að fara ekki of hratt, jafn­vel þó að þér líði mjög vel á æf­ing­unni þá er yf­ir­leitt gjald að greiða eft­ir æf­ing­una. Sam­kvæmt síðasta hlaupa­prófi þá er ég með frá­bæra fitu­brennslu, svo góða að ég gæti næst­um því tekið hálf­an járn­karl án þess að næra mig, myndi bara fórna litlu fitu­boll­un­um mín­um á alt­ari járn­karls­ins. Már benti á að ég væri mjög gott grunn­form og ég ætti að fókusa á zo­ne2 æf­ing­ar fram að járn­karli og reyna frek­ar að taka lang­ar göng­ur um helg­ar frek­ar en harðar spret­tæf­ing­ar. Mér finnst þetta ágæt­ispl­an og stefni ennþá á hálf­an járn­karl.

Það er bara ein spurn­ing sem ég er með í sam­bandi við þessa fitu­brennslu. Mér finnst al­veg vanta að það sé hægt að stjórna henni. Ég er til dæm­is með fullt af svæðum sem fitu­brennsl­an virðist sleppa, s.s. mag­inn, innri lær­in og mjaðmir á meðan fitu­brennsl­an virðist fókusa helst á rass og brjóst. Halló, það þarf ekk­ert að brenna meira af þeim svæðum. Þau eru lokuð fyr­ir frek­ari brennslu. Ég mæli með að Green­fit finni leiðina til að beisla þessa fitu­brennslu frek­ar og gera hana svæðis­bundna.

Innri gild­in að batna

Ég byrjaði hjá Green­fit eft­ir að hafa fengið rauða spjaldið í heils­unni. Ég var kom­in með gíf­ur­lega hátt kó­lester­ól og blóðsyk­ur, svo hátt að heim­il­is­lækn­ir­inn minn vildi setja mig á lyf. Ég er svo lítið fyr­ir lyf og langaði ekk­ert að fara á þau, þannig að þegar Lukka hjá Green­fit sagði mér frá Cle­an mataræðinu ákvað ég að ég hefði engu að tapa og allt að græða. Stutta út­gáfa var að ég missti 11 kíló á fjór­um mánuðum (fann nokk­ur aft­ur sem söknuðu mín mikið) og öll innri gild­in snar­bötnuðu. Þau bötnuðu svo mikið að lækn­ir­inn mælti með því að ég myndi bara halda áfram á þess­ari braut í staðinn fyr­ir að smella mér á lyf. Fannst nú að heil­brigðis­kerfið hefði átt að gefa mér ein­hver verðlaun fyr­ir stór­felld­an sparnað í lyfja­kaup­um.

Við Lukka fór­um fyr­ir síðustu skýrsl­una mína. Hún benti á að lang­tíma­heils­an mín væri alltaf að batna en það væri aug­ljóst á sýn­un­um hvernig ég er ströng í mataræðinu og hvenær ekki. Ég er búin að fara í sjö próf (stund­um fer ég oft­ar en á 6 mánaða fresti ég þegar mig lang­ar að sjá hvort að það sem ég er að gera sé að skila ár­angri).  Blóðsyk­ur­inn minn er lægri en hann var í ág­úst 2021 en hærri þegar ég var al­veg Cle­an. Sama gild­ir um Kó­lester­ólið. Það var við hættu­mörk þegar ég byrjaði en núna er það bara mjög hátt. Hins veg­ar er góða Kó­lester­ólið búið að lag­ast það mikið að það er farið úr gul­um í græn­an og er til fyr­ir­mynd­ar. Lifr­in er í topp­st­andi og sama á við um D-víta­mín birgðirn­ar mín­ar. Hvítu blóðkorn­in skora til fyr­ir­mynd­ar og bólg­ur í lík­am­an­um hafa snar­minnkað og komið úr hættu­mörk­um í aðeins of hátt.  Þetta er ekk­ert flókið eina sem ég þarf að gera er að borða Cle­an og þá er lík­am­inn í lagi.

Syk­ur­púk­inn minn og þinn

Ég er með innri syk­ur­púka sem á stund­um bágt. Ég finn samt að ég á alltaf auðveld­ar og auðveld­ar að hunsa vælið í hon­um og í raun það eina sem ég þarf að gera er að leyfa mér ekki smá. Smá verður alltaf meira hjá mér. Gamla ég fékk sér alltaf trít. Ég fór kannski út að ganga og var ótrú­lega dug­leg, gekk al­veg 2 km og fannst þá til­valið að verðlauna mig með súkkulaðisnúð og kókó­mjólk. Þú færð jú kraft úr kókó­mjólk. Ég velti því stund­um fyr­ir mér hvað er að fá sér smá trít. Er það virki­lega smá trít að gúffa í sig nammi og snakki. Bæt­ir það eitt­hvað lífs­gæðin? Er það trít að setja dísil á bens­ín­bíl?

Ég las á dög­un­um að Helgi í Góu fram­leiði 100 tonn af nammi á mánuði og mest fyr­ir inn­an­lands­markað. 100 tonn er ótrú­lega stór tala. Þetta er bara Góa, svo eru all­ir hinir fram­leiðend­urn­ir eft­ir og kexið, kök­urn­ar, eft­ir­rétt­irn­ir, sykruðu drykk­irn­ir, mjólk­ur­vör­urn­ar og snakkið. Ég velti því stund­um fyr­ir mér ætli sá tími komi að framtíðarkyn­slóðum finn­ist jafn fá­rán­legt að geta keypt nammi í búðum eins og að hafa getað keypt síga­rett­ur í búðum. Ég drekk ekki áfengi en ég spyr mig stund­um hvort að all­ur þessi syk­ur sé minna skaðleg­ur heild­inni en áfengið sem má ekki selja í búðum?

Cle­an­life.is

Ég og Axel Val­ur son­ur minn höld­um úti upp­skrift­ar­vefn­um Cle­an­life.is þar sem við setj­um inn ein­fald­ar upp­skrift­ir sem eru syk­ur-hveiti og mjólk­ur­laus­ar. Ég set inn mikið af okk­ar efni en einnig ef ég prófa girni­leg­ar upp­skrift­ir þá set ég þær inn líka. Ég setti reynd­ar inn 2 um dag­inn sem pössuðu ekki við það en krökk­un­um fannst þetta svo gott að ég vildi geyma þær upp­skrift­ir á vís­um stað.

Ef þú ert að glíma við syk­ur­púk­ann eða vilt bara laga aðeins til þá mæli ég alltaf með því að byrja á því að heyra í Green­fit. Þau eru með frá­bær Cle­an nám­skeið þar sem þú get­ur lært tök­in og núllstillt þig. Án þeirra væri ég ekki á þeim stað sem ég er í dag og gæti ekki núllstillt mig sjálf. Þú hef­ur engu að tapa nema kannski verri heilsu og það er jú mik­ils virði.

Hægt er að fylgj­ast með Ásdísi á In­sta­gram HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda