„Mig langaði ekkert að lifa“

Lárus Logi Elentínusson er með þúsundir fylgjenda á samfélagsmiðlinum TikTok.
Lárus Logi Elentínusson er með þúsundir fylgjenda á samfélagsmiðlinum TikTok.

Lár­us Logi Elentín­us­son er með þúsund­ir fylgj­enda á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok þar sem hann er þekkt­ur und­ir nafn­inu Eld­gosi. Fylgj­end­ur hans eru van­ir að sjá þar grín og glens en fæst­ir vita að ástæða þess að Lár­us byrjaði á TikT­ok var sjálfs­vígstilraun.

„Miðað við karakt­er­inn minn á TikT­ok þá býst fólk ekk­ert við því að mér líður illa, bara eig­in­lega alltaf,“ seg­ir Lár­us Logi í viðtali í nýj­asta hlaðvarpsþætti Karl­mennsk­unn­ar þar sem hann opn­ar sig um þung­lyndi, sjálfsskaða og sjálfs­vígstilraun.

Svaf í 16-18 tíma á dag

Lár­us lýs­ir því að hann hafi verið að glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir frá því í 6. bekk og átti í svo mikl­um erfiðleik­um með að halda sér á lífi að hann reyndi að sofa sem mest.

„Ég var að sofa um það bil 16 klukku­stund­ir á hverj­um ein­asta degi. Ég fór í skól­ann, tók lúr og fór á körfu­boltaæf­ingu og fór svo beint heim aft­ur að sofa. Ég svaf í 13 tíma á næt­urn­ar og 4-5 tíma á dag­inn. Þetta var ekki ung­ling­ur að stækka. Það var eng­inn ann­ar ung­ling­ur sem sleppti öllu fé­lags­lífi til að sofa [...] Ég var að ströggla það mikið við að halda mér á lífi,“ seg­ir Lár­us.

Hann hafi þó ekki fengið að vita að hann væri að glíma við þung­lyndi fyrr en kvöldið sem hann gerði sjálfs­vígstilraun. Þá hafi hann fengið upp­áskrifuð þung­lynd­is­lyf og hafið fyr­ir al­vöru vinnu með sál­fræðingi.

Langaði ekki að lifa

Lár­us losnaði þó ekki und­an erfiðleik­un­um og lýs­ir því að hann hafi upp­lifað marga daga þar sem erfitt var að finna lífsneist­ann.

„Það var enda­laust af dög­um sem ég vaknaði og mig langaði ekk­ert að lifa,“ seg­ir Lár­us en seg­ir að TikT­ok mynd­bönd­in sem hann byrjaði að fram­leiða hafi haldið í hon­um líf­inu.

„Ég fer að pósta tvisvar til þris­var á dag [á TikT­ok] [...] og þetta var í raun­inni eina sem hélt mér á lífi.“ Hann seg­ist hafa lifað fyr­ir viðbrögð fólks og elskað að sjá likes og comm­ent.

Alltaf ein­hver til í að hjálpa

Lár­us seg­ir eitt það mik­il­væg­asta sem hann hafi lært sé að vera op­inn um líðan sína og leyfa öðrum að hjálpa sér. „Það er eng­inn að fara að hugsa, oh Lár­us er þung­lynd­ur, leyf­um hon­um bara að líða illa ég nenni ekki að díla við það. Það vilja all­ir hjálpa, það er alltaf ein­hver til­bú­inn til þess.“

Þótt Lár­us viður­kenni að oft komi erfiðir dag­ar inn á milli, hafi hann lært að erfiðu tíma­bil­un­um ljúki alltaf. „Ég hef fengið að upp­lifa ham­ingju inn á milli leiðin­legu tíma­bil­anna og það sem læt­ur mér líða vel er að ég er bú­inn að fara í gegn­um nokk­ur leiðin­leg tíma­bil og þau enda alltaf. Maður sér það kannski ekki í miðju tíma­bili en þau enda og ég veit það bara.“

Þátt­inn má hlusta á í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

Ef þú upp­lif­ir sjálfs­vígs­hugs­an­ir er hjálp­arsími Rauða kross­ins, 1717, op­inn all­an sól­ar­hring­inn. Einnig er net­spjall Rauða kross­ins, 1717.is, opið all­an sól­ar­hring­inn. Píeta-sam­tök­in veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218. Á net­spjalli á Heilsu­vera.is er einnig hægt að ráðfæra sig við hjúkr­un­ar­fræðing um næstu skref. Ef þú ert í bráðri hættu hringdu í 112.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda