Hótað fangelsisvist fyrir að skrifa upp á Ivermectin

Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir er nýjasti gestur í hlaðvarpi Sölva …
Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir er nýjasti gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Ljósmynd/Aðsend

Guðmund­ur Karl Snæ­björns­son, sér­fræðing­ur í heim­il­is­lækn­ing­um, er nýj­asti gest­ur­inn í hlaðvarpi Sölva Tryggva­son­ar. Hann seg­ist sjálf­ur hafa orðið fyr­ir út­skúf­un og mikl­um árás­um, en sér ekki eft­ir neinu.

„Ég vil ekk­ert vera að naga í fjöl­miðlana, en það gerðist oft­ar en einu sinni á Covid-tíma­bil­inu að ís­lensk­ir blaðamenn hringdu í mig og vildu fá upp­lýs­ing­ar, en sögðu svo að þeir mættu ekki hafa neitt eft­ir mér. Vænt­an­lega af því að ég var ekki á sömu skoðun og yf­ir­völd. Ég ef­ast ekki um að þetta fólk sé að gera sitt besta, en aft­ur, þá er bara svo auðvelt að sjálfs­rit­skoða sig þegar press­an er jafn­mik­il og hún var þegar far­ald­ur­inn stóð sem hæst. Þeir sem héldu fram öðrum skoðunum en sótt­varna­yf­ir­völd fengu á sig alls kon­ar árás­ir og voru kallaðir ál­hatt­ar eða sam­særis­kenn­inga­fólk,“ seg­ir Guðmund­ur og bæt­ir við að það hafi gerst oft­ar en einu sinni að fólk hafi svo snögg­lega skipt um skoðun þegar það veikt­ist sjálft af Covid.

„Það gerðist oft að fólk sem hafði haft sterk­ar skoðanir á Iver­mect­in op­in­ber­lega og tekið und­ir með meg­in­straumsum­ræðunni hafði svo per­sónu­lega sam­band við mig til að reyna að verða sér úti um lyfið.“

Mik­il­vægt að ræða um Covid-tíma­bilið

Guðmund­ur Karl vakti at­hygli í heims­far­aldr­in­um fyr­ir að viðra skoðanir sem ekki áttu upp á pall­borðið hjá öll­um.

„Þetta er þrautreynt lyf sem er nán­ast al­gjör­lega án auka­verk­ana og hef­ur verið notað í ára­tugi á millj­ón­ir manna. Rann­sókn­irn­ar bentu strax til þess að þetta til­tekna lyf gæfi frá­bæra raun sem ein af meðferðunum við Covid. En ein­hverra hluta vegna var Iver­mect­in gert að ein­hvers kon­ar bann­orði. Lyf sem er með færri auka­verk­an­ir en Panodil og hef­ur verið gefið í 4 millj­örðum skammta til mann­fólks í gegn­um tíðina. Við hljót­um að geta verið sam­mála að það sé eitt­hvað skrýtið við þessi ofsa­fengnu viðbrögð gagn­vart þeim lækn­um sem vildu nota þetta lyf. Ég var kærður af Lyfja­stofn­un og mér var hótað fang­elsis­vist eins og ég væri að gera eitt­hvað stór­hættu­legt.“

Guðmund­ur seg­ist ekki vera að ráðast á einn né neinn þegar hann ræðir um Covid-tíma­bilið, held­ur finn­ist hon­um mik­il­vægt að við sem sam­fé­lag för­um yfir þenn­an tíma með gagn­rýn­um huga.

„Við sem mann­fólk eig­um rosa­lega margt sam­eig­in­legt og við erum öll í þessu sam­an. En á þessu tíma­bili var mjög margt gert til að reyna að aðgreina okk­ur og skipta okk­ur í hópa. Óbólu­sett­ir á móti bólu­sett­um og þar fram eft­ir göt­um. Við hljót­um að geta verið sam­mála um að við vilj­um opið sam­fé­lag með op­inni umræðu þar sem fólk hef­ur frelsi til að hafa sín­ar skoðanir og taka sín­ar eig­in ákv­arðanir.“

Þú get­ur hlustað á hlaðvarp Sölva Tryggva­son­ar á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda