Um milljón kvenna hættu í vinnunni vegna breytingaskeiðs

Sigfríð Eik Arnardóttir næringaþerapisti hjá Seika.is.
Sigfríð Eik Arnardóttir næringaþerapisti hjá Seika.is.

„Októ­ber mánuður er til­einkaður breyt­inga­skeiði og er til­gang­ur­inn að vekja at­hygli á þessu tíma­bili í lífi kvenna. Þemað í ár er heilaþoka og minn­is­leysi. Breyt­ing­ar á kven­horm­ón­um ger­ist ekki yfir eina nótt og það get­ur verið erfitt að átta sig á hvenær kona byrj­ar á breyt­inga­skeiði. Á þessu tíma­bili sveifl­ast horm­ón­in og kon­ur upp­lifa ýmis lík­am­leg og and­leg ein­kenni, jafn­vel mörg­um árum áður en þær hætta á blæðing­um,“ seg­ir Sig­fríð Eik Arn­ar­dótt­ir nær­ing­arþerap­isti hjá Seika.is í sín­um nýj­asta pistli: 

Ein­kenni geta komið og farið jafn­h­arðan, eru mis­mun­andi að lengd og al­var­leika. Þrjár af hverj­um fjór­um kon­um upp­lifa hitakóf en önn­ur al­geng ein­kenni eru næt­ur­sviti, svefn­vanda­mál, þyngd­ar­aukn­ing, þurrk­ur í leggöng­um, liðverk­ir, skapsveifl­ur, kvíði og þung­lyndi. Reynd­ar hafa 34 ein­kenni verið skráð í heild­ina.  

Könn­un sem var gerð í Bretlandi árið 2019 leiddi í ljós að þrjár af hverj­um fimm kon­um á aldr­in­um 45 til 55 ára urðu fyr­ir nei­kvæðum áhrif­um í starfi og tæp ein millj­ón kvenna hættu störf­um vegna van­líðan út frá kvill­um breyt­inga­skeiðs. Marg­ar kon­ur á þess­um aldri eru í stjórn­un­ar­störf­um og því má leiða lík­ur að brott­hvarf þeirra dragi úr fjöl­breyti­leika stjórn­enda eft­ir fimm­tugt. 

Hvernig get­ur nær­ing og lífs­stíll hjálpað?

Á breyt­inga­skeiði er mik­il­vægt að huga að réttri nær­ingu og heilsu­sam­leg­um lífs­stíl. Lyk­ill­inn er fólg­inn í því að hjálpa lík­am­an­um að aðlag­ast nýju lífs­skeiði og því fyrr sem kon­ur byrja, því bet­ur verða þær í stakk bún­ar að tak­ast á við breyt­inga­skeiðið. 

Því miður þá borða marg­ar kon­ur ekki rétta fæðu sem hjálp­ar til við að koma jafn­vægi á horm­ón­in. Við þurf­um nægj­an­legt prótein til að fram­leiða og flytja horm­ón­in á rétta staði, víta­mín og steinefni til að horm­ón­in brotni niður, góða fitu til að hjálpa þeim að gera sitt gagn og andoxun­ar­efni og plöntu­nær­ing­ar­efni til að vernda þau, sem og flók­in kol­vetni, trefjar og nægj­an­lega mikið af vatni til að afeitra og hreinsa út þau horm­ón sem hafa gert skildu sína.

Með því að huga að fæðunni og holl­um lífs­stíl get­ur þú gert þín horm­ón ham­ingju­söm og upp­lifað betri líðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda