Vaknaði í heilaskanna en var bara á breytingaskeiðinu

Björg Magnúsdóttir.
Björg Magnúsdóttir.

„Ég hef alltaf álitið sjálfa mig frek­ar vel lesna í sam­bandi við flest heil­brigðistengt, en eft­ir að hafa hingað til átt skraut­legt ár 2022 með sjúkra­bíls­inn­lögn­um í tvígang, fyrst vegna gruns um hjartatrufl­an­ir og síðar vegna yf­irliðs á al­manna­færi þar sem ég vaknaði inni í heilask­anna sem og ým­iss kon­ar mjög óþægi­legra ein­kenna og al­mennr­ar van­líðanar er ég loks­ins kom­in með á hreint, að ég er bara á breyt­inga­skeiðinu,“ seg­ir Björg. 

Halló! Felst það ekki í hitakóf­um, skap­vonsku og þyngd­ar­aukn­ingu?

Ó, nei. Ég er búin að læra, af sárri reynslu, að það er svo margt og miklu meira en það.

Þegar litið er til baka þá hef­ur þetta lík­lega byrjað í ró­leg­heit­un­um þegar ég var um 43 ára. Í dag er ég 49 ára og þetta kom með skelli í ár.  

Eft­ir alls kon­ar rann­sókn­ir, góðar sam­ræður við vin­kon­ur og kunn­ingja­kon­ur, fullt af „fund­um með Gúggla“ og mörg þúsund króna fjár­fest­ing­um í jurta- og nátt­úru­lækn­inga­lyfj­um og nú síðast horm­ónag­eli frá kven­sjúk­dóma­lækni – þá er þetta allt að kom­ast í jafn­vægi.

„Einu“ kvill­arn­ir sem ég berst við í dag, er enda­laust suð fyr­ir eyr­un­um, sér­stak­lega á nótt­unni, slitr­ótt­ur svefn, kvíðaköst og stund­um á ég erfitt með að tala í sam­felldu máli.

En, þetta er allt að koma.

List­inn hér fyr­ir neðan er yfir 50 þekkt ein­kenni breyt­inga­skeiðsins. Ef kon­ur geta hakað við fleiri en 15, þá eru mikl­ar lík­ur á því að lík­ami þeirra sé að „kom­ast í gír­inn“.

Ein­mitt núna passa 29 af þess­um ein­kenn­um við mig en upp­haf­lega gat ég merkt við 41 ein­kenni.

Lík­am­leg ein­kenni:

  • Verk­ir, eymsli og kláði sem kem­ur og fer.
  • Aum­ir eða verkjaðir liðir og vöðvar (ekki vegna æf­inga eða áverka), sér­stak­lega í hnakk­an­um, öxl­um, í höfðinu og and­lit­inu.
  • Eymsli og þrýst­ing­ur í höfðinu og and­lit­inu í kring­um kjálk­ana, góm­ana, tenn­urn­ar og jafn­vel tann­fyll­ing­ar.
  • Seyðing­ur í hand­leggj­um og leggj­um.

 Hjartað:

  • Örari hjart­slátt­ur sem skýrist ekki af lík­ams­rækt eða sjúk­dómi.
  • Þrýst­ing­ur bæði fram­an og aft­an á brjóst­kass­an­um.
  • Tíma­bil með skyndi­leg­um ótta og kvíða að ástæðulausu.
  • Til­finn­ing fyr­ir því að vera gjör­sam­lega örvinda á lík­ama og sál.

Heyrn­in:

  • Auk­in næmni fyr­ir hljóðum.
  • Enda­laust suð eða seyðing­ur fyr­ir eyr­un­um.
  • Þig svim­ar og líður eins og þú sért að missa jafn­vægið.
  • Þú heyr­ir und­ar­leg og óút­skýr­an­leg hljóð.

Sjón­in

  • Sjón­breyt­ing­ar.
  • Þú sérð ljós­geisla í útjaðri sjónsviðsins.
  • Þurrk­ur og kláði í aug­um, óskýr sjón, sem e.t.v. lýs­ir sér sem þoka eða með ljós­blett­um.
  • Þú sérð áru í kring­um dýr og mann­eskj­ur.
  • Þú hef­ur á til­finn­ing­unni að þú eig­ir erfitt með að staðsetja þig rétt í rými.

Mat­ur og melt­ing:

  • Breyt­ing á mat­ar­lyst, mat­ar­venj­um og melt­ingu.
  • Ert annað hvort ávallt svöng eða hef­ur alls ekki mat­ar­lyst.
  • Breyt­ing á bragðskyni.
  • Þú upp­lif­ir að fá löng­un í „skrít­inn“ mat og drykki.
  • Þú borðar holl­ar og nátt­úru­leg­ar og þú miss­ir áhuga og lyst á óhollu fæði.
  • Melt­ing­ar­trufl­an­ir, uppþemba og al­menn óþæg­indi í melt­ing­ar­veg­in­um.
  • Þyng­ist hratt eða létt­ist hratt.

Til­finn­inga­leg­ar breyt­ing­ar:

  • Þú upp­lif­ir leiða að ástæðulausu.
  • Þú upp­lif­ir að þú sért einskis virði eða þú haf­ir breyst.
  • Gaml­ar staðhæf­ing­ar stemma ekki leng­ur, þér liður eins og þú sért án teng­ing­ar eða á ann­arri bylgju­lengd en aðrir. 
  • Sjálfs­traust minnk­ar. 
  • Þú færð grát­köst af ástæðulausu. 
  • Þú upp­lif­ir ein­mana­leika og ein­angr­un, líka þegar þú ert í fé­lags­skap með öðrum, svona eins og að þeir sjái þig hvorki né heyri.
  • Þig lang­ar ekki að vera inn­an um margt fólk.
  • Al­menn­ur leiði.
  • Skort­ur á hvata í sam­bandi við áhuga­mál eða frí­stund­ir.
  • Þú verður klaufa­legri, miss­ir jafn­vægið, rekst á hluti, eins og þú eig­ir erfiðara með að sam­ræma hreyf­ingu út­limanna.
  • Þú verður stressuð að ástæðulausu.
  • Skamm­vinnt minn­is­leysi, þú gleym­ir orðum í miðri setn­ingu, upp­lif­ir heilaþoku.
  • Óút­skýr­an­leg­ar áhyggj­ur eða ofsa­hræðsla.
  • Þú upp­lif­ir að þú sért að fá tauga­áfall eða sért að missa takið á veru­leik­an­um. 

 Svefn og draum­far­ir:

  • Óvenju­legt svefn­mynst­ur og breytt svefnþörf.
  • Þú sef­ur í stutt­um lúr­um, vakn­ar alltaf á milli
  • Þér finnst þú vera orku­meiri á nótt­unni, sér­tak­lega á milli klukk­an 2 og 4.
  • Tíma­bil með svefn­leysi, stund­um marg­ar næt­ur í röð.
  • Villt­ir og skrítn­ir draum­ar.

Flensu- eða kve­f­ein­kenni – sem verða svo ekki að neinu:

  • Þú ert eins og stífluð í hausn­um, of­næmis­ein­kenni.
  • Breyt­ing á lík­ams­hita.
  • Þú þolir síður hita og kulda.
  • Hroll­ur eða hitakóf, næt­ur­sviti og eins og heit­ar öld­ur sem skella gegn­um lík­amann.

Þreyta:

  • Þú finn­ur fyr­ir þreytu, þrátt fyr­ir að hafa sofið vel alla nótt­ina.
  • Þörf fyr­ir að leggja þig, einu sinni eða oft­ar á dag.
  • Þér finnst þú vera eit­ur­hress og full af orku, þrátt fyr­ir að hafa sofið illa um nótt­ina.

Sem bet­ur fer er umræðan um breyt­inga­skeiðið og alla þá fjöl­breyttu fylgi­kvilla sem marg­ar kon­ur berj­ast við byrjuð að koma upp á yf­ir­borðið í al­mennri umræðu.

Síðustu árin hef ég séð marg­ar kunn­ingja- og sam­starfs­kon­ur lenda í kuln­un, þung­lyndi og al­mennri van­líðan. Sum­ar hafa jafn­vel yf­ir­gefið vinnu­markaðinn um tíma vegna þessa.

Ef umræðan hefði verið opn­ari þá hefði kannski verið hægt að aðstoða fleiri þeirra við að sjá, að þetta gæti „bara“ stafað af horm­óna­breyt­ing­um og þess vegna verið hægt að stytta og jafn­vel koma í veg fyr­ir van­líðan þeirra.

All­an vanda er auðveld­ara að fást við ef á hann eru sett orð. Ekk­ert er mik­il­væg­ara en að deila reynslu sinni ef það get­ur, á ein­hvern máta, aðstoðað aðra við að kom­ast heill í gegn­um og í gegn­um hel­vít­is breyt­ing­ar­skeiðið!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda