Hvað segir blóðsykurinn um þig?

Ljósmynd/Samsett

Áhuga­vert er að fá að vita hvað annað fólk ger­ir til þess að lifa heilsu­sam­legra lífi. Sum­ir þrá að æfa af kappi og öðrum finnst best að sinna heils­unni með því að liggja uppi í sófa og lesa.

Það er ekki til nein upp­skrift að hinu full­komna lífi en það er mín til­finn­ing að fólk sé orðið meðvitaðra um hvað jafn­vægi skipt­ir miklu máli. Þegar streit­an er mik­il í lík­am­an­um þá sækja marg­ir meira í sæt­indi og vín. Allt til þess að fólk geti haldið áfram að keyra áfram enda­laust. Hlaupa hraðar. Verða flott­ari.

Á síðasta ári jókst umræðan um blóðsyk­ur. Fólk fór í rík­ara mæli að láta mæla gild­in í blóðinu sem gerði það að verk­um að fólk sá svar­táhvítu hvernig ástandið á lík­am­an­um var. Ef fólk er með of háan blóðsyk­ur er lík­legra að það fái syk­ur­sýki 2. Fólk sem hef­ur fengið þær upp­lýs­ing­ar að blóðsyk­ur­inn sé of hár hef­ur getað lagað lík­am­legt ástand sitt með því að breyta mataræðinu.

Nú­tíma­fólk á það til að borða of mik­inn syk­ur og of mikið af kol­vetn­um á kol­vit­laus­um tíma sól­ar­hrings­ins. Þessi sami hóp­ur á það til að borða of lítið af fitu og próteini. Það er þó í mörg­um til­fell­um hægt að borða allt sem fólk vill ef það borðar mat­inn sinn í réttri röð. Það er til dæm­is eng­in til­vilj­un að í mörg­um lönd­um er hefð fyr­ir því að borða sal­at með ed­iki og ólífu­olíu á und­an matn­um. Fólk sem hef­ur tamið sér slík­ar mat­ar­venj­ur hef­ur oft betri stjórn á blóðsykr­in­um. Eft­ir sal­atið er best fyr­ir blóðsyk­ur­inn að borða prótein og fitu og ljúka máltíðinni á ein­föld­um kol­vetn­um. Það er held­ur ekki til­vilj­un að eft­ir­mat­ur­inn er eft­ir­mat­ur - ekki for­rétt­ur. Ef fólk byrjaði á því að borða eft­ir­mat­inn í for­rétt þá eru lík­ur á því að blóðsyk­ur­inn myndi hækka veru­lega. Þegar blóðsyk­ur­inn hækk­ar eykst löng­un í meiri sæt­indi.

Sykrað morgun­korn get­ur hækkað blóðsyk­ur­inn hjá sum­um jafn­mikið og ís með súkkulaðisósu. Ef fólk væri meðvitað um það myndi það lík­lega ekki gefa börn­un­um sín­um slík­an morg­un­mat. Á síðasta ári prófuðu æ fleiri sí­les­andi blóðsyk­ur­mæli. Þess­um litla hlut var stungið í hand­legg­inn með lít­illi nál með loki og svo var sett­ur plást­ur yfir. Blóðsyk­ur­mæl­ir­inn var tengd­ur við sím­ann og hann skannaður nokkr­um sinn­um á dag. Mælt er með því að fólk taki ljós­mynd af öllu sem fer inn fyr­ir var­irn­ar og skrái það niður í appi sem fylg­ir mæl­in­um.

Sjálf hef ég prófað slík­an mæli. Það sem var mest slá­andi var að vör­ur, sem eru seld­ar sem heilsu­vör­ur, hækkuðu blóðsyk­ur­inn minn jafn­mikið og bland í poka. Á þess­um tveim­ur vik­um sem ég var með mæl­inn á mér prófaði ég að borða allt sem mér datt í hug að væri sniðugt að mæla. Auk þess prófaði ég að drekka hóf­lega og óhóf­lega þær vín­teg­und­ir sem mér hugn­ast að drekka á tylli­dög­um. Það sem kom í ljós var að ör­lítið rauðvín hef­ur ekki mik­il áhrif á blóðsyk­ur­inn minn en mjög mikið magn af búbbl­um spreng­ir skalann. Ég hefði reynd­ar ekki þurft sí­les­andi blóðsyk­ur­mæli til þess að fá þær upp­lýs­ing­ar. Timb­ur­menn­irn­ir sem heim­sóttu mig dag­inn eft­ir hvísluðu því að mér að þetta væri ekki gott fyr­ir mig.

Þess­ar tvær vik­ur í sam­fylgd sí­les­andi blóðsyk­ur­mæl­is sögðu mér fleira en að ég hefði ekki sér­lega gott af víndrykkju.

Ég prófaði að drekka kaffi með flóaðri haframjólk og líka kaffi með flóaðri G-mjólk. Síðar­nefndi kost­ur­inn hef­ur seint flokk­ast sem sér­leg holl­ustu­vara. Það kom hins veg­ar í ljós við þess­ar mæl­ing­ar mín­ar að haframjólk­in tryllti blóðsyk­ur­inn en G-mjólk­in haggaði hon­um varla. Það kom líka í ljós að ef sæt­indi voru borðuð á fastandi maga hækkaði blóðsyk­ur­inn mikið en hann hækkaði bara ör­lítið ef sama óholl­usta var borðuð eft­ir mat­inn. Eitt af því sem var kannski mest slá­andi var að ávext­ir, sem ég hef lagt í vana minn að hakka í mig mér til heilsu­bót­ar, snar­hækkuðu blóðsyk­ur­inn. Þess­ir sömu ávext­ir hækkuðu blóðsyk­ur­inn minna ef fita var borðuð með, eins og líf­ræn grísk jóg­úrt eða líf­rænt ósætt hnetu­smjör. Það sem blóðsyk­ur­mæl­ir­inn sýndi mér líka þegar það var mjög mikið að gera hjá mér þá var blóðsyk­ur­inn hærri. Þegar ég lá uppi í sófa um helg­ar og horfði á sjón­varpið, þá var hann í topp­st­andi. Mér fannst gagn­legt að fá þess­ar upp­lýs­ing­ar.

Ég er alls ekki hætt að drekka áfengi og ég er alls ekki hætt að borða sama sæl­gæti og sjö ára krökk­um finnst gott. Það sem ég veit núna að það er betra að drekka á kvöld­in – ekki á morgn­ana!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda