Gervisætan er ekkert svo sæt

Sykur er ekki góður fyrir líkamann og heldur ekki gervisykur.
Sykur er ekki góður fyrir líkamann og heldur ekki gervisykur. Getty images

Marg­ir falla í þá gryfju að halda að hita­ein­ingasnauðir drykk­ir með gervisætu séu betri kost­ur en sykraðir drykk­ir. Málið er þó ekki al­veg svo ein­falt.

Rann­sókn­ir benda til þess að gervisyk­ur sé síður en svo góður kost­ur fyr­ir heils­una. Í ný­legri rann­sókn sem birt­ist í tíma­rit­inu Nature Medic­ine kom í ljós að eryth­ritol ætti mögu­lega þátt í verri hjarta­heilsu. Tekn­ar voru blóðpruf­ur úr 1157 þátt­tak­end­um rann­sókn­ar­inn­ar. Þeir ein­stak­ling­ar sem mæld­ust með hvað mest eryth­ritol voru lík­leg­ir til þess að fá hjarta­áfall eða heila­blóðfall inn­an þriggja ára. Aðrar rann­sókn­ir hafa einnig stutt þessa kenn­ingu um eryth­ritol.

Hef­ur áhrif á flór­una, blóðsyk­ur og mat­ar­lyst

Þá hafa rann­sókn­ir bent til þess að gervisyk­ur hef­ur nei­kvæð áhrif á efna­skipti lík­am­ans, blóðsyk­urs­stjórn­un og mat­ar­lyst.

„Mat­væla­fram­leiðend­ur hafa sett gervisyk­ur í nán­ast allt. Áður fyrr fannst þetta bara í gos­drykkj­um en nú er hægt að finna þessi efni í öllu mögu­legu eins og til dæm­is sós­um, súp­um, tann­kremi og jóg­úrt,“ seg­ir Linda Patel lækn­ir í viðtali við The Times.

„Gervisyk­ur er slæm­ur fyr­ir flór­una og blóðsyk­ur­inn. Það er kald­hæðnis­legt að gervisyk­ur skuli hafa sömu áhrif á blóðsyk­ur­inn og venju­leg­ur syk­ur en þarna er um að ræða flókið sam­spil horm­óna og bragðs sem trufla þessa stjórn­un.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda