Ljóstrar upp um ástæður unglegs útlits

Paul Rudd þykir furðu unglegur á að líta.
Paul Rudd þykir furðu unglegur á að líta. AFP

Banda­ríski leik­ar­inn Paul Rudd þykir með af­brigðum ung­leg­ur. Hann er 53 ára gam­all og ekki hrukku að sjá né grátt hár. 

Marg­ir hafa velt vöng­um yfir því hvert leynd­ar­málið sé að svo ung­legu út­liti leik­ar­ans. 

„Svefn er eitt það mik­il­væg­asta,“ seg­ir leik­ar­inn í viðtali við Mens Health.

Rudd þurfti að taka sig á í rækt­inni fyr­ir hlut­verk sitt í Mar­vel mynd­inni Ant Man and the Wasp.

„Svefn­inn er í fyrsta sæti, svo mataræði. Svo lyft­ing­ar og loks brennsla.“ Hann seg­ir að betra sé að sofa leng­ur frek­ar en að reyna meira á sig í rækt­inni. Það að minnka svefn­inn ger­ir manni eng­an greiða.

„Best er að geta náð inn átta klukku­stund­um af svefni.“

Venju­leg­ur dag­ur hjá Rudd byrj­ar á góðum kaffi­bolla og brennsluæf­ing­um fyr­ir morg­un­mat. Þá lyft­ir hann lóðum þris­var í viku. Í mat fær hann sér egg og lax. Stund­um fær hann sér líka prótein hrist­inga þar sem hann bland­ar aðeins sam­an vatni og prótein­dufti.

„Ég hef lært mjög mikið á það hvernig lík­ami minn bregst við mat, æf­ing­um og hvenær ég er ánægðast­ur. Þetta hef­ur allt áhrif á and­lega líðan.“

„Ég hef loks áttað mig á því að ef lík­ams­rækt verður hluti af lífs­stíl manns, þá líður manni bet­ur. Rútína er góð og hluti af rútín­unni er að fá átta tíma svefn alla daga.“

Paul Rudd og kona hans Julie Yaeger skelltu sér út …
Paul Rudd og kona hans Ju­lie Ya­e­ger skelltu sér út á lífið fyr­ir skömmu. AFP
Paul Rudd segir að svefn sé lykillinn að unglegu útliti.
Paul Rudd seg­ir að svefn sé lyk­ill­inn að ung­legu út­liti. CHRISTIAN PETER­SEN
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda