„Blóðsykurssveiflur geta valdið mörgum sjúkdómum“

Nanna Rögnvaldardóttir matarsérfræðingur hefði viljað vita meira um blóðsykurinn fyrr …
Nanna Rögnvaldardóttir matarsérfræðingur hefði viljað vita meira um blóðsykurinn fyrr á lífsleiðinni. Ljósmynd/Samsett

Nanna Rögn­vald­ar­dótt­ir hef­ur gefið út fjölda mat­reiðslu­bóka á ferli sín­um og er einn helsti mat­ar­sér­fræðing­ur lands­ins. Fyr­ir ári síðan hætti hún að vinna en hún hafði verið í fastri vinnu hjá For­laginu lengi. Þrátt fyr­ir að hafa hætt í fastri vinnu hef­ur sjald­an verið meira að gera hjá Nönnu. Á dög­un­um kom Blóðsyk­urs­bylt­ing­in út í ís­lenskri þýðingu en bók­in hef­ur farið sig­ur­för um heim­inn. 

„Ég var ein­fald­lega beðin um að þýða bók­ina af For­laginu. Það lá dá­lítið á þýðing­unni, ég var ný­bú­in að skila inn hand­riti af allt öðru tagi og þau vissu að ég var ekki með nein áríðandi verk­efni framund­an. Svo er þetta meira og minna um mat og þar af leiðandi á mínu sviði. Og slatti af upp­skrift­um þarna líka,“ seg­ir Nanna. 

Nanna hef­ur spáð mikið í blóðsyk­ur í gegn­um tíðina en á tíma­bili hætti hún að borða syk­ur og setja hann í mat. Nú er hún hins­veg­ar kom­in á syk­ur­sýk­is­lyf og ját­ar að það hefði verið gagn­legt fyr­ir hana að hafa þann fróðleik fyrr á lífs­leiðinni sem er að finna í Blóðsyk­urs­bylt­ing­unni. 

„Ja, ég hætti að borða syk­ur í mat, sem hef­ur auðvitað mik­il áhrif á blóðsyk­ur. En ég var fyrst og fremst að hugsa um syk­ur, ekki kol­vetni yfir höfuð, sem ég hefði nátt­úr­lega átt að gera. Ég minnkaði syk­ur­notk­un veru­lega vegna þess að ég var kom­in með forstigs­ein­kenni syk­ur­sýki 2, sleppti öll­um viðbætt­um sykri og ýmsu öðru og tókst að fresta syk­ur­sýk­inni í nokk­ur ár. En ég vissi að mér tæk­ist varla að forðast hana al­veg. Og eft­ir að ég fór á syk­ur­sýki­lyf hef ég ekki verið al­veg eins passa­söm með mataræðið,“ seg­ir hún. 

Hefðir þú viljað vera búin að lesa Blóðsyk­urs­bylt­ing­una á þeim tíma? 

„Já, sann­ar­lega. Bæði fann ég svo margt fróðlegt í bók­inni – sem get­ur nýst hvort sem maður fer eft­ir ráðlegg­ing­un­um þar eða ekki – og ég hafði held­ur ekki áttað mig nógu vel á því hvað blóðsyk­urs­sveifl­ur geta valdið mörg­um sjúk­dóm­um eða haft áhrif á þá.“

Hvað kom þér á óvart þegar þú þýdd­ir bók­ina? 

„Hvað litl­ir hlut­ir geta skipt miklu máli. Til dæm­is að ávöxt­ur sem borðaður er sem snarl, eða fyr­ir máltið, veld­ur háum blóðsyk­ur­stoppi en sami ávöxt­ur borðaður í lok máltíðar kall­ar fram miklu lægri topp og blóðsyk­ur­skúr­v­an verður því jafn­ari. Eða að pera sem borðuð er ein­tóm kall­ar fram háan blóðsyk­ur­stopp, pera með hnetu­smjöri ekki. Eða hvað það virðist geta dregið mikið úr blóðsyk­ur­stopp­um að drekka ed­iks­blandað vatn fyr­ir máltíð. Og fjöl­margt í sama dúr,“ seg­ir hún. 

Er þetta eitt­hvað sem get­ur raun­veru­lega nýst fólki eða er þetta bara tísku­bóla? 

„Eðli máls­ins sam­kvæmt eru all­ar svona mataræðis- eða lífs­stíls­breyt­ing­ar tísku­ból­ur vegna þess að við erum alltaf að leita að skyndi­lausn­um, eða að minnsta kosti auðveld­um lausn­um. Það þýðir samt ekki að þær séu ekki vel not­hæf­ar. Og kenn­ing­arn­ar sem þarna eru sett­ar fram eru vel rök­studd­ar og kost­ur fyr­ir marga að það er ekki verið að úti­loka neitt. Annað sem mér finnst já­kvætt er að það er ekki kallað á að maður kaupi ein­hver sér­stök hrá­efni, kannski eitt­hvað rán­dýrt sem fæst bara í sér­versl­un­um, held­ur það sem maður á í skáp­un­um eða get­ur fundið í hvaða búð sem er. Maður get­ur haldið áfram að borða það sama og áður en það skipt­ir máli hvenær og í hvaða röð. Þetta bland­ast allt sam­an í mag­an­um, seg­ir fólk, en ef trefjarn­ar (græn­metið) er borðað fyrst hægja þær á niður­broti og frá­sogi þess sem á eft­ir kem­ur og jafna blóðsyk­ur­skúr­vuna. Þessi vitn­eskja – og fleira sem fram kem­ur í bók­inni – held ég að geti raun­veru­lega nýst fólki, hvort sem það fer eft­ir öllu sem þar er ráðlagt eða ekki.“

Nú hætt­ir þú að „vinna“ fyr­ir ári síðan. Hef­ur aldrei verið meira hjá þér að gera eða hvernig er lífið núna? 

„Lífið er bara ljúft. Ég hugsa reynd­ar að ég vinni ekk­ert minna en áður en ég hætti fastri vinnu en núna geri ég ein­göngu það sem mér sýn­ist og þegar mér sýn­ist. Ég hef alltaf verið mik­il tarna­mann­eskja og þegar ég er í stuði og verk­efnið er skemmti­legt get ég unnið hálf­an sól­ar­hring­inn vik­um sam­an, en svo tek ég lang­ar letipás­ur á milli og geri ná­kvæm­lega ekki neitt. Á þessu ári síðan ég hætti er ég, fyr­ir utan þýðing­una, búin að lesa próf­ark­ir, gera nafna­skrár, vinna að sjón­varpsþátta­gerð, skrifa og ljós­mynda ein­hverja matarpistla og fleira. Já, og skrifa rúm­lega 400 blaðsíðna sögu­lega skáld­sögu. En ég var nú búin að safna efni í hana í mörg ár. Mér leiðist alla­vega ekk­ert,“ seg­ir Nanna. 

Blóðsykursbyltingin kom út á dögunum hjá Forlaginu.
Blóðsyk­urs­bylt­ing­in kom út á dög­un­um hjá For­laginu.
Appelsína sem borðuð er á fastandi maga hækkar blóðsykurinn mun …
App­el­sína sem borðuð er á fastandi maga hækk­ar blóðsyk­ur­inn mun meira en ef hún er borðuð eft­ir mat eða með próteini eða fitu. Noah Buscher/​Unsplash
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda