Valgeir með skothelt eftirlaunaplan fyrir hænurnar

Valgeir Magnússon eigandi og markaðsstjóri Landnámseggja í Hrísey býður fólki …
Valgeir Magnússon eigandi og markaðsstjóri Landnámseggja í Hrísey býður fólki landnámshænur í garðinn þegar þær fara á eftirlaun. Ljósmynd/Samsett

Valgeir Magnússon einn eigenda og markaðsstjóri Landnámseggja í Hrísey er annt um hænurnar sínar. Hann vill að þær eigi farsælt ævikvöld og sé ekki slátrað um leið og þær þær hætti að verpa 3-4 eggjum á viku. 

„Við fylgjumst með hænunum og sjáum hvort þær henti áfram í eggjaframleiðslu eða ekki. Sumar byrja að minnka varpið um 3ja ára aldur en aðrar eru enn í fínu varpi 5 ára gamlar. Þá eru hænurnar orðnar mjög fallegar og henta vel í heimagarða. Einnig eru flestar þeirra mjög gæfar. Við höfum því buið til efirlaunaplan fyrir þær hjá okkur. Þær fá því að fara í heimagarða, sjálfum sér og fólki til ánægju það sem eftir er æfinnar. Varpið er aðeins minna en fyrr en nóg fyrir heimahús,“ segir Valgeir. 

Landnámshænur verða 10-12 ára gamlar og segir Valgeir að þær séu gæfar og tengist fólki vel. Landnámsehæna í góðu varpi verpir 3 - 4 eggjum á viku en eftirlaunahænurnar eru komnar niður í um það bil 2 egg á viku að meðaltali.

„Það var sérstaklega gaman að fara með fyrstu hænurnar á eftirlaunastaðina sína. Þær fyrstu fóru í Hafnarvík þar sem er sumardvalastaður í Hrísey fyrir fatlaða. Þær næstu fóru að Kálfskinni sem er bær í Eyjafirði. Hænurnar aðlöguðust hratt og gaman er að sjá hvað fólkið tekur vel á móti hænunum og hugsar vel um þær,“ segir hann. Í júní komast fleiri hænur á eftirlaunaaldur og segir Valgeir að fólki sé velkomið að hafa samband ef það vill taka þátt í verkefninu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda