Léttist um 45 kíló með breyttu hugarfari

Tasha Pehrson ákvað að setja heilsuna í fyrsta sæti og …
Tasha Pehrson ákvað að setja heilsuna í fyrsta sæti og hefur nú misst 45 kíló. Skjáskot/Instagram

Tasha Pehrson er fjög­urra barna móðir frá Arizona í Banda­ríkj­un­um sem ákvað eft­ir mörg ár af „jójó-megr­un“ að setja heils­una í fyrsta sæti og hef­ur nú misst 45 kíló. Í dag starfar hún sem lík­ams­rækt­arþjálf­ari og aðstoðar aðrar mæður við að elska lík­ama sinn og setja heils­una í for­gang.

Þótt ár­ang­ur Pehrsons megi að miklu leyti rekja til heil­næm­ara mataræðis og auk­inn­ar hreyf­ing­ar seg­ir hún breytt hug­ar­far vera það mik­il­væg­asta. „Það eru svo marg­ar leiðir fyr­ir fólk til að létt­ast með góðum ár­angri, en hug­ar­far þitt sker úr um það hvort þú get­ir það í raun og veru,“ sagði hún í sam­tali við The Sun

Pehrson hætti að hugsa um þyngd­artap sem erfitt verk­efni og í kjöl­farið hófst veg­ferð henn­ar að bætt­um lífs­stíl. Hún byrjaði á að gera litl­ar breyt­ing­ar. Hún fór til dæm­is að velja holl­ari fæðu og byrjaði að stunda hreyf­ingu sem henni þótti skemmti­leg. 

„Það var mjög erfitt að æfa þegar ég var 105 kíló, það var erfitt að velja græn­meti fram yfir skyndi­bita ... en þetta var bara erfitt í byrj­un. Þegar ég byrjaði að létt­ast leið mér svo vel og vildi halda áfram,“ sagði Pehrson. 

„Ég varð virki­lega öguð og fór að finna gleðina í því að yf­ir­stíga erfiðleik­ana og sanna fyr­ir sjálfri mér hvers megn­ug ég er. Ef þú vilt að eitt­hvað breyt­ist, þá þarftu að breyta til ... og kannski er það að hætta að gef­ast upp,“ bætti hún við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda