Lést um 90 kíló frá árinu 2007

Leikarinn John Goodman breytti um lífstíl og hefur frá árinu …
Leikarinn John Goodman breytti um lífstíl og hefur frá árinu 2007 lést um 90 kíló. Samsett mynd

Stór­leik­ar­inn John Goodm­an var nær óþekkj­an­leg­ur á rauða dregl­in­um í Mónakó á sunnu­dag. Goodm­an var viðstadd­ur Monte Car­lo sjón­varps­hátíðina þar í landi og gekk rauða dreg­il­inn heil­um 90 kíló­um létt­ari. Hann hét því að breyta lífs­hátt­um sín­um árið 2007 og hef­ur svo sann­ar­lega staðið sína plikt. 

Leik­ar­inn sem er hvað þekkt­ast­ur fyr­ir hlut­verk sín í kvik­mynd­un­um The Big Le­bowski, Mon­sters Inc, The Flintstones og King Ralph, hóf lífstíls­breyt­ing­una árið 2007, en þá hætti leik­ar­inn að drekka.

Goodm­an réði í kjöl­farið þjálf­ara til þess að aðstoða sig með mataræði og sér­hæfðar æf­ing­ar. Að sögn þjálf­ar­ans, kynnti hann stjörn­una fyr­ir Miðjarðar­hafs­mataræðinu, en það legg­ur sér­staka áherslu á fisk, hnet­ur, ólífu­olíu, græn­meti og ávexti. Leik­ar­inn stund­ar einnig lík­ams­rækt af kappi og pass­ar að ganga 10.000 til 12.000 skref á dag. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda