Missti 90 kíló eftir erfiða lífsreynslu

Rapparinn Fat Joe hefur grennst um 90 kíló með breyttum …
Rapparinn Fat Joe hefur grennst um 90 kíló með breyttum lífsstíl og venjum. Samsett mynd

Árið 2000 var rapp­ar­inn Fat Joe orðinn 213 kíló, en hann ákvað að end­ur­skoða lífs­stíl sinn eft­ir að besti vin­ur hans varð bráðkvadd­ur og hef­ur núna misst yfir 90 kíló. 

Í fe­brú­ar árið 2000 lést Big Pun, besti vin­ur Joe, óvænt aðeins 28 ára að aldri. Hann vó 317 kíló þegar hann lést og hafði glímt við hjarta­sjúk­dóm. „Ég fór í jarðaför­ina hans og mér leið eins og Ebenezer Scroo­ge. Eins og ég hefði séð sjálf­an mig. Og ég horfði á litlu dótt­ur hans. Hún var á sama aldri og dótt­ir mín. Ég sagði: „Þú verður að létt­ast, ann­ars munt þú fara héðan líka,“ sagði Joe í viðtali við Men's Health

Þetta var þó ekki eini miss­ir­inn sem Joe upp­lifði, en stuttu síðar missti hann afa sinn og síðan syst­ur sína sem lést eft­ir ut­an­basts­bólgu við fæðingu. Hann seg­ir því hafa fylgt erfitt tíma­bil af þung­lyndi þar sem hann drakk óhóf­lega og þyngd­ist mikið. 

Hug­ur­inn eins og flók­inn Ru­biks-kubb­ur

Rapp­ar­inn lýs­ir huga sín­um sem „flókn­asta Ru­biks-kubb“ sem hægt sé að reyna að leysa og lík­ir and­legri heilsu sinni á þeim tíma við atriði í kvik­mynd­inni The Mat­rix Ressurecti­ons þar sem Neo, sem er leik­inn af Ke­anu Reeves, sit­ur í baðkari með gúmmíönd á höfðinu.

„Svona var þung­lyndið mitt. Þegar þú ert að berj­ast við sjálf­an þig þá er ekki nógu hár vegg­ur sem þú get­ur byggt. Það er eng­in eyja sem þú get­ur farið til. Það er eng­inn staður sem þú get­ur farið á til að kom­ast í burtu frá því vegna þess að þú ert að berj­ast við eig­in huga,“ sagði Joe.

Góðar venj­ur lyk­ill­inn að ár­angr­in­um

Það tók Joe tvö ár að kom­ast út úr þung­lynd­inu, en árið 2002 hófst veg­ferð hans. Hann reyndi allt til að létt­ast, allt frá því að hlaupa á hlaupa­brett­um í svitagalla yfir í breyt­ing­ar á mataræði, án ár­ang­urs. Hann seg­ist ekki hafa séð ár­ang­ur fyrr en hann fór að skilja vís­ind­in á bak við góðar venj­ur. 

Hægt og ró­lega fór hann að skipta út göml­um venj­um fyr­ir góðar og heilsu­efl­andi venj­ur. Núna hef­ur hann misst yfir 90 kíló og upp­lif­ir sig eins og nýj­an mann. Hann hef­ur ekki ein­ung­is öðlast bætta heilsu lík­am­lega held­ur einnig and­lega. 

Þrátt fyr­ir að hafa grennst yfir 90 kíló seg­ist rapp­ar­inn ekki ætla að breyta sviðsnafni sínu, enda hafi hann varið mörg­um millj­ón­um banda­ríkja­dala í að markaðssetja Fat Joe og því væri ekki gáfu­legt að breyta nafn­inu núna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda