Vill að áfengisframleiðendur taki meiri ábyrgð

Bessie Carter er þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Bridgerton.
Bessie Carter er þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Bridgerton. Samsett mynd

Bridgert­on-leik­kon­unni Bessie Cart­er finnst að áfeng­is­fram­leiðend­ur ættu að taka meiri ábyrgð á því hlut­verki sem þeir spila þegar kem­ur að vanda­mál­um fólks. Cart­er hef­ur sjálf verið edrú í fimm ár eft­ir að hafa upp­lifað of mörg kvöld sem hún drakk frá sér. Áður fyrr hafi föstu­dags­kvöld henn­ar byrjað á bjórdrykkju í garðinum en endað með því að sjá tvö­falt, enda­laus­um síga­rett­um, hræðileg­um skot­um, slæmri popp­tónlist, eit­ur­lyfj­um og óút­skýrðu sári á hné.

Hafði ekki leng­ur stjórn á drykkj­unni

Cart­er opnaði sig um ed­rú­mennsk­una í viðtali við JOMO Club, fyr­ir­tæk­is sem sér­hæf­ir sig í áfeng­is­laus­um drykkj­um, og seg­ir að hún sé mun betri út­gáfa af sjálfri sér eft­ir að hún setti tapp­ann í flösk­una. Áður hafi hún ekki hugsað út í það hvað væri í drykkj­un­um sem hún drykki, held­ur leit hún á þá sem svala leik­muni sem fólk notaði til að líða eins og það til­heyrði.

Cart­er, sem er dótt­ir leik­ara­hjón­anna Imeldu Staunt­on og Jim Cart­er, seg­ist hafa farið í meðferð til að vinna á lágu sjálfs­mati sem áfengi ýtti aðeins und­ir. Í dag sé hún hins veg­ar búin að end­urupp­götva hina fyndnu, skap­andi og kraft­miklu mann­eskju sem hún var áður en sam­fé­lags­leg­ir staðlar ýttu henni að eit­ur­lyfi sem ætti að henn­ar mati að vera ólög­legt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda