Ef til væri undralyf

Ágústa Johnson er framkvæmdastjóri Hreyfingar.
Ágústa Johnson er framkvæmdastjóri Hreyfingar. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Ágústa John­son fram­kvæmda­stjóri Hreyf­ing­ar seg­ir að það sé til töfra­lyf sem bæti heilsu fólks mikið. Hvaða lyf skyldi þetta vera? 

Ef til væri lyf sem í litl­um skömmt­um kæmi í veg fyr­ir al­genga lífs­hættu­lega sjúk­dóma og drægi úr hættu á ótíma­bær­um dauða, án allra auka­verk­ana, mynd­um við ekki öll taka þetta lyf dag­lega?

Ef sannað væri að lyfið myndi til dæm­is gera eft­ir­far­andi: 

  • Minnka lík­ur á dauðsföll­um af völd­um hjarta­sjúk­dóma og ákveðinna teg­unda krabba­meina.
  • Spilaði stórt hlut­verk í að koma í veg fyr­ir áunna syk­ur­sýki, insúlí­nviðnám, gigt, beinþynn­ingu, offitu og of háan blóðþrýst­ing.
  • Bætti geðheilsu og ynni gegn þung­lyndi.
  • Yki orku, sjálfs­ör­yggi og kyn­virkni.
  • Drægi úr lík­um á vits­muna­hrörn­un og heila­bil­un.
  • Gæfi börn­um enda­lausa upp­sprettu orku til leikja og gleði, styrk og aukið sjálfs­traust.

Lyf sem eyk­ur ávinn­ing með væn­um reglu­leg­um skömmt­um. All­ir gætu notað lyfið án þess að þurfa ávís­un frá lækni og það myndi ekki kosta heil­brigðis­kerfið krónu. 

Erum við að tala um lyf sem gæti valdið bylt­ingu? Lyf sem gæti sparað heil­brigðis­kerf­inu gríðarlega fjár­muni ár hvert og ef til vill lyft grett­i­staki í því að létta á buguðu kerf­inu.  

En bíðum hæg... ÞETTA LYF ER TIL og hef­ur í grund­vall­ar­atriðum verið til frá upp­hafi mann­kyns.  

Á und­an­förn­um árum hef­ur fjöldi rann­sókna leitt í ljós ít­rekað, sann­an­lega virkni þessa töfra­lyfs.

Er ekki vert að skoða aðeins nán­ar þetta undra­lyf sem vita­skuld ætti að vera mest ávísaða lyf í heimi?

Fyr­ir efa­semd­ar­fólk þarf traust­ar sann­an­ir fyr­ir virkni þess, rétti­lega, því hrein­lega hljóm­ar það of gott til að vera satt.

Niður­stöður glæ­nýrr­ar rann­sókn­ar, þeirr­ar stærstu á heimsvísu sem birt var 8. ág­úst síðastliðnum í Europe­an Journal of Preventi­ve Car­di­ology.

Niður­stöður sam­tals 17 rann­sókna sem um 227.000 sjúk­ling­ar tóku þátt í, sýndu að aðeins lít­ill skammt­ur af lyf­inu dró veru­lega úr hættu á ótíma­bær­um dauða. Við hverja smá aukn­ingu á „skammt­in­um“ urðu áhrif­in enn meiri.  

Lík­lega er les­end­um nú orðið ljóst um hvaða undra­lyf er hér að ræða, jú, það er hreyf­ing.

Áhuga­verðu frétt­irn­ar eru þær að það er ekki nauðsyn­legt að ham­ast, puða, strita og pollsvitna til að njóta ávinn­ings. Næst­um all­ir, fólk á öll­um aldri, í mis­góðu lík­ams­ástandi, geta hreyft sig svo það skili markverðum ár­angri. Það er eins ein­falt og auðvelt líkt og að setja einn fót fram fyr­ir ann­an, skref fyr­ir skref, og margþætt­ur ávinn­ing­ur er ótrú­leg­ur. 

Nán­ast all­ir geta notið góðs af hreyf­ingu. Jafn­vel minni hátt­ar hreyf­ing hef­ur gríðarlega já­kvæð áhrif, sér­stak­lega þegar við eld­umst. Rann­sókn­in stóra sýndi enn frem­ur fram á sterk­ar vís­bend­ing­ar þess að kyrr­setu­lífs­stíll geti stuðlað að hjarta­sjúk­dóm­um og leitt til styttra lífs.

Sagt hef­ur verið að góð heilsa sé ekki bara spurn­ing um heppni og oft er hægt að meðhöndla slæma heilsu án þess að gleypa töfl­ur sem mögu­lega eru í raun aðeins plást­ur og geta fram­kallað slæm­ar auka­verk­an­ir. Lífs­stíls­sjúk­dóm­ar verða til, eins og heitið gef­ur til kynna, vegna lé­legs lífs­stíls, reyk­inga, slæms mataræðis og hreyf­ing­ar­leys­is.  

Í gegn­um tíðina hafa rann­sókn­ir eft­ir rann­sókn­ir sýnt að fólk sem hreyf­ir sig ekki er í marg­falt meiri hættu á að deyja það ár en þeir sem hreyfa sig reglu­lega. Hætt­an á ótíma­bæru dauðsfalli af völd­um hreyf­ing­ar­leys­is er tal­in þris­var sinn­um meiri en af skaðleg­um áhrif­um reyk­inga. 

For­varn­ir eru besta meðferðin við mörg­um sjúk­dóm­um og bæta lífs­gæði til muna. Hreint og klárt má segja að lyk­ill­inn að heil­brigði og bætt­um lífs­gæðum æv­ina út er hreyf­ing.

Tök­um fulla ábyrgð á eig­in heilsu, hreyf­um okk­ur og þjálf­um lík­amann reglu­bundið, allt árið, alla ævi.  Gerðu það besta sem þú get­ur fyr­ir heils­una þína og aldrei hætta því.  Það ger­ir það eng­inn fyr­ir þig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda