Nokkur heit haustráð frá Guðrúnu Kristjáns

Guðrún Kristjánsdóttir mælir með nokkrum góðum leiðum svo fólk klessi …
Guðrún Kristjánsdóttir mælir með nokkrum góðum leiðum svo fólk klessi ekki á neitt þegar haustar. Samsett mynd

Guðrún Kristjánsdóttir einn af eigendum Systrasamlagsins skrifar um hvað síðdegisgöngutúrar og slökunarrútína sé mikilvæg þegar haustar. 

Haust. Mörg elskum við þennan árstíma. Eins mikið og við njótum hlýrra, sólríkra daga sumarsins, getum við varla horft framhjá undrum og litadýrð haustsins! Í þessum skrifuðum orðum eru margir að pakka niður sumarfötunum og ná í hlýju yfirhafnirnar. Undirbúningur fyrir kaldari tíð þýðir líka að það er gott að gæta betur að sér eftir notalegt sumarkæruleysið.

Hér fylgir góður heilsutékklisti fyrir haustið.

Byrjaðu á ónæmiskerfinu

Byrjaðu að huga að þér á þínum. Ef þú átt börn er frábært að spá strax að ónæmisheilsu allra fjölskyldumeðlima og setja C-vítamín og jafnvel sink á dagskrá. En líka hið sígilda sem við mörg þekkjum svo vel; Ólífulauf og ylliber og auðvitað D-vítamínið og B-vítamínin. Nú er tíminn til að leggjast vörn. Þar sem að minnsta kosti 70% af ónæmiskerfinu liggur í þörmunum er góð hugmynd að styrkja meltingarkerfið með vinalegum meltingargerlum og hafa helst alltaf forlífisgerla (prebiotic) í sömu blöndu.

Farðu í tékk

Vissir þú að fleiri hjartaheilsuvandamál uppgötvast á köldum mánuðum en á nokkurn öðrum tíma ársins? Það er vegna þess að kalt veður getur haft áhrif á blóðrásina og sem gerir vinnu hjartans erfiðari. Haustið er því kjörinn tími til að fara í hina árlegu heilsuskoðun til að tryggja að þú sért við topp heilsu áður en vetrarveðrin hefjast. Einnig inniheldur heilsufarssaga fjölskyldunnar margar vísbendingar sem geta hjálpað þér og þínum lækni/heilsusérfræðingi að byggja upp sterka heilsuáætlun. Ættingjar hafa tilhneigingu til að koma oftar saman yfir haust- og vetrarmánuðina, svo notaðu tækifærið og lærðu meira um heilsuarfleifð þína!!

Kitlaðu bragðlaukana

Haustið er tíminn til að gæða sér á heilnæmum mat. Njóta uppskerunnar sem komin er í hús. Það er góð leið til að næra bæði líkama og anda af sannkölluðum fjörefnum. Ef þú hefur tök á, keyptu lífrænt og beint frá bónda. Skoðaðu hvað er spriklandi ferskt akkúrat núna. Borðaðu eins og þú mögulega getur af næringarríku grænmeti. Haustið er líka tíminn til að prófa hollar súpur og gera tilraunir með krydd sem hafa lækningamátt. Má þar nefna t.d. túrmerik, kanil og engifer og allar grænu kryddjurtirnar. Og endilega líttu á hvað er að gerast í ofurfæðisstraumunum sem eru oft fullkomnir fyrir kaldari tíma. Beinaseyði er hátt skrifað, andoxunarríka matcha teið líka, að ekki sé talað um alla ofursveppina, eins og ljónslappa, chaga og marga aðra. Kíktu líka á öflugar og nærandi olíur. Sem dæmi er black seed olían afar vinsæl um þessar mundir og skipar sannarlega heiðursess í ofurheimum.

Ætlar þú að klessa á vegg í haust?
Ætlar þú að klessa á vegg í haust? Unsplash/Sara Cudanov


Skoðaðu æfingarrútínuna

Skipuleggðu hvernig þú ætlar að hafa úti æfingarútínuna í vetur svo þú guggnir ekki þegar það er orðið skítkalt úti. Hafðu mýktina þó alltaf með. Útivera og jóga? Líkamsræktarprógramm í raunheimum eða netinu? Dansað í stofunni? Finndu þína fjöl. Ef þú hefur ekki þegar gert það notaðu tímann til að finn nokkrar æfingar/teygjur/örhugleiðslur sem geta fylgt þér í vinnunni.

Og svo er það hárið og húðin...

Hefur þú veitt því athygli að húð þín bregst við kulda? Húð fólks verður jafnan aðeins daprari á kaldari og þurrari mánuðum ársins. Og hárið líka. Þetta er ekki ímyndun þín. Um leið og hitinn lækkar úti hækkar hitinn inni og loftið verður þurrt. Skortur er á raka. Þessar andstæður og hlaupin á milli hitastiga hafa sannarlega áhrif á húð og hár sem verður líflaust, þurrt og slappt.

Náðu aftur ljómanum með daglegri þurrburstun og góðum olíum. Svalaðu þyrstu hárinu þinni og hársverði með góðri hárolíublöndu eða hreinni og lífrænni jojoba-, möndlu-, sesam- eða roseip olíu. Nuddaðu líkamann hátt og lágt með hreinni með möndlu- eða sesamolíu eða sérstökum olíublöndum með jurtum sem henta þinni húðgerð. Svo er það hin margumrædda hýlaronicsýra sem er ótrúlegur rakagjafi. Hún dregur raka að húð þinni og viðheldur vökvajafnvægi. Hyalaronicsýra er frábær viðbót við húðkrem og olíur, sem bæði er hægt að bera á sig og taka inn. Í raun undursamlegt rakaboost.

Vökvaðu þig að innan líka

Mikilvægt er að passa upp á vökvajafnvægi líkamans á haustin sem sumrin. Líkamainn þarfnast vökva til svo margra verka. Fyrir meltinguna, steinefnajafnvægið, orkuna, húð, liði og flest annað. 2 til 3 lítrar dag er málið. Fer eftir stærð þinni og þyngd. Það þarf þó ekki alltaf að vera vatn beint úr krananum. Má líka vera te og allskyns góðir vökvar. En mikið vatn engu að síður. Nú bendir flest til þess að það sé miklu betra að hafa vatnið heitt/volgt en kalt. Margir bera mikið lof á það í dag að hefja daginn á stóru heitu glasi af vatni. Heitt vatn á morgnana virki efnaskipti líkamans og örvi fitubrennslu yfir daginn. Það hreinsar líka þarma og minnkar vindgang og bjúg. Það er þess virði að prófa þessa morgunrútínu.

Finndu réttu skammtastærðirnar fyrir þig

Á sumrin og í góðu fríum gleymum við oft hvað við erum vön að borða mikið að jafnaði. Ekki endilega halda þig við sömu stóru skammtastærðirnar og í sumar. Mundu eftir hinu gullna jafnvægi á milli próteina, kolvetna og fitu. Bættu heldur í grænmetið sem margir kjósa nú að leggja sér til munns í upphafi máltíðar til að koma í veg fyrir blóðsykursflökt. Skoðaðu næringuna sem þú lætur ofan í þig. Haltu rútínu. Jólin kom áður en þú veist af.

Slökunarrútína

Prófaðu að bæta einhverju nýju inn í slökunarrútínuna þína, eins og t.d. morgunhugleiðslu eða síðdegishugleiðslu. Komdu þér upp jóga/hugleiðsluhorni á heimilinu. Það gerir slökunina girnilegri. Spáðu líka í góðar aðlögunarjurtir sem gætu hjálpað þér að slaka á. Þær eru t.d. L-theanine, cordyseps, ashwagandha og burnirót. Þessar tvær síðastnefndu hjálpa okkur að takast á við streitu um leið og þær gefa okkur notalega orku.

Svo er annað og gott ráð: Síðdegisgöngutúrinn er betri en svefn. Mundu að náttúran er mesti heilarinn. Það gæti líka verið skynsamlegt að skoða lýsinguna heima og ekki síst hafa D-vítamínið í hávegum. Öll vitum við að líkaminn þarfnast sólarljóss til að framleiða þetta nauðsynlega næringarefni. Skortur á sól gerir það að verkum að þú ert líklegri til að vera með lítið af D-vítamíni, sem getur einnig stuðlað að þreytutilfinningu.

Umfram allt, njótið haustsins!

Nokkrar heimildir:

Let’s Talk About Health: „Adding Years to Your Life, and Life to Your Years“ By Ray Morgan Om.D Ph.D. 

Cold weather and your heart. British Heart Foundation.

Water: How much should you drink every day? MayoClinic. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda