9 leiðir til að blómstra eftir fertugt

Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar.
Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Ágústa John­son fram­kvæmda­stjóri Hreyf­ing­ar skrif­ar um blóma­tím­ann eft­ir fer­tugt í nýj­um pistli á Smartlandi. Hún seg­ir að kon­ur eigi að hætta að vigta sig og líta frek­ar í speg­il­inn og vera ánægðar með sig. 

Ertu kom­in yfir fer­tugt og finnst lík­ams­ástandið vera á niður­leið? Ekki ör­vænta! Þú get­ur verið upp á þitt besta ein­mitt á ár­un­um eft­ir fer­tugt. Kon­ur sem komn­ar eru yfir fer­tugt búa yfir þroska og ró sem eyk­ur á innri og ytri feg­urð þeirra og út­geisl­un.

Hér eru nokk­ur góð ráð  hvernig hægt er að verða flott­ust eft­ir fer­tugt: 

Aðlög­un­ar er þörf

Aðlagaðu þig að stöðugum áskor­un­um og streitu sem lífið hef­ur í för með sér. Eft­ir fer­tugt eiga sér stað ýms­ar breyt­ing­ar á lík­ama þínum og hug­ar­ástandi. Sum­ar kon­ur fyll­ast von­leysi og þeim finnst þær missa tök­in þegar speg­il­mynd­in fer að taka breyt­ing­um og þær hætt­ar að muna hvar þær lögðu frá sér sím­ann. Láttu slíkt ekki henda þig. Spyrntu við fót­um, end­ur­hugsaðu hlut­ina og settu stefn­una á að há­marka and­lega og lík­am­lega heilsu þína - stjórnaðu því sjálf hverj­ar breyt­ing­arn­ar verða á heilsu þinni og út­liti. 

Ábyrgð á eig­in líðan

Þú berð ábyrgð á þinni heilsu og vellíðan, and­legri og lík­am­legri. Það er al­veg ljóst að það mun eng­inn sjá um að bóka tíma fyr­ir þig í sjálfs­rækt. Vertu ein­beitt og láttu ekk­ert trufla þínar stund­ir sem þú hef­ur tekið frá til að fara á æf­ingu, nudd, heitt bað, feg­urðarblund eða annað sem bæt­ir heilsu þína. Vertu til­bú­in að segja „Nei, því miður, ég er upp­tek­in“. Slík­ur heilsu tími á að vera dag­leg­ur þátt­ur í þínum lífs­stíl og mik­il­vægt að þú átt­ir þig á nauðsyn þess að for­gangsraða tíma þínum með það í huga.

Æfðu mark­visst og reglu­lega allt árið

Stundaðu al­hliða þjálf­un fyr­ir all­an lík­amann í hverri viku. Of marg­ar kon­ur æfa lítið, óreglu­lega og gera gjarn­an sömu gömlu æf­ing­arn­ar ár eft­ir ár og skilja ekki hvers vegna þær eru löngu hætt­ar að upp­lifa ár­ang­ur æf­ing­anna. Ekki hika við að leita eft­ir aðstoð fag­fólks til að hrista upp í æf­inga­kerf­inu svo þú fáir heild­ræna þjálf­un, há­mark­ir mögu­leg­an ár­ang­ur þinn af æf­ing­un­um og kom­ist út úr stöðnun. Lyk­il­atriði er að stokka reglu­lega upp æf­ing­arn­ar og gefa lík­am­an­um nýj­ar áskor­an­ir með reglu­legu milli­bili. Slíkt mun bæta efna­skipti lík­am­ans, þú ferð að sjá og finna ár­ang­ur sem þú hef­ur e.t.v. ekki upp­lifað í lang­an tíma. Ótal margt skemmti­legt er í boði til að styrkj­ast, liðkast og auka ork­una, fjöl­breytt­ir hóp­tím­ar fyr­ir byrj­end­ur og lengra komna, fjöl­marg­ar æf­ing­ar bæði inn­an- og ut­an­dyra, valið er þitt.  Þú finn­ur án efa eitt­hvað sem þér líst vel á. Kýldu á þetta og þinn fer­tugi plús kropp­ur blómstr­ar sem aldrei fyrr,  verður full­ur af lífi og orku.

Fæðuvenj­ur skipta sköp­um

Settu þér mark­mið að minnka syk­ur­neyslu til muna. Sneiða hjá sæt­ind­um, skyndi­bita­fæði og unn­um mat­væl­um að mestu leyti og gættu þess að fá nægi­legt magn af próteini úr fæðunni. Rann­sókn­ir hafa sýnt að við þurf­um meira magn af próteini með aldr­in­um. Gott er að miða við að fá sem svar­ar ca 1,5 grömm af próteini fyr­ir hvert kíló af lík­amsþyngd. Hugaðu að því að neyta fjöl­breyttra teg­unda græn­met­is dag­lega og hafðu auga á heild­ar­magni mat­ar sem þú neyt­ir. Gott er að miða al­mennt við að viðhalda góðum aga á fæðuvenj­um 80% af tím­an­um og hafa smá svig­rúm annað slagið fyr­ir annað sem ef til vill fell­ur ekki inn í holl­ustu ramm­ann.

Kvöldsn­arl skaðar heils­una

Eft­ir fer­tugt þarftu ekki sama hita­ein­inga­fjölda líkt og áður þegar þú varst ef til vill lík­am­lega virk­ari og efna­skipti lík­am­ans hraðari. Marg­ar kon­ur gera sér ekki grein fyr­ir að þær borða of marg­ar hita­ein­ing­ar yfir dag­inn og er kvöldnasl vanda­mál hjá mjög mörg­um sem henda sér gjarn­an í sóf­ann strax eft­ir kvöld­mat og líta á kvöld­in sem tíma til að launa sér amst­ur dags­ins með góðgæti“. Þetta þýðir oft og tíðum nart í sæt­indi og óholl­ustu fram að hátta­tíma. Slíkt er af­skap­lega slæmt fyr­ir heils­una. Lík­ur eru á lé­legri svefn­gæðum, lak­ari efna­skipt­um með blóðsyk­urs­sveifl­um inn í nótt­ina og ávís­un á upp­söfn­un auka­kílóa. Miðaðu við að snæða kvöld­verð í fyrra falli og „loka“ eld­hús­inu eft­ir það og hefja næt­ur­föstu. 

End­ur­met­um „eðli­legt“

Þú ert ekki tví­tug leng­ur. Lík­ami þinn er að ganga í gegn­um breyt­ing­ar, sjón­in er ekki eins góð og áður og mittið ekki eins mjótt. Hættu að líta í bak­sýn­is­speg­il­inn og svekkja þig á því sem ekki er eins og áður. Taktu frek­ar ákvörðun um að vakna á hverj­um degi með gleði og þakk­læti í hjarta yfir því sem er já­kvætt. Þú ert hér í fullu fjöri og ekk­ert annað að gera í stöðunni en að vera glöð og þakk­lát fyr­ir lík­amann sem kem­ur þér í gegn­um dag­inn.  Það er eina vitið að aðlaga sig að breytt­um aðstæðum með já­kvæðu viðhorfi.

Hættu að stíga á vigt­ina

Líttu í speg­il­inn og sjáðu sjálfa þig blómstra, fulla af eld­móði, orku og já­kvæðni með skýr mark­mið alla daga að hlúa að sjálfri þér og heilsu þinni, and­legri og lík­am­legri. Að stíga á vigt í tíma og ótíma get­ur haft vond áhrif á and­legu hliðina, enda veit vigt­in ekki mun­inn á vöðvavef og fitu­vef og því ekki góður mæli­kv­arði á lík­ams­ástand. 

Skipu­leggðu og gerðu áætl­un um sjálfs­rækt­ina þína

Ef þú ger­ir ekki áætl­un eru lík­ur á því að tím­inn þinn fari í annað en þig sjálfa.  Áætlaðu tíma fyr­ir það sem nær­ir þig og gef­ur þér orku. Ef til vill þarftu á slök­un og streitu­los­un að halda eða tíma til að setj­ast niður og spjalla við góðar vin­kon­ur. All­ir þess­ir þætt­ir skipta máli og hafa áhrif á líðan þína og sjálfs­mynd. Áætl­un­in þín þarf að snú­ast um þínar þarf­ir.  Ef þú vilt setja þér mark­mið í lík­amsþjálf­un hafðu þá sam­band við fag­fólk og leitaðu ráðlegg­inga.

Finndu tíma til að njóta þín, bara vera til  

Hvernig væri að gefa sjálfri þér reglu­leg­ar stund­ir fyr­ir streitu­los­un og slök­un?  Finndu þér ró­leg­an stað til að lesa, hlusta á góða tónlist og loka aug­un­um, fara í göngu og njóta þess sem fyr­ir augu ber eða gera slak­andi jóga teygjuæf­ing­ar. Þú þarft á reglu­leg­um kyrrðar­stund­um að halda. Kon­ur hafa til­hneig­ingu til að vera stöðugt að gera eitt­hvað. Að reka heim­ili og hugsa um fjöl­skyld­una, börn­in, ef til vill aldraða for­eldra, veika ætt­ingja, heim­il­is­hund­inn og svo fram­veg­is. Verk­efn­in eru enda­laus og það er inn­byggt í kon­ur að vera ávallt með eitt­hvað fyr­ir stafni. Sjáðu fyr­ir þér stöðvun­ar­skilti. Farðu á kyrr­lát­an stað og njóttu þess að vera og gera ekk­ert. Þú átt skilið gleði, ham­ingju og lífs­fyll­ingu. Hleyptu ást, gleði og hlátri inn í líf þitt dag­lega. Finndu kraft­inn í sjálfri þér á hverj­um degi og láttu ekk­ert stöðva þig í að ná þínum mark­miðum, því þetta er jú allt und­ir þér sjálfri komið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda