Edrú en líka á smáskömmtum af sveppum

Gunnar Dan Wiium er smíðakennari sem notar sveppi.
Gunnar Dan Wiium er smíðakennari sem notar sveppi.

Gunn­ar Dan Wii­um, smíðakenn­ari og hlaðvarps­stjórn­andi, seg­ir CBD olíu og smáskammta af svepp­um hafa breytt lífi sínu. Gunn­ar, sem er nýj­asti gest­ur­inn í podcasti Sölva Tryggva­son­ar. Hann seg­ir að fólk verið að hætta að skamm­ast sín og vera í felu­leik með ákveðna hluti.  

„Svepp­ur­inn, bæði í smá­skömmt­un og „full dose“ ferðalög sem fólk er að fara í er orðið gríðarlega út­breitt. Það er fólk í öll­um sam­fé­lags­stétt­um og öll­um sam­fé­lags­stig­um að taka þetta út um all­an bæ. En það er verið að gera það í laumi og í skugg­um og oft þorir fólk ekki að segja nein­um frá. Við eig­um að opna á þessa umræðu og hætta laumu­leikn­um og skömm­inni í kring­um þetta. Það get­ur verið mjög mik­il­vægt að fólk þori að standa með sín­um sann­leika, burt séð frá þvi hvað fólki finnst og stund­um meira að segja burt séð frá því hvað lög­in segja. Það er sama með svepp­inn eins og CBD að mjög marg­ir eru að fá bót á alls kyns kvill­um og bætta líðan með réttri notk­un,” seg­ir Gunn­ar, sem sjálf­ur mætti með poka með smá­skömmt­um af svepp­um í viðtalið til Sölva.

Hann seg­ir að CBD olía hafi gjör­breytt lífi sínu og átt stór­an þátt í að hjálpa sér að ná bata eft­ir ára­langa neyslu og álag á taua­kerfið. Hann lýs­ir því í þætt­in­um þegar hann byrjaði að prófa CBD olíu í gegn­um vin sinn. 

„Ég fæ hjá hon­um ein­hverj­ar flösk­ur og fer að prófa þetta og ég var bara í laum­u­neyslu með þetta í tals­verðan tíma. Gagn­vart kon­unni minni, sam­fé­lag­inu og öll­um. En svo er þetta stöðvað að leyfa inn­flutn­ing á flösk­un­um og þetta var mjög um­deilt. Ég var að kaupa þetta á svarta markaðnum. Það að hitta ein­hvern díler á bíla­plani í laumi og rétta hon­um tutt­ugu þúsund­kall fyr­ir ein­hverja skíta­ol­íu var mjög súrt. Það að þurfa að fara þessa leið var óþægi­legt og sem bet­ur fer er þetta allt breytt í dag. Ég segi full­um fet­um að CBD olía hafi gjör­breytt lífi mínu. Fólkið sem stofnaði Hamp­fé­lagið á stór­an þátt í því að CBD olía var loks­ins leyfð á Íslandi og ég á þeim mikið að þakka. Neysla á CBD er orðin út­breidd á Íslandi og er bæði að sporna við kanna­bis­reyk­ing­um hjá mörg­um og að hjálpa til við alls kyns tauga­ker­fisk­villa, kvíða og fleira.“

Gunn­ar seg­ir að ef þess þurfi væri rétt að gefa sér­fræðing­um bara fullt leyfi á að nota þessi efni til að hjálpa til við að lækna fólk. 

„Ef við vilj­um halda okk­ur inni í aka­demíska kerf­inu og hjá lækn­um og sér­fræðing­um, þá ger­um við það bara. Þá för­um við bara í það að gefa lækn­in­um fullt skot­leyfi á að skoða hverj­um kanna­bis eða svepp­ur get­ur hjálpað og vinna svo með það. Það er galið að fólk sem hef­ur náð að snúa við lífi sínu og laga heils­una þurfi að vera í felu­leik og skömm með það sem sann­ar­lega hef­ur hjálpað,“ seg­ir Gunn­ar og bæt­ir við að efni eins og Canna­bis og svepp­ir séu samof­in sögu mann­kyns og áhrif þeirra á lík­ama og vit­und séu allt ann­ars eðlis en aggress­í­vari efni eins og kókaín og am­feta­mín.

„Ef við horf­um á stríðsrekst­ur og græðgi og fleira sem við ætt­um öll að vera sam­mála um að séu nei­kvæðir hlut­ir, þá er al­veg ljóst að það er knúið áfram af efn­um eins og kókaíni og am­feta­míni, á meðan svepp­ir og canna­bis setja fólk í allt ann­ars kon­ar ástand og búa til mögu­leika á að fara inn á við.“

Gunn­ar veit af eig­in raun hvað það er að fara á botn­inn í neyslu og seg­ir mik­il­vægt að ræða um þessa hluti ef þeir geti hjálpað fólki að ná vopn­um sín­um á ný. Hann var kom­inn niður fyr­ir 50 kíló eft­ir mikla kókaínn­eyslu þegar verst lét. Í dag er hann edrú og hef­ur snúið lífi sínu gjör­sam­lega við. Hann lít­ur ekki á smáskammtainn­töku af svepp­um sem neyslu.  

„Kókaínið hirti mig svo gjör­sam­lega, þó að í raun sé það mjög vont efni í alla staði og áhrif­in ekki einu sinni góð. Þetta var yf­ir­leitt mest spenn­andi þegar ég var að bíða eft­ir dílern­um og kannski fyrstu mín­út­urn­ar eft­ir að ég tók inn efnið. En þetta efni endaði á að rúa mig gjör­sam­lega inn að beini. Tótal egógeðveiki þar sem þú miss­ir sjón­ar á öllu og hætt­ir að borða og sofa svo mánuðum skipt­ir. Ég mis­notaði líka THC í mörg ár, sem jók svo enn á þung­lyndið, sem keyrði mig inn í mína fyrstu grein­ingu sem Bipol­ar,“seg­ir Gunn­ar, sem lýs­ir ákveðnu at­viki sem varð til þess að allt breytt­ist í lífi hans, skömmu eft­ir að hann varð edrú, gjör­sam­lega bú­inn á lík­ama og sál. 

„Það sem ger­ist fyr­ir mig þrem­ur vik­um eft­ir að ég stöðvaði neysl­una mína árið 2016 er eitt­hvað sem ég get eig­in­lega ekki út­skýrt al­menni­lega. Ég sit í mikl­um frá­hvörf­um af öll­um þess­um efn­um og var í raun al­gjört flak bæði lík­am­lega og hug­ar­fars­lega. Stoðkerfið var í hakki og ég var með sprung­in sár um lík­amann og fleira. En þá varð at­vik sem endaði með óút­skýr­an­legri heil­un og ég gekk út sem al­gjör­lega nýr maður og leið eins og ég væri heill. Út frá þessu byrjaði ég að fyr­ir­gefa sjálf­um mér og lífið var bara gjör­breytt.“

Hægt er að hlusta á brot úr þátt­um Sölva Tryggva­son­ar á hlaðvarpsvef mbl.is. 

 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda