Ung móðir lést á meðan hún beið eftir plássi

Valgeir Magnússon.
Valgeir Magnússon.

Val­geir Magnús­son viðskipta-og hag­fræðing­ur skrif­ar um fíkni­vand­ann í ís­lensku sam­fé­lagi í nýj­um pistli á Smartlandi. Hann seg­ir að fólk með fíkni­sjúk­dóma sé meðhöndlað öðru­vísi en fólk með aðra sjúk­dóma. Hann bend­ir á að ung móðir hafi ekki þurft að deyja í byrj­un sept­em­ber ef hún hefði kom­ist í meðferð. 

Miðviku­dag­inn 30. ág­úst út­skrifaðist ung móðir af Vogi. Þar sem ekki var pláss fyr­ir hana á Vík í meðferð eft­ir af­vötn­un­ina þá þurfti hún að bíða til 12. sept­em­ber til að halda áfram með sína meðferð og vinna í sjálfri sér. Hún lést aðfaranótt laug­ar­dags, 2. sept­em­ber.

Þetta er því miður ekki ein­angrað til­vik held­ur saga sem end­ur­tek­ur sig í sí­fellu. Fíkni­sjúk­dóm­ar eru al­var­leg­asta heil­brigðis­vanda­mál heims­ins í dag og við á Íslandi erum eng­in und­an­tekn­ing. Al­var­leik­inn er slík­ur að nán­ast hver ein­asta fjöl­skylda þjóðar­inn­ar hef­ur á ein­hvern hátt beina teng­ingu við sjúk­dóm­inn. Sjúk­dóm­ur­inn dreg­ur fleiri til dauða en aðrir sjúk­dóm­ar, veld­ur fleir­um sorg en aðrir sjúk­dóm­ar og veld­ur meira tjóni í sam­fé­lag­inu. Börn al­ast upp í skömm, hræðslu, von­brigðum, meðvirkni, af­skipta­laus eða jafn­vel for­eldra­laus. For­eldr­ar fólks með fíkni­sjúk­dóma eru vansvefta með áfall­a­streiturösk­un. Systkini eru sí­fellt á vakt­inni. Fjöl­skyld­ur tvístraðar þar sem von­in hef­ur svo oft orðið að von­brigðum og traustið löngu farið. Sjúk­ling­ur­inn sjálf­ur verður ein­angraður í sjálfs­h­atri og sér enga leið út aðra en að deyfa sig aðeins leng­ur, lýg­ur, stel­ur, meiðir og svík­ur und­ir stjórn fíkn­ar­inn­ar.

Flest­ir ein­stak­ling­ar með fíkni­sjúk­dóma eiga það sam­eig­in­legt að vera ynd­is­legt fólk þegar fíkn­in hef­ur ekki stjórn á þeim. Einnig eiga þau flest sam­eig­in­legt að vera ekki ynd­is­legt fólk und­ir stjórn fíkn­ar­inn­ar. Fang­ar í fang­els­um lands­ins eiga það líka flest­ir sam­eig­in­legt að vera með fíkni­sjúk­dóm.

Við vit­um í dag mjög mikið um þenn­an sjúk­dóm og hvernig er hægt að hjálpa fólki út úr þeim víta­hring sem sjúk­dóm­ur­inn er. Við vit­um einnig mikið um or­saka­sam­hengi og hvernig þarf að vinna með fólki. Að vinna úr sín­um áföll­um hjálp­ar þeim að ná stjórn á sínu lífi og gefa til baka til sam­fé­lags­ins.

Alkó­hólisti í bata er frá­bær mann­eskja. Mann­eskja sem elsk­ar að hjálpa öðrum og gefa til baka. Slík­ar mann­eskj­ur eru mik­il­væg­ar. Þær eru iðulega sjálf­boðaliðar í að hjálpa þeim sem eru skemmra á veg komn­ir í að halda niðri þess­um ban­væna sjúk­dómi. Það er nefni­lega mjög út­breidd­ur mis­skiln­ing­ur að það sé hægt að lækn­ast af alkó­hól­isma. Það er ekki hægt en það er hægt að halda sjúk­dómn­um niðri.

Þrátt fyr­ir alla þessa vitn­eskju um sjúk­dóm­inn og hegðun hans þá þykir á Íslandi það vera góð hug­mynd að út­vista öllu er varðar þenn­an al­genga og hættu­leg­asta sjúk­dóm þjóðar­inn­ar til van­fjár­magnaðra áhuga­manna­fé­laga. Útkom­an er frá­bært og óeig­ingjarnt starf þeirra sem eru að reyna að berj­ast en því miður líka mun meiri sorg, erfiðleik­ar og dauðsföll en þyrfti að vera ef heil­brigðis­kerfið tæki ábyrgð á því að alkó­hólismi er heil­brigðis­vanda­mál sem þarf að taka al­var­lega.

Þar sem ég vinn mikið í Nor­egi þessa dag­ana þá er ég einnig að kynna mér hvernig Norðmenn nálg­ast hin ýmsu mál. Eitt af því er að af­vötn­un fer fram inn­an spít­al­anna. Bið eft­ir af­vötn­un er nán­ast eng­in enda er vitað að þegar viðkom­andi hef­ur gef­ist upp fyr­ir sjúk­dómn­um og vill fá aðstoð þá má eng­an tíma missa.

Nú er staðan þannig að gríðarleg­ur fjöldi fólks er í lífs­hættu­leg­um aðstæðum á biðlista eft­ir að fá pláss á Vogi til af­vötn­un­ar. Eft­ir af­vötn­un þar er gert ráð fyr­ir að fólk fari í áfram­hald­andi meðferð til dæm­is á Vík. Til viðbót­ar er unnið frá­bært starf á stöðum eins og Hlaðgerðarkoti og í Krýsu­vík þar sem meðferðir eru enn lengri. 

Við get­um ekki sett fólk í lífs­hættu­leg­um aðstæðum á biðlista. Það mynd­um við aldrei gera með aðra sjúk­dóma. Því miður er það gert og það er ein­ung­is vegna hroka þeirra sem vilja ekki skilja sjúk­dóm­inn og hafa komið kerf­inu í þann far­veg sem það er nú. Hrok­inn er sá að telja fíkni­sjúk­dóm ekki vera al­vöru­sjúk­dóm held­ur eitt­hvað sem fólk ger­ir sér sjálft.

Við mynd­um aldrei senda ein­hvern með ann­an lífs­hættu­leg­an sjúk­dóm út í aðstæður sem valda sjúk­dómn­um í 3 vik­ur af því það er ekki pláss í heil­brigðis­kerf­inu. Það er eins og að ein­hver fengi þá hug­mynd að ein­stak­ling­ur með bráðaof­næmi kæmi inn á spít­ala og ein­kenn­um væri náð niður. En vegna pláss­leys­is væri sniðugt að senda viðkom­andi aft­ur á staðinn þar sem of­næm­is­vald­ur­inn er og vona að viðkom­andi deyi ekki áður en pláss losn­ar aft­ur til frek­ari meðhöndl­un­ar.

Biðlist­arn­ir eru dauðans al­vara og eru nú að valda því að börn eru að missa for­eldra sína, fjöl­skyld­ur eru í sár­um. Fólk elst upp í fá­tækt og for­eldr­ar fylgja börn­um sín­um til graf­ar.

Ég skora því á heil­brigðisráðherra að taka til al­gjörr­ar end­ur­skoðunar hvernig við nálg­umst þenn­an sjúk­dóm og að ekki sé ein­göngu hægt að treysta á van­fjár­mögnuð sjálf­boðaliðasam­tök til að leysa heil­brigðis­vanda­mál þjóðar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda