Gerðu drauminn að veruleika og splæstu í heimarækt

Það eru ekki bara foreldrarnir Guðni og Heiður sem nota …
Það eru ekki bara foreldrarnir Guðni og Heiður sem nota heimaræktina. Börnunum finnst einnig gaman að leika þar. Ljósmynd/Aðsend

Heiður Hall­gríms­dótt­ir og eig­inmaður henn­ar, Guðni Ey­dór Lofts­son, komu sér upp heimarækt þegar þau stækkuðu við sig. Heiður seg­ir þægi­legt hversu stutt er að fara í rækt­ina, sér­stak­lega með tvö ung börn heima við.

„Núna er ég alltaf í heimarækt­inni eða Skúrn­um eins og hann er kallaður. Ég fer af og til að synda, það er ein af fáum brennsluæf­ing­um sem ég nenni að gera. Þegar ég og maður­inn minn byrjuðum sam­an í byrj­un 2013 bætt­ust þessi klass­ísku sam­bands­kíló á okk­ur bæði. Við höf­um bæði alltaf verið dug­leg að hreyfa okk­ur og vilj­um frek­ar ein­beita okk­ur að því að gera það sam­an held­ur en að sitja og hakka í okk­ur enn einn bragðaref yfir þátt­um. Þegar við tók­um meðvitaða ákvörðun um að rífa okk­ur í gang aft­ur, þá fóru hlut­irn­ir að ger­ast,“ seg­ir Heiður.

„Fyr­ir mig snú­ast þess­ar æf­ing­ar ekki bara um að styrkja mig lík­am­lega, held­ur líka liðka lík­amann og svo ger­ir þetta auðvitað svaka­lega mikið fyr­ir and­legu hliðina. Ég fer alltaf í morg­un­rækt því þá er ég orku­meiri yfir dag­inn, lík­am­inn ekki stíf­ur og haus­inn á rétt­um stað. Fyr­ir utan það að ég vil vera góð fyr­ir­mynd fyr­ir börn­in mín og hrein­lega vera sterk mamma.“

Þurfti að læra á lík­amann upp á nýtt

Á und­an­förn­um árum hef­ur Heiður meðal ann­ars verið að byggja sig upp eft­ir tvær meðgöng­ur.

„Æfing­ar á meðgöngu eru öðru­vísi en venju­lega og meðgöng­urn­ar mín­ar voru mjög mis­mun­andi og lík­am­inn minn allt öðru­vísi eft­ir fyrra og seinna barnið mitt. Ég var í mínu besta formi árið 2017 áður en ég eignaðist mitt fyrsta barn í des­em­ber 2018. Fyr­ir það mætti ég sex til níu sinn­um í viku. Ég hélt áfram að mæta í rækt­ina á meðgöng­unni. Ég fann það strax á fyrstu mánuðunum á meðgöng­unni hvað ég var orku­laus. Ég var enn þá peppuð að mæta en flesta daga sofnaði ég upp í sófa eft­ir vinnu, borðaði kvöld­mat og fór svo aft­ur að sofa. Á fjórða til sjötta mánuði meðgöng­unn­ar var ég aft­ur kom­in með ork­una og fór reglu­lega á æf­ingu. Ég fór ró­lega af stað og hlustaði á lík­amann. Ég prófaði mig áfram til dæm­is með að halda áfram að sippa og lyfta lóðum þótt margt á net­inu sagði manni ekki að gera það. En ég var vön, hlustaði bara á lík­amann og fór aldrei fram úr sjálfri mér.

Ég fór aft­ur að mæta í rækt­ina mánuði eft­ir að hafa átt dótt­ur mína, ein­fald­lega því ég saknaði þess að hreyfa mig og vildi byrja að líða meira eins og ég sjálf aft­ur. Það er merki­legt hvað margt get­ur breyst eft­ir að þú geng­ur með barn. Ég þurfti að læra upp á nýtt að spenna maga­vöðvana og passa að beita lík­am­an­um aft­ur rétt því ég var vön að vera fött í baki til að halda jafn­vægi þegar ég var með kúl­una fram­an á mér. Ég fór auðvitað hægt af stað og skref fyr­ir skref byrjaði ég að taka lengri æf­ing­ar og lyfta þyngri lóðum. Við mæðgurn­ar æfðum okk­ur líka sam­an heima, ég að halda planka á meðan hún var að æfa sig að vera á mag­an­um.

Ég varð ólétt að yngra barn­inu mínu í lok 2019 þegar Covid-19 var að gera vart við sig úti í heimi. Ég gat því ekk­ert hreyft mig eins og ég gerði þá meðgöngu þar sem rækt­irn­ar voru lokaðar stór­an hluta. Ég eignaðist svo son minn í sept­em­ber 2020, þá var blessað Covid komið upp aft­ur og allt lokað aft­ur. End­ur­hæf­ing­in eft­ir þá meðgöngu varð því miklu lengri held­ur en með eldra barnið mitt. Satt best að segja er ég enn þá að vinna í því þrem­ur árum síðar.“

Heiður eignaðist tvö börn á stuttum tíma og er að …
Heiður eignaðist tvö börn á stutt­um tíma og er að koma sér í gott form eft­ir meðgöng­urn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

Hægt og ró­lega að breyta og bæta rækt­ina

Af hverju ákváðuð þið að fá ykk­ur heimarækt?

„Þetta hef­ur verið draum­ur hjá okk­ur hjón­un­um í lang­an tíma. Þegar við vor­um að leika okk­ur að skoða fast­eign­ir þegar við vild­um stækka við okk­ur og færa okk­ur um set langaði okk­ur að gera ým­is­legt. Þar á meðal var að vera með bíl­skúr sem við gæt­um sett upp heimarækt í og samt haft sem geymslu. Maður­inn minn fann svo drauma­eign­ina okk­ar í Hvera­gerði. Þar var ein­býl­is­hús með stór­um garði fyr­ir börn­in og hund­inn og bíl­skúr. Það er mik­il Cross­fit-menn­ing hér í Hvera­gerði en ég var ekki viss um að lík­ami minn væri al­veg til­bú­inn í það strax og eina rækt­in þar er í sund­laug­inni sem opnaði ekki nógu snemma til að fara á morgu­næf­ingu fyr­ir vinnu. Við ákváðum þá að gera draum­inn að veru­leika og splæsa í okk­ar eig­in rækt. Við sett­umst niður og spáðum mikið í hvað við vild­um kaupa inn í hana þannig að við fengj­um sem mest út úr pen­ing­un­um okk­ar og að geta gert eins marg­ar og mis­mun­andi æf­ing­ar og kost­ur er.“

Er rækt­in al­veg til­bú­in?

„Nei ekki al­veg. Við erum alltaf eitt­hvað að breyta og bæta. Við erum ný­lega búin að færa allt til í Skúrn­um til að búa til meira pláss svo við get­um verið fleiri að taka æf­ingu sam­an. Einnig bjugg­um við til smá krakka­horn fyr­ir börn­in okk­ar sem vilja alltaf koma með okk­ur í rækt­ina. Þar eru fim­leika­hring­ir og stór dýna fyr­ir neðan. Þar eiga eft­ir að koma riml­ar og klif­ur­vegg­ur og margt fleira. Börn­in elska að koma með okk­ur um helg­ar eða eft­ir leik­skól­ann. Í rækt­inni sjálfri erum við hægt og ró­lega að bæta í safnið okk­ar. Okk­ur lang­ar að setja upp skilti inn í rækt­ina eins og þetta væri al­vöru rækt, ein­fald­lega því okk­ur og vin­um sem nota rækt­ina með okk­ur af og til finnst það fyndið.“

Guðni og Heiður byrjuðu á því að koma sér upp …
Guðni og Heiður byrjuðu á því að koma sér upp grunn­tækj­um til að fá sem mest fyr­ir pen­ing­ana. Ljós­mynd/​Aðsend

Tek­ur tíu sek­únd­ur að fara í rækt­ina

Er öðru­vísi til­finn­ing að æfa heima en á stórri lík­ams­rækt­ar­stöð?

„Mér finnst klár­lega vera mun­ur á því að æfa í minni eig­in rækt og al­menn­ings­rækt. Fyrst og fremst þá er hún alltaf opin fyr­ir okk­ur, sem hef­ur gefið okk­ur mikið frelsi. Það mun­ar líka um það að all­ir frí­dag­ar og rauðir dag­ar eru vel nýtt­ir í rækt­inni. Ég byrja dag­inn á því að fara í rækt­ina þegar all­ir á heim­il­inu eru sof­andi. Maður­inn minn stekk­ur svo í rækt­ina annað hvort eft­ir vinnu eða þegar börn­in eru sofnuð. Við sett­um upp barnapí­una inn í rækt­ina þannig að við get­um farið sam­an í rækt­ina eins og í gamla daga, á meðan börn­in sofa vært í næsta húsi.

Það eru líka litlu hlut­irn­ir eins og að geta sungið há­stöf­um með lög­un­um á milli æf­inga, eða til að koma mér í gír­inn. Ég fattaði fljót­lega að ég þarf ekki að vera í bol held­ur bara í topp frek­ar ef ég vil það. Ég þarf ekki held­ur að bíða eft­ir að ein­hver klári að nota ákveðið tæki.“

Finn­ur þú mun á því að vera með rækt­ina heima?

„Þetta er svaka­leg­ur lúx­us, sér­stak­lega þegar maður á ung börn. Það tek­ur mig tíu sek­únd­ur að labba út í skúr og það hef­ur verið mik­ill drif­kraft­ur fyr­ir mig, það er að segja ég hef ekki leyft mér að vera með ein­hverj­ar af­sak­an­ir. Þegar það var snjór upp fyr­ir hné síðustu vet­ur, þurfti ég ekki að skafa af bíln­um og keyra í rækt­ina held­ur hoppa bara í göngu­skóna og troða ný­fall­inn snjó í tíu sek­únd­ur. Maður­inn minn er dug­leg­ur að grafa smá göngu­stíg fyr­ir okk­ur til að kom­ast í Skúr­inn.“

20 æf­ing­ar á mánuði

Heiður er dug­leg að birta mynd­ir af sér í Skúrn­um á In­sta­gram en hún not­ar það til þess að hvetja sjálfa sig áfram. „Ég byrjaði að taka mynd­ir af mér síðasta sum­ar í hvert skipti sem ég tók æf­ingu og taldi hvaða æf­ing það væri í þeim mánuði til að hvetja sjálfa mig áfram og til að halda utan um það. Ég gerði það líka af því ég er ekk­ert að spá í vigt­inni, ég er frek­ar að fylgj­ast með and­leg­um og lík­am­leg­um breyt­ing­um. Það gerði ótrú­lega hluti fyr­ir mig, ég velti því ekk­ert sér­stak­lega fyr­ir mér, því ég er aðallega með fólk sem ég þekki á In­sta­gram­inu mínu. Þetta var aðallega fyr­ir mig og for­vitn­ina mína, hversu marg­ar æf­ing­ar gæti ég tekið í mánuði án þess að breyta mínu dag­lega lífi og skipu­lagi. Það kom í ljós að það var heill hell­ing­ur, ég er að taka allt frá 20 til 27 æf­ing­ar í hverj­um mánuði. Auðvitað eru æf­ing­arn­ar misöflug­ar en margt smátt ger­ir eitt stórt. Eft­ir ein­hvern tíma var fólk byrjað að hafa orð á því hvað ég væri dug­leg, það hafi hvatt þau til að hreyfa sig þann dag­inn því þau sáu rækt­ar­mynd­ina mína á In­sta­gram. Ég fæ líka af og til fólk sem send­ir mér per­sónu­lega mynd að taka æf­ingu, og biðja mig um að senda þeim mynd­bönd af því hvernig ég geri ákveðnar æf­ing­ar. Það finnst mér al­veg sturlað gam­an að ég hafi al­veg ómeðvituð hvatt ein­hver til að taka æf­ingu og þau vilji hjálp frá mér.“

Heiður segir hvetjandi að skrásetja æfingarnar og telja þannig hversu …
Heiður seg­ir hvetj­andi að skrá­setja æf­ing­arn­ar og telja þannig hversu oft hún mæt­ir í heimarækt­ina sem þau kalla Skúr­inn. Ljós­mynd/​Aðsend

Ertu dug­leg að setja þér mark­mið?

„Já, í fyrsta lagi þá reyni ég alltaf að ná 20 æf­ing­um í mánuði. Ég hef svo­lítið verið að horfa á lík­amann í þrem­ur pört­um. Efri hluti, miðja og neðri hluti. Ég hef verið að ein­beita mér að efri hluta síðustu miss­eri. Hand­legg­ir, axl­ir og efra bak. Þótt að ég gæti þess að æfa all­an lík­amann í hverri viku þá hef ég lagt meiri áherslu á efri hlut­ann. Núna lang­ar mig að fara að ein­blína meira á miðjuna. Maga og neðra bak. Þannig finnst mér ég geta séð mun á mér bet­ur og þá dett ég ekki í von­leys­ispakk­ann og næ að halda ótrauð áfram.

Mark­miðið fyr­ir vet­ur­inn er að ein­beita mér að því að næra lík­ama minn vel. Ég er kom­in á gott skrið með reglu­leg­ar æf­ing­ar og núna vil ég bæta mataræðið líka. Ég er ekki bara að mæta í rækt­ina til að styrkja mig held­ur ger­ir þetta svo svaka­lega mikið fyr­ir and­legu hliðina.“

Heiður deil­ir meðal ann­ars hvetj­andi æf­inga­mynd­um á @heidur­hall­grims á In­sta­gram.

 


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda