Kelly Clarkson sýndi breyttan líkama

Söngkonan Kelly Clarkson hefur grennst á síðastliðnum vikum.
Söngkonan Kelly Clarkson hefur grennst á síðastliðnum vikum. Samsett mynd

Banda­ríska söng­kon­an Kelly Cl­ark­son er nýj­asta Hollywood-stjarn­an sökuð um að not­færa sér syk­ur­sýk­is­lyfið Ozempic, en lyfið hef­ur notið mik­illa vin­sælda hjá meðlim­um Hollywood-elít­unn­ar. 

Cl­ark­son, sig­ur­veg­ari fyrstu þátt­araðar American Idol og ein vin­sæld­asta söng­kona Banda­ríkj­anna, hef­ur verið þekkt fyr­ir að rokka upp og niður í þyngd enda viður­kennt að elska sveitt­an mat og fyr­ir­líta lík­ams­rækt. Síðastliðin ár hef­ur söng­kon­an þó leyft ít­ur­vöxn­um lík­ama sín­um að njóta sín en nú á dög­un­um frum­sýndi Cl­ark­son glæ­nýtt út­lit.

Söng­kon­an mætti í spjallþátt Jimmy Fallon, The Tonig­ht Show Starring Jimmy Fallon, og sýndi þar mynd­ar­legt þyng­ar­tap. Hún birti einnig mynd­ir og mynd­skeið á In­sta­gram og voru flest­ir fylgj­end­ur stjörn­unn­ar sam­mála um að þyngd­artapið gæti aðeins verið Ozempic „að þakka“ og hvöttu Cl­ark­son til að viður­kenna það. Aðrir sögðu þyngd­artapið bara vera skilnaðar­hefnd, en Cl­ark­son sótti um skilnað frá umboðsmann­in­um Brandon Blackstock í júní 2020 eft­ir sjö ára hjóna­band. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda