Fer í fitueyðingu og hárígræðslur

Joey Fatone hefur gert það gott með NSYNC.
Joey Fatone hefur gert það gott með NSYNC. Samsett mynd

Joey Fat­one, liðsmaður NSYNC, viður­kenndi ný­verið að hafa geng­ist und­ir þónokkr­ar lýtaaðgerðir í gegn­um árin og seg­ist ekki skamm­ast sín fyr­ir neitt né sjá eft­ir neinu. 

„Þess­um aðgerðum fer fjölg­andi og þetta er að aukast mikið,“ sagði Fat­one í viðtali við tíma­ritið People sem birt­ist á laug­ar­dag. „Þú heyr­ir færri sög­ur af karl­mönn­um enda eru þeir oft og tíðum feimn­ari eða vand­ræðal­egri með þetta, en þetta er ekk­ert til að skamm­ast sín fyr­ir,“ sagði Fat­one. „Ég er aldrei hrædd­ur við að segja fólki frá því sem ég læt gera.“

Fat­one, sem er 46 ára, greindi ný­verið frá því að hafa geng­ist und­ir fitu­eyðingu sem kall­ast AirSculpt, en sú hjálpaði söngv­ar­an­um að losna við óæski­lega fitu á bæði höku- og maga­svæði. Fat­one sagðist einnig fara í reglu­leg­ar hárígræðslur til að hylja skalla­bletti.

Söngv­ar­inn skaust upp á stjörnu­him­in­inn sem liðsmaður NSYNC, en poppsveit­in tók ný­verið sam­an aft­ur eft­ir gott hlé og eru þeir sagðir vera að vinna í nýrri plötu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda